Vísir - 29.10.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 29.10.1965, Blaðsíða 7
\ V í SIR . Föstudagur 29. október 1965. 7 „Tjegar Tryggvi Gunnarssion hafði lokið smiði gömlu brúarinnar hérna, þá gekk hann kauplaus frá verkinu. Ég er nú hræddur um að verkfræðingam- ir og brúarsmiðimir nú til dags létu ekki bjóða sér slíkt. Én þá var öldin önnur. Það var ekki nein ríkisstjórn, sem hægt var að fara í og fá meiri peninga hjá, ef á þurfti að haida*. Já, satt segir Brynjólfur í Tryggvaskála. Þá var öldin önn- ur. Selfoss var ekki til sem kauptún. Það var bara búið á Selfossbæjunum, eins og gert hafði verið allt frá landnámstíð tektir og lofuðu menn honum að flytja allt efni til brúarinn- ar á sleðum um veturinn hing- að uppeftir, en efnið var flutt á skútu til Eyrarbaka. En þetta fór nú ekki eins vel og á horfði. Sjálfboðaliðarnir komust að því að karlarnir, sem unnu við brú- arsmíðina sjálfa, fengu kaup fyrir vinnu sfna, og þá vildu þeir líka fá kaup. Settu þeir því úpp fyrir hestana og sleð- ana. En þá var ekki hægt að fara í ríkisstjórn og heimta meiri peninga — brúarsmiður- inn fékk ákveðna upphæð og þar með búið. Peningamir voru á þrotum áður en smíðinni lauk og Tryggvi varð að Iáta sitt kaup í brúna og gekk kaup- laus frá verkinu". „Hvað var svo gert við Tryggvaskála þegar brúarsrmð- TryggvaskáB við ölfusárbrú, eins og hann lftur út í dag. Fyrir aldamót var hann lítill vinnuskúr. Sfðan hefur tvisvar verið byggt austan við hann, ei'nu sinni vestan við og einu sinni ofan á. og gert er enn — það var alit og sumt. Árið 1891 var ráðizt f að brúa ölfusá við Selfoss, og brúar- smiðir komu austur og reistu lít inn vinnuskúr á árbakkanum. Þessi litli vinnuskúr var síðan nefndur Tryggyaskáli og hann stendur enn, þótt ekki sé hann alveg eins útlits og fyrir alda- mót. Það hefur einu sinni verið byggt vestan við hann, tvisvar austan við og einu sinni ofan á. Nú ræður þar rfkjum Brynjólf- ur Gíslason og rekur veitinga- sölu. Brynjólfur var áðan að hefja frásögn af upphafi Tryggvaskála, þ. e. Tryggva Gunnarssyni og brúarsmíði hans, og við skulum leyfa hon- um að halda sögunni áfram. Á skotu til EYRARBAKKA „ölfusárbrúin gamla var byggð á árunum 1891—92 og hún var mikið mannvirki á þeim tíma. Tryggvi Gunnarsson, síðar bankastjóri, lét byggja brúna og var yfirsmiður. Hann samdi við Alþingi um að byggja brúna í ákvæðisvinnu. Kom hann hingað austur og hélt úti- fundi á Eyrarbakka og Selfossi og bað Eyrbekkinga og bændur í nágrenninu að leggja til sjálf- boðaliðsvinnu við brúarbygg- inguna. Hann fékk góðar undir- irnir voru farnir?“ „Þetta var þá smá timbur- skáli og spreyttu ýmsir sig á að reka hér verzlun, en það lak allt út í sandinn. Eftir alda- mót var húsið svo stækkað og greiðasala hófst og hefur hún verið hér stanzlaust síðan. Síð- an hefur húsið þrívegis verið stækkað, síðast árið 1930 var stórri veitingasalurinn byggður austan við. Brynjólfur í Tryggvaskála hefur oft átt annríkt við Ölfusárbrú. STOFNFÉ 1 HNAKKTÖSKUNNI En það hefur verið sitthvað fleira hér en greiðasala. Hérna var lengi landsímastöð og póst- hús. Á þeim tfma var hér úti fyrir hesthús fyrir 30 hesta. Það voru hestar landpóstsins, en hann hafði aðalbækistöð sína hér. Og þá má ekki gleyma því, að Landsbankaútibúið var fyrst rekið hér. Hingað kom þá mað- ur ríðandi á brúnum hesti með 300 þúsund krónur í hnakktösk- unni og það var stofnfé bank- ans. Þegar bændumir hér í sveit unum komu hingað sinna er- inda töluðu þeir um að fara „niður í Skála“. Þetta orðtæki er ennþá fast í mörgum göml- um mönnum, og þegar þeir ætla niður að Selfossi tala þeir oftl um að fara „niður f Skála“. „Fór. húsið ekki illa í flóðun- um hér fyrr á árum?“ „Hér hefur allt farið tvisvar á bólakaf f flóðum. 1 fyrra skipt ið 2. marz 1930 og f síðara skipt ið 4. marz 1948. Ég var hérna í síðara skiptið. Þá var húsið al- veg umfíotið vatni og ég hafði bát, sem bundinn var við for- stofudyrnar til að ferja fólk upp á veg. Það voni veittar hér veit- ingar þótt allt væri á floti — þangað til kolavélin var komin í kaf og slokknað í henni. Þá varð ekkert við gert., Það var nýlega búið að leggja hér inn rafmagn og leiðslurnar lágu und ir góifinu og eyðilögðust að sjálfsögðu strax. BAR GESTINA Á BAKINU Til að geta haldið áfram greiðasölunni, hlóð ég stóru borðunum saman og lét þau mynda gólf og setti svo litlu borðin og stólana upp á. Þá gátu gestirnir setið þar þurr- fættir. Sjálfur var ég f galla og bar gestina á bakinu frá borð- unum út að bátnum, sem bund- inn var fyrir utan. Húsið eyði- lagðist ekki, nema hvað mála þurfti allt aftur og setja nýjar lagnir. Timbrið þornaði og varð jafngott. Eftir þetta hefur oft flotið upp að húsinu, en aMneí inn í það“. „Var ekki mikið um að vera þegar gamla brúin féll?“ „Jú, jú. Hún féll niður öðrum megin árið 1944. En þá var her- inn hér og kom hann með stóra krana og náði henni upp aftur. Lagfæringin tók nokkuð langan tíma og varð að ferja allt yfir ána á meðan. Mjólkin var ferjuð á bátum við Laugardælahólma, en þar er áin lygn. Fólk var svo ferjað við Fossbás. Nýrri brúin var svo byggð á árunum 1946 —47. Þá var mikið að gera hér. Svo kom Heklugosíð með ölhi sem því fylgdi. Fólk kom þá hingað alla vega illa á sig kom- ið. Samgöngur voru vondar og snjóar miklir. Vegurinn yfir heiðina var slæmur og erfitt fyrir bíla að mætast. En allir vildu rjúka til og sjá gosið — bæði börn og gamalmenni. Fólk lagði af stað í litlum bilum, sejn svo ekki komust á áfangastað. Trafikkin var óhemjumikil". Framhald á bls. 2 Þegar flæddi inn, bar Brynjólfur gest- ina á bakinu frá bát inn oð borði BUNADARBANKI ISLANDS OPNAR ÚTIBÚ í BÚÐARDAL laugardaginn 30. október 1965 * Jafnframt yfirtekur bankinn starfsemi Sparisjóbs Dalasýslu. AFGREIÐSLUTIMI: Virka daga kl. 10-12 og 2-4 nema laugardaga kl. 10-12 Útibúió annast öli innlend bankaviðskipti. BÚNADARBANKIÍSLANDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.