Vísir - 17.08.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 17.08.1966, Blaðsíða 1
I Söltun hjá Mána h. f. á Neskaupstað. LADID í DAG ORRUSTA í GRINDA — S'iðari hluti töku „Rauðu skikkjunnar" hefsi þar á laugardag, stendur yfir i 6-8 daga Orrusta mikil verður háð í vík inni neðan lóranstöövarinnar austan Grindavíkur á laugar- daginn. Verður hún eitt atriði í „Rauðu skikkj unni“ og hefst þá síðari hluti töku kvikmynd arinnar hér á landi. Verður kvikmyndað í Grinda vík í 6-8 daga, en' kvikmynda tökufólk kemur norðan frá Kelduhverfi á föstudag. Alls munu um 30 manns taka þátt í kvikmyndatökunni i Grindavík, og tuttugu hestar hafa þegar verið fluttir að norðan, en þeir verða notaðir í sambandi við töku kvikmyndarinnar, m.a. í bardagaatriðinu, sem fyrr grein ir, en þar verður þeim hleypt yfir langskip mikið, sem liggur í fjöruboröinu í víkinni. Er þegar hafinn undirbúning ur að ýmsum mannvirkjum, sem verður komið upp fyrir kvikmyndatökuna og eru komn ir menn á staðinn til þess að vinna að þeim undirbúningi. Fær kvikmyndatökufólkið að stöðu í matsal frystihússins í Grindavík til búningaskipta og annars meðan á kvikmyndatök- unni stendur. Kvikmyndatakan fyrir norð- an gekk með ágætum og hafa filmur verið sendar til framköll unar og til baka aftur til klipp inga að einhverju leyti. Eftir filmunum að dæma virðist i kvikmyndatakan hafa heppn- azt mjög vel. f. Ýmsir aðalleikendanna hafa S lokið sínum hlutverkum og eru I þegar farnir af landinu t. d. | Eva Dahlbeck sænska leikkon- | an og danska leikkonan Bir- | gitta Federspiel. Aðrir aðalleik endanna veröa efti*r til þess að taka þátt í síðustu kvikmynda töjcunum. í atriðunum í Grinda vík taka þátt margir statistar og hefur verið afráðið að fá Framh. á bls. 6. § 3 Myndsjá frá Madagaskar. 4 Viðtal við Stefán Skaftason lækni í Bls Sviþjoð. 5 Erlendar fréttir. 7 Fjárverðir á Kili heimsóttir. 9 Framkvæmdir á Akureyri. 31s. 31s. Bls ÚtlH fyrir mikinn kennaraskort úti á landi Óvenjulítið hefur verið spurt um kennarstöður við barna- og unglingaskóla úti á landi í sumar og er það sama að segja um kenn arastöðurnar við Reykjavíkurskól ana, að því er Runólfur Þórarins son fulltrúi hjá Fræðslumálastjóra tjáði Vísi í morgun. Mun láta nærri aö um 50 hafi sótt um þær kennarastööur sem auglýstar voru í Reykjavík en und anfarin ár hafa umsækjendur ekki erið. undir 80. Voru auglýstar heldur fleiri kennarastöður nú en sl. ár og viöa úti á landi þar sem fáar eða engar umsóknir hafa bor- izt hefur oröið að framlengja um sóknarfrestinm Það telst til undantekninga er kennarar með fyllstu réttindi sækja um kennarastöður, og af 22 sem sóttu um almennar kennarastöður i Reykjavík voru aðeins 3 eða 4 með fyllstu kennararéttindi. Betur gengur að fá fólk til sérkennslu, j.e. kennslu í verklegum greinun og íþróttum. Um barnaskólana gegnir nær sama máli og um framhaldsskól- Framh. á bls. 6 Einstefna á Strandgötu Strandgata í Hafnarfirði er orð-* in einstefnuakstursgata. Má nú aka eftir götunni frá Reykjavíkur- vegi til suðurs. en ekki í hina átt ina. Mönnum skal bent á, að leggjá á bifreiðum hægra megin við göt una. og sildin færist fjær — spjall við sildai- saltendur á Neskaupstað I nótt dró heldur niðut i síldarhrotunni sem varað hefur nær óslitið í eina viku þar úti fyrir Austfjörðum. Fengu aðeins fáein skip afla, en hins vegar tilkynntu 38 skip um afla á sólarhringnum, samtals 3553 iestir jen það mun að miklu teyti vera veiði frá deginum áður. Sigurður Bjarnason EA leitaði síldar norðaustur af Langanesi í gær og fékk þar 220 tonn. Síldarleitarskipið Hafþör er nú á þessum slóðum og að leita og samkvæmt fréttum frá síld- arleitinni á Raufarhöfn í morg- un varð hann var við mikla síld þar. Engin skip voru þá komin á miðin, -n allmörg skip voru á leiðinni og væntanleg þangað í dag. Veðrið mun þó hafa dregið úr veiðilikunum, en þarna úti í hafinu er komin NA bræla. Fratnh. á bls. 6 ar 56. árg. — Miðvikudagur 17. ágúst 1966.— 185. tbl. Yngstu söltunarstúlkurnar ná ekki langt upp fyrir tunnuna. __X------- - Surtseyjargosið hætt?i Surtseyjargosið virðist nú vera alveg hætt. Ekkert gos hef- ur verið í gosstöðvunum undan- farna viku, en svo langt hlé hefur aldrei komið í gosið síð- an það hófst 14. nóvember 1963. Gosið í nýju eyjunni fyrir sunn- an Surtsey hefur verið svo til samfellt síðan það hófst um jólin í fyrra, goshléin ekki num- ið meira en örfáum mínútum. Myndazt hefur tjörn i gig nýju eyjarinnar og virðist eng- in hreyfing vera í sjónum þar, sem gæti bent til einhverra hræringa. Þetta gos er þegar orðiö lengsta gos, sem orðið hefur hér á landi síðan land byggðist, en næstmesta gos, sem hefur orðiö í heiminum á þessari öld. rærri umsóknir um kennarastöður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.