Vísir - 20.08.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 20.08.1966, Blaðsíða 1
SURTUR kveður sér hljóðs á ný Eftir lidlega árs hlé — Visir ræðir við Arna Johnsen, sem varð fyrstur var við gosið og Þorbi’órn Sigurgeirsson prófessor Gjósa tók af krafti í Surtsey í gær eftir lið- lega árshlé. Virðist sem Surtur gamli fari ham- förum á nýjan leik, eft- ir að getgátur voru á lofti um, að Surtseyjar- gosin væru hætt. Eru nýju gosstöðvamar á sama svæði eyjunnar og Surt ur tók -að gjósa á, austan til á eynni. Vellur hraunleðja úr sprungu sem liggur frá suðri til norðurs og er 150 m. á lengd. Eru í henni þrír hraunpottar en 7-800 m. fjær er annar gígur, sem hraunleðj an kraumar í. Síðan í gær- morgun hafa gígarnir sent frá sér hraunmagn sem mun nema 80-90 þús. rúmmetrum Fór þyrla Landhelgisgæzlunn ar þegar tvær ferðir með vís- indamenn út í eyju í gærdag og var von á fleiri þeirra í Frh á bis 6 Rauðglóandi hraunstrauniur rann eftir gossprungunni í Surtsey, þegar Vísismenn flugu þar yfir f ljósaskiptunum í gærkvöldi. Hraunið vall og sauð í gígunum fjórum og hraunleðjan þeyttist hátt f loft upp. Á efri myndinni sér ofan frá Surtscy miðri á haf út yfir gossprung- una þaðan sem lagði hvíta gosmekki og hraunelfi. Neðri mynd- in sýnir ofan í sprunguna með ólgandi hraunleöjunni, sem tengir saman hraunpottana þrjá og fjórða gfginn sem er 7-800 m frá hinum. 17 sóttu um sturf ú Hveruvöllum Við mælingar í gær. Nýju veðurathugunarmennirnir þau Hulda Margrét Hermóðsdóttir og Kristján Hjálmarsson. Hjónin Hulda Margrét Hermóðsdóttir og Kristján Hjálmarsson halda þangað til ársdvalar á fimmtudaginn 17 skriflegar umsóknir og á milli 30-40 fyrirspumir bárust Veðurstófunni, þegar starf veð- urathugunarmahna á Hvéravöll- um var auglýst laust til umsókn ar. Voru flestir umsækjendanna á aldrinum 25-40 ára, en sá yngsti um tvítugt og þeir 'elztu á sextugsaldri. Mikiö var um það að hjón sæktu um starfið, og hlutu það hjónin Hulda Margrét Hermóðs- dóttir og Kristján Hjálmarsson, bæði 35 ára gömul. Halda þau til sinnar árs dvalar á Hvera- völlum á fimmtudaginn kemur. Um mánaðamótin koma svo aftur til borgarinnar þau Ingi- björg Guðmundsdóttir og Björg vin Ólafsson, sem dvalizt hafa á Hveravöllum s.l. ár, en þau voru fyrst til að dvelja þar vfð veðurathuganir að vetrarlagi. Undanfama daga hafa þau Hulda og Kristján verið aö kynna sér veðurathuganir og mælingar á Veðurstofunni áður en þau leggja upp til Hvera- valla. Hafði blaðiö tal af þeim þar í gær og varð þá fyrst fyr- Frh. á bls. 6. Höcherl ■ heimsókn Landbúnaðar- og sjávarútvegs- málaráðherra Sambandslýöveldis- ins Þýzkalands, Hermann Höcherl er væntanlegur í opinbera heim- sókn til íslands dagana 30. ágúst til 3. september f boði ríkisstjóm arinnar. 1 fylgd með ráðherranum verða dr. Meseck fiskimálastjóri og dr. Eisenkramer, fulltrúi. Biskupsvígsla | Vigsla hins nýkjörna vígshibisk- ups í Skálholtsbiskupsdæmi, sr. Sigurðar Pálssonar, fer fram f Skál holti sunnudaginn 4. sept. n.k. BLA'p'Ð X OAG LÆKNAMIÐSTÖÐ ER / UNDIR- BÚNINQI í VESTMANNAEYJUM Læknasamstarf einnig á Sauðárkróki og Hvammstanga Vestmannaeyingar bíða nú verið að heilsuvemdar og lækna þykkt aö reisa slíka stöð, leggi samvinnu í sameiginlegu hús- ákvörðunar heilbrigðismálaráðu- miðstöð í Vestmannaeyjum, þar ríkið fé á móti. í Vestmanna- næði. Hefur Öm Bjarnason lækn neytisins og húsameistara um sem allir læknar á staðnum eyjum er þegar vísir að hóp- ir átt frumkvæðið að þessu fyr- hvort samþykktur verður tillögu gætu haft hópsamstarf. Hefur samstarfi, þar sem tveir lækn- irkomulagl. uppdráttur sem gerður hefur bæjarstjórn Vestmannaeyja sam anna á staðnum hafa tekið upp Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.