Vísir - 30.08.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 30.08.1966, Blaðsíða 1
staddir opnunina i morgun. — Sýninpin verður opnuð nslmenn 56. árg. - Þriðjudagur 30. ágúst 1966. 196. tbl. Mít að 500 gestir voru við- ingi klukkan fimm í dag. Forseti Islands kemur til opnunarathafnarinnar í morgun. Bjami Björnsson, form. Iðnsýningamefnd- ar, og Gunnar Friðriksson, formaður Félags isl. iðnrekenda, taka á móti honum. I morgun kl. 10 hófst opnun- arathöfn við Iðnsýninguna 1966. Fjöldi gesta var viðstaddur opn un sýningarinnar, meðal þeirra var forseti Islands, herra Ásgeir \sgeirsson, ráðherrar, sendi- herrar erlendra ríkja, og margt íslenzkra embættismanna og forsvarsmanna iðnaðarins ís- ienzka. Setningarathöfnin hófst með þvi að iðnaðarmálaráð- herra, Jóhann Hafstein ávarp- aði gesti, sem voru allt að 500 talsins. Iðnaðarmálaráðherra vék i ræðu sinni að þróun iðnaðarins í stórum dráttum og ræddi hann um hina einstöku þætti iðnaðar mála þjóðarinnar í dag, sem dæmi um vaxtarmátt íslenzks iðnaðar. Ræddi hann fyrst um endurnýjun fiskiskipaflota lands ÍHAHBRftUT 20 Sl manna eins og hann er í dag. Að alm i iðnaöi á landinu í dag. Því næst minntist hann á hina nýju iðnfræðslulöggjöf, sem samþykkt var á Albingi í vetur, Tækniskóla Islands, rannsókn- arstofnanir iðnaðarins og fleira, sem varnaði ljósi á iðnað lands manna eins og hann er í dag. Að Iokum sagði iðnaðarmálaráð- herra. Ríkisstjórnin hefur gert fyrir svarsmönnum iðnaðarins ljósa grein fyrir því, að hverju kynni að stefna um lækkun tolla. Gerði ég ýtarlega grein fyrir þessum vandamálum á ársþingi iðnrekenda í apríl sl. og get vitn aö til þess. Menn verða að hugleiða, að í heimi lækkandi tolla og frjálsra viðskipta eigum við ekki ann- arra úrkosta en fylgjast með, hvort sem við gerumst beinir þátttakendur í bandalögum eða samningum við aðrar þjóðir eða ekki. Almenningur hér á landi, sem í sívaxandi mæli leggur land undir fót meö feröalögum til útlanda, lætur ekki bjóða sér að vera hvað vöruverð snertir lokaður innan íslenzkra toll- múra. Smygl og óheiðarleg við skipti yrðu óviðráðanleg og al- menningur yrði að búa við al- mennt hærra vöruverð, sem mundi eðlilega knýja á um hærra kaupgjald og þar með vaxandi veröbólgu, sem aftur kæmi iðnaðinum í koll og eyði Framh. á bls. 6 Tilkomumesta iðnsýning er hér hefur verið haldin — segir Bjarni Bjömsson, formaður iðnsýningar- nefndar. — Gert er ráð fyrir um 50 þús. gestum á sýninguna. — Ein eða fleiri sérsýningar í Sýningar höllinni á ári hverju í framtíðinni. í morgun kl. 10 var Iðnsýn- ingin ”66 opnuö aö viðstöddu fjölmenni í íþrótta- og sýningar- höllinni í Laugardal. Er sagt frá opnun sýningarinnar á öörum stað í blaðinu í dag. Segja má. að dagurinn í dag sé mikill merk isdagur í sögu íslenzkrar iðn- aðarframleiðslu og eigi eftir að marka tímamót. Þetta er í fyrsta skipti, sem íslenzk iðnsýning er haldin f húsnæði, sem sérstik- lega er ætlað til slíkra sýninga, en áður hafa verið haldnar 4 iðn sýningar, sú fyrsta árið 1883, en þær hafa að litlu Ieyti verið sambærilegar við þessa, sem var opnuð í morgun. Vísir hefur snú ið sér til Bjarna Bjömssonar, sem er formaður iðnsýningar- Framh. á bls. 6. £ Iðnaðarmálaráðherra, Jóhann Hafstein ávarpar gesti Iðn- sýningarinnar í morgun. Myndin er tekin yfir aðalsyn- ingarsalinn í morgun. Var búið að leggja síðustu hönd á sýn- * >í<' ■& i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.