Vísir - 27.09.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 27.09.1966, Blaðsíða 2
Vonbrígði og gleði að loknum úrslitaleik Þama voru 22 þreyttir og út- taugaöir leikmenn að yfirgefa LaugardalsyöHinn á sunnudag- inn. Þetta voru liðsmenn Vals og Keflavikur, sem börðust um Islandsbikarinn, en síðustu- mínútu-mark Vals kom í veg fyr ir aö bikarinn færi af borði Baldurs Jónssonar vallarstjóra í þetta skiptiö, en búið var að koma fyrir boröi undir bikarinn andspænis stúkunni og hátalara- kerfiö stillt þannig aö Björgvin Schram, formaður KSl mætti betur ná eyrum áhorfenda. En af þessu varð ekki að sinni... Það er oft skemmtilegra aö horfa á áhorfendur að leik, held- ur en leikinn sjálfan, sagði maö- ur nokkur við mig um daginn. Þessa mynd er gaman að athuga nánar. Sá glaöasti á myndinni er vitaskuld Bjöm Carlsson, for- maður knattspyrnudeildar Vals, sem réttir hendurnar á móti Bergsteini og hinum frábæra markverði, Siguröi Dagssyni, all- glaður viröist Sveinn Bjömsson, einn af forystumönnum KR vera, enda fá 1. deildarliðin nú enn annan stórleik til að auka heldur litlar tekjur sumarsins (hann stendur aftast á myndinni miðri, en milli hans og Bjöms er Páll Jónsson úr Keflavík, gam alkunnur leikmaður og forystu- maður Keflvíkinga, — hann er þungbúinn aö sjá vitandi það aö Keflavík er nú með 3 menn á sjúkralista, Kjartan markvörð sem fékk slæmt spark, Grétar, sem liggur nú heima hjá sér með gifsumbúðir um slitið lið- band og Rúnar Júlíusson, sem varð að fara út af slæmur í hné. Á sunnudaginn mætast liðin á ný í Laugardal, og þá er engu hægt að spá um úrslitin. Um þetta leyti árs er íþrótt, sem ekki er íslendingum mjög kunn, f fullum gangi. íþrótt þessi er keppniköst (Toumament casting). Eina félagið á íslandi, sem eingöngu helgar sig íþrótt þessari, er Kastklúbbur lslands og átti 10 ára afmæli um sfðustu áramót. Aðalhvatamaður að stofnun ' lúbbsins var Albert Erlingsson ' aupm. og var hann formaður hans 10 ár, eða þar til s.l. vetur, að Jann óskaði þess aö drága sig í hlé. Hið upphaflega markmið stofn- mda var að efla veiðimenningu leðal þeirra, er iðka lax- og sil- ngsveiði sem íþrótt og örva áhuga eiðimanna á kastæfingum og kast- íötum. Árið 1959 fékk Kastklúbburinn mgöngu í Alþjóöakastsambandið Tntemational Casting Federation, irmlega skammst. I.C.F.), Breytt- ;t þá starfsemin í hrein keppni- 'óst, þar sem haldin voru kastmót kv. reglum I.C.F., en átti ekki mgur neitt skylt við stangaveiði, :em stTka. Síðustu 8 árin hefur klúbburinn ' aft kastæfingar á hverjum vetri í IR-húsinu. Kastmót hafa verið haldin hvert sumar og síðan 1959 hafa einn til þrlr félagsmenn tekið þátt í hverju heimsmeistaramóti, sem haldið er árlega á hinum ýmsu stöðum. Framförina I kastíþróttinni má bezt sjá á eftirfarandi samanburði á árangri fyrstu og síðustu kast- móta: 1956 1966 Einh. flugust. 24,16 m 47,85 m Tvíh. flugust. 35,50 m 56,40 m Beitukast 30 gr. 63,33 m 121,40 m Kastíþróttin þekktist ekki hér á íslandi fyrr en Kastklúbbur Is- lands hóf starfsemi sína, en hefur verið stunduð um áratugi í fjölda landa, bandaríska kastsambandið átti t. d. 50 ára afmæli fyrir nokkru. Áhugi manna á þessari íþrótt hefur aukizt mjög á síðari árum og hafa konur sem karlar og gaml- ir sem ungir sömu möguleika á því að njóta skemmtilegrar íþróttar og fá um leið holla og nauðsynlega hreyfingu. Kastklúbbur íslands er opinn öll um þeim, sem áhuga hafa á kast- fþróttinni og veitir fúslega nauð- synlegar upplýsingar um hana. Núverandi stjórn klúbbsins skipa þeir Bjami Karlsson, Sverrir Elfas- son, Björgvin Farsæth, Jóhann Guð mundsson og Kolbeinn Guðjónsson. Á þessu ári var heimsmeist- aramótið haldið 19. sept.—26. sept. í Scarborough í Englandi, og tóku tveir félagar klúbbsins þátt í þvf. Sendisveinn Piltur óskast til sendiferða, hálfan eða allan daginn. H.f. Hampiðjan Stakkholti 4. Sími 11600. „Verðið að bíða eftir flautunni" — sagði dómarinn og dæmdi af mark Breiða- bliks gegn Hafnarfirði i „Litlu bikarkeppninni" Um helgina kepptu lið Breiðabliks og Hafn- arfjarðarfélaganna í „litlu bikarkeppninni“ í knattspyrnu og fór leik- urinn fram í Hafnar- firði. Lauk leik svo að jafntefli varð, 1:1, en heldur voru leikmenn Kópavogsliðsins sárir í garð dómarans, enda ekki að ástæðulausu. Eftir tíðindalítinn fyrri hálf- leik byrjuðu Kópavogsmenn á þvf að skora og var Grétar Guð- mundsson að verki. Jóhannes Larsen jafnaði síðar fyrir Hafn- arfjörð 1:1. Þá kom að deiluatriðinu. Dóm arinn dæmdi aukaspymu á víta- teig, og Grétar Guðmundsson var ekki lengi að átta sig, stillti boltanum upp og skaut þegar að marki og lenti skotið óverjandi efst í homið. En dóm- arinn var ekki ánægður: „Þið verðið að bfða eftir flautunni", er haft eftir honum. Nú er það vitað mál að sú regla er úr gildi numin fyrir nokkrum árum og kom þetta leikmönnum því undarlega fyrir sjónir og mótmæltu þeir kröft- uglega án þess þó að minnsta mark væri á þeim tekið. Hins vegar má reikna dómar- anum það til „tekna“ í þessum leik að hann breytti ákvörðun sinni f eitt skipti, þegar honum varð ljóst að hann væri að gera rangt. Boltinn hrökk þá f Breiðabliksmann innan vftateigs og gat verið að hér væri um hönd að ræöa. Nú var boltinn aftur á móti mjög blautur og sást greinil. far eftir hann á búk leikmannsins og sannaði að ekki var um hönd að ræða. Lauk leiknum með jafntefli 1:1, og máttu Kópavogsmenn raunar vel við una, því að Hafnfirðingar áttu mun meira f leiknum. Var þetta fyrsta stig Breiðabliks í keppninni í fimm leikjum, en hins vegar misstu Hafnfirðingar af mikilvægu stigi, þvf þeir hafa nú 6 stig eftir 5 leiki, en möguleikar Akumes- inga eru stærstir f keppninni. 3 herbergja íbúð á hæð við Laugarnesveg Höfum til sölu 3 herb. íbúð á efstu hæð í tvf- býlishúsi ca. 85 ferm. Sérinngangur, suður svalir. íbúðin er nýstandsett og teppalögð. Lóð ræktuð, fallegt útsýni. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10 a, 5. hæ8. Sími 24850. Kvöldsimi 37272. y Námskeið 8 vikna námskeið fyrir framreiðslu- og aðstoðarfram- reiðslustúlkur hefst 4. okt. 1966 í Matsveina- og veit- ingaþjónaskólanum. Innritun fer fram í skrifstofu skól ans mánudag 3. okt. og þriðjudag 4. okt. kl. 5-7 síðdeg is. Nánari uppl. í síma 19785 kl. 4-6 alla virka daga nema laugardaga. Félag framreiðslumanna. Moskvitch bifreiða- eigendur athugið Geri við Moskvitch-bifreiðir. — Fljót og góð afgreiðsla. — Uppl. í síma 14113. Röska og áhugasama Stúlku sem getur séð um daglegan rekstur að nokkru leyti (í forföllum), vantar í vefnaðarvöruverzl un. Tilboð óskast send afgr. Vísis sem fyrst merkt: „Vefnaðarvöruverzlun 1633“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.