Vísir - 01.04.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 01.04.1968, Blaðsíða 2
VlSIR . Mánudagur 1. apríl 1968. ísland í sérflokki með Svíum og Dönum Unglingameistaramót í Xúns- bergi í Noregi um helgina undir- strikar svo ekkl verður um villzt að við erum á réttri leið í hand- knattleik. í þessari íþróttagrein halda um stjómvölinn menn sem vilja vinna kerfisbundið að því að gera handknattleikinn aö íþrótta- grein, sem ekki þarf að skammast sín fyrir á erlendum vettvangi. Væri betra að fleiri íþróttagreinar fetuöu í fótspor þeirra handknatt- leiksmanna. Pað var einkar ángæjulegt að heyra þau tíðindi að piltarnir okk ar náðu 3. sæti, ekki svo að skilja að það sæti sé svo eftírsóknar- vert, þegar hægt er að komast fram ar, heldur vegna þess að það var álit allra sérfróðra manna frá hin- um Norðurlöndunum, sem saman komu í Túnsbergi að ísland, Dan- mörk og Svíþjóö væru í sérflokki á mótinu og heppni ein hefði ráðið því hvert þe;rra hreppti titilinn í ár. ísiand tapaði fyrir Dönum og Sví um með sáralitlum mun í æsispenn andi leikjum, og í bæöi skiptin var það lukkan sem geröi út um hvem ig fór, og því miður snerist hún okkur i óhag í þetta skipti. Sviar og Danir gerðu jafntefli sín á milli 11:11. Gegn Svíum munaði sáralitlu, þeir unnu 14:13 í æsispennandi leik Lélegasti leikur íslands var gegn Finnum. Axel Einarsson, formaður HSl, og fararstjóri piltanna sagði í símtali í gær að íslenzka liðið hefði allan tímann haft frumkvæðið og sigur þeirra hefði í rauninni aldrei verið í vem legri hættu. Þegar 5 sek. vom eftir var staðan 12:10 fyrir Island, en þá var dæmt vítakast, sem Finnar skoruðu úr 12:11. Áður hafði ísland haft yfir með 9:7 og 10:7 og 11:9, og hafði raunar leik inn í hendi sér. Líklega hafa leik- menn verið minnugir þess að síðar um daginn áttu þeir að leika áríð- andi leik gegn Dönum. Leikurinn við Dani var harður og spennandi frá upphafi til enda. ísland skoraði fyrst, en Danir jöfn- uðu. Danir höfðu frumkvæðiö í fyrri hálfleik og komust í 4:2, en ís land skoraði síðustu 3 mörkin í hálfleiknum og hafði yfir 5:4 í hálf leik. Danir jöfnuðu 5:5 í seinni hálf leik og skora nú 3 mörk til við- íslenzku stúlkurnar í þriðja sæti á NM — en Danir urðu meistarar • ísienzku stúlkurnar lentu í | þriðja sæti meö 2 stlg eftir sigur ; gegn Norðmönnum, sem skipuöu síðasta sætiö með eitt stig (jafn- tefli við Svía 9:9) á Norðurlanda-. móti unglingalandsliða kvenna í | Lögstör í Danmörku um helgina. j Dönsku stúlkurnar unnu öruggan sigur, unnu alla sina leiki. O ísland vann sinn fyrsta ieik, en tapaöi í spcnnandi leik gegn Dön um með 8:4. Svíþjóð vann ísland í gær með 12:8, en i hálfleik var staðan 5:5 og segir NTB-frétt að leikurinn hafi verið mjög spenn- andi. Má því segja að allir unglinga landsleikir íslands um helgina hafi verið mjög jafnir, og gefi góð fyr- irheit um framtíðina í handknatt- \ leik. Danir unnu Norðmenn í sín- um síðasta leik með 13:5. Merkt framlag Islands til knattspyrnunnar: Línuverðir og dómarar senn óþarfir? Keflavík 1. 4. 1968, frá Magn- úsi Gíslasyni, fréttaritari Vísis. Aliar líkur eru til þess að línu verðir og jafnvel dómarar i knattspyrnuleikjum fari að heyra fortíðinni til. Ungum Kefl vikingi, Jóni E. T. Haraldssyni, hefur tekizt eftir tveggja ára tilraunir, að útbúa tæki, sem vinnur starf línuvarðanna af það mikilli nákvæmni, að engu skeikar, hvort heldur um er að ræða rangstöðu, knöttur út fyrir hliðarlínur eða inn fyrir mark- línu. Þar sem mikil leynd hefur hvílt yfir smíði þess og tilraun- um, er ekki hægt að svo stöddu að lýsa gerð „gervi-línuvarðar- ins“ fyrr en einltaleyfi hefur ver ið veitt fyrir framleiðslu hans. Þá er vitað að grafa verður ein- angraðan rafmagnsþráð undir út línur vallarins og einnig verður nð koma fyrir „transistorum“ í einum takka á hvorum skó frpem leikmanns, svo og í knett- inum. Þegar knötturinn fer yfir markalínur eða afstaða leik- manna verður þannig að um rangstöðu er að ræða, getur lít- ill rafeindaheili, sem er í þráð- lausu sambandi við „transistor- ana“, samband við flautu eða annað blástursverkfæri, sem óð- ar lætur í sér heyra, til merkis um að leikur skuli stöðvast. Eru merkin mismunandi, eftir leik- brotum t. d. er mark tvö löng hljóðmerki. Fréttamönnum, sem fengu að vera viðstaddir eina æfingu hjá Í.B.K.-liðinu þar sem „gerfilínu- vöröurinn' var reyndur, kom sam an um að uppfinning þessi væri merkasta framlag til knattspyrnu- íþróttarinnan á þessari öld og myndi ekki einungis kalla fram rétt úrslit leikjanna, heldur einnig koma í veg fyrir deilur og leiðindaskrif um vafasöm atriði' Okkur tókst meö herkjum að ná tali af uppfinningamanninum 10 siða bótar, staöan orðin 8:5. Danir leiddu nú meö 2-3 mörkum, eða þar til fjórar mínútur voru eftir að ísland kemst í 10:11. Nú komu tækifærin, sem glötuð ust, Vilhjálmur Sigurgeirsson átti vítakast sem danski markvörðurinn varði, og Ólafur Jónsson komst einn inn á línu strax á eftir, en skaut i stöng. Rétt á eftir fékk danskur leikmaður óvænt að bruna einn upp völlinn með boltann til að skora síðasta mark leiksins, 12:10 fyrir Dani. Þannig var það tilviljunin, sem réði því hvort skipaði 2. sætið í þessari keppni. Svíar og Danir tirðu jafnir með 7 stig, markatala Svía 71:46 færöi þeim sigurinn, en Island fékk 4 stig og 3. sætið. Svíar áttu mjög auövelt með Norðmenn, unnu þá með 24:11, en Valur Ben dæmdi þann leik og fórst það vel úr hendi. Meðal markahæstu manna keppn innar var Vilhjálmur Sigur- geirsson í 3. og 4. sæti meö Svia. skoraði 14 mörk, en í S. sæti kom Jón Karlsson með 13 mörk. Fyrstur varð Svíi, en annar Finni. Lokastaða keppninnar: Svíþjóð Danmörk ísland Noregur Finnland 4 4 4 4 4 3 1 3 1 2 0 1 0 0 0 71:46 55:40 48:47 50:68 0 42:65 Sækið sumaraukann Frá haustnóttum til vordaga er unnt að sækja sumaraukann með þyí að fljúga með LOFTLEIÐUM vestur til Ameríku eða suður til Evrópu og halda þaðan, þangað sem sólin skín allan ársins hring. Lág vetrarfargjöld og langt skammdegi freista til ferða allan veturinn, en einkum er þó heppilegt að sækja sumaraukann með LOFTLEIÐUM á tímabilum hinna hag- stæðu vor- og haustfargjalda, 15. marz— 15. maí og 15. september—31. október, en þá er dvalarkostnaður í sólarlondum víðast hvar minni en á öðrum árstímum. ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN 0G HEIM LOFTLEIÐIS LANDA MILLI js^ £ k WTLEIÐIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.