Vísir - 01.04.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 01.04.1968, Blaðsíða 9
 VfSIR . Mánudagur 1. apríl 1968. Það er mikill slasrur © O Spjallað v/ð Erlitig Vigfússon, tenórsöngvara, sem dvalizf hefur v/ð Kólnaróperuna í vetur 1 „Það er mikill slagur, fáir útvaldir en margir kallaðir, eins og þar stendur. Það getur orðið þung- ur róður að komast „á toppinn“ — sagði Erlingur Vigfússon, þegar blaðamaður spurði hann um framahorfur íslenzks söngvara við óperur í Þýzka- landi, en þar hefur hann sungið í vetur, við Kölnar- óperuna. Sjálfsagt geta fleiri óperusöngvarar hérlendir, sem reynt hafa fyrir sér við erlendar óperur tekið undir með Erlingi. Við litum inn í félagsheim- ili Kariakórs Reykjavíkur nú fyrir helgina þar sem Erling- ur var aö undirbúa konsert í Gamla Bíói, þessu virðulega „konsertleikhúsi“, þar sem velflestir kunnustu söngvarar okkar hafa troðið upp. Und- irleikari hans í þessari kons- ertferð situr við píanóið. Við höfum heyrt að hann væri ekki af verri endanum. — F. Palmer, þekktur hljómsÝeit- arstjóri og hefur meðal ann- ars stjórnað mörgum verkum við Köinaróperuna. ■prlingur var að syngja ítalska ^ aríu, þegar .við komum í gættina. Við leyfðum honum að ljúka við hana. — „Þetta er úr Fedora etfir Giowardaro", segir hann, þegar söngnum er lokið, og við tyllum okkur. — Ég er búinn að vera úti f rúm tvö ár, segir Erlingur, þegar við spyrjum hann um dvölina í Þýzkalandi. — Fyrst stundaði ég nám við Rínar- músikskólann — í söng, al- mennri músik, óperu og leiklist. Skólinn stendur frá 3. septem- ber fram í miðjan júlí og mað- ur gerir ekki annað á meðan hann stendur yfir. — Þú hefur auðvitað lagt mest upp úr söngnáminu? — Jú, en við höfðum ágæta kennara í flestum fögum, til dæmis skylmingum. Þarna voru vanir leikstjórar, sem kenndu leiktúlkun auk þess lærðum við nokkuð í pantómimu og sitt hvað fleira. — Er mikill munur á þessum svokallaða ítalska skóla í söng og hinum þýzka? — Kennarinn minn, Robert Blasíus heitir hann, hélt sér við þann ítalska. Það er ekki svo gott að skýra muninn. Hann liggur sjálfsagt að einhverju leyti í málinu, en það gæti kannski orðið viökvæmt mál ef maður hætti sér út x að skil- greina tækniiega muninn á þessum tveimur kennsluaðferð- um, segir Erlingur og brosir. — Er þetta stór skóli? — Já. Þetta er eiginlega skóli, sem bærinn rekur í Köln og b«r eeta bæði áhugamenn og atvinnumenn stundað nám. Nemendafjöldinn er geysimikill. — Hins vegar er þama iíka Akademía, fyrir músik. Hún menntar bæði söngstjóra og eiiileikara. Rinarmúsikskólinn er fillu frjálslegri í sniðum. — iSíðan hefur þú komizt að óperunni? Já, ég byrjaði þar í haust. Pyrsta hlutverkið var í óper- unni „Pickdan" eftir Tschaikow- sky. Ég söng þar hlutverk rússnesks liðsforingja, mjög skemmtilegt hlutverk. — Eru nemendur úr skólan- um ekki notaðir við ópemna í statistahlutverk. — Jú, þeir eru óspart notaöir f minni háttar hlutverk. — Eru hlutverkin orðin mörg eftir þennan vetur? — Þau eru orðin sextán f vetur. Ég söng meðal annars í „Cosi fan tútte“ eftir Mozart, Reurando og Rudolphe í La Bohem. Það er stærsta hlut- verkið til þessa. — Hvað er lengi verið að æfa upp óperuna? — Það tekur svona 1V2—2 mánuði aö æfa upp þessar stærri óperur eða fjölmennari, ef þær eru æfðar upp frá grunni. — Hvort lærist fljótar text- inn eða músikin? — Þetta kemur svona sam- hliöa, bezt að það fylgist að, annars fer það sjálfsagt eftir hverjum og einum. — pg hef tekið við mörgum af hlutverkunum af öðr- um söngvurum, sem hafa orðið að fara frá, hlaupið inn í. Þaö gat verið mjög spaugilegt, stundum. Ég var þá æfður einn sér á litlu æfingasviði, farið í stöðumar og mér gefnar viö- eigandi „instrúksjónir“ varð- andi hlutverkiö, síðan varð maður að gjöra svo vel að fara inn á sviðið, manni var „púttaö“ inn. Það var mjög furðifjegt fyrst, meðan maður þekkti ekki einu sinni mótleikarana. Kölnaróperan starfar svo til allan ársins hring. Það er er aöeins tekiö 1V2 mánaðar hlé á sumrin, frá miðjum júlí og út ágúst. Yfirleitt ganga sömu verkin nokkuð lengi, árin út kannski, þess vegna þarf oft að skipta um fólk í hluíverkun- um. Verkefnin eru mjög mörg á efnisskránni, um þrjátíu verk yfir árið. Þó eru ekki nema fimm til sex uppfærslur á ári. Það ér oft gert hlé á sýningum verkefnanna, kannski nokkrar vikur eða jafnvei mánuðir, síð- an eru þær teknar upp aftur. — Hvaða óperuverk njóta mestra vinsælda i Þýzkalandi? — Klassisku ítölsku óperunn- ar eru alltaf langmest sóttar. — Enn f dag. Palmer samsinnir þessu og hann hristir höfuðið, þegar blaðamaður minnist á Wagner. — Hann er að vísu eitthvað sóttur, en ekki nálægt þvi eins og ítölsku óperurnar. — TZemur ekki talsvert fram af nýjum óperuverkum? — Jú. það er talsvert um það. Við erum einmitt að byrja á einni „moderne“ óperu núna, „Dauðir leita dauðra" heitir hún. — -------------------------- konsertinn í Gamla Bíöi Erlingur og undirleikari hans F. Paimer, einn af kennurum hans víð Rínarmúsikskóiarin í fyrra. Það mun hafa verið ítölsk óperuaría, sem Erlingur var að syngja, þegar Ijósmyndari Vísis B. G. smellti þessari mynd af þein; féiögum. — Hún fjallar auövitað um eitthvað nútímavandamál? — Jú, það má segja það. Þetta er svona ,,fantasía“. Hún byrjar á atvinnuleysisskrifstofu. Það er atvinnuleysi í landinu og þegar einhver deyr sitja þeir sem eftir lifa um atvinnu hans ... Þannig er nafnið til komiö — Dauöir leita dauðra. — Er höfundurinn þekktur? — Nei, ekki myndi ég segja það. Hann er tónskáld viö sjónvarpið, vesturþýzka. . — Færir Kölnaróperan upp nútímaverk árlega? — Ailtaf öðru hverju, kannski ekki árlega. Það er mest flutt af þessum sígildu gömlu verk- um. — Hefurðu eingöngu lagt fyrir þig óperusönginn? — Nei, ég hef líka lagt stund á ljóöasöng. Og Palmer var einmitt kennari minn í því fagi við Rínarmúsikskólann. — Hvaö ætlarðu svo að syngja í Gamla bíói? — Ég er með tvær efnisskrár. Sú fyrri er mestmegnis ljóða- söngur. Þar á meðal nokkur fs- lenzk lög. Seinni efnisskráin, sem ég flyt á sunnudaginn er aðallega óperuaríur ... 'C’rlingur byrjaði ’ sinn söng- ^ feríl í Karlakór Fóstbræðra og stundaði þá jafnframt söng- nám hjá Demetz, hinum 'talska, sem hér hefur kennt söng um áraraðir. Hann byrjaði sxxemma að syngja einsöng með kórnum og syngja opinberlega á skemmtunum og við ýms tæki- færi. Hann ferðaðist rneðál annars mikið um landið og skemmti með söng sínum, svo jgúnaðarbanki íslands vann glæsilegan sigur i skák- keppni stofnana. Hlaut Búnað- arbankinn 20 vinninga af 24 mögulegum eða 83%. Vinning- ar inna: Búnaðarbankasveitar- innar skiptust þannig: 1. borð Jón Kristinsson 3V2 vinning af 6, 2. borö Bragi Kristjánsson 5V2 vinning, 3. borð Arinbjörn Guðmundsson 6 vinninga, 4. borð Guðjóri Jóhannsson 5 vinn- inga. Bragi, Arinbjörn og Guð jón fengu beztu útkomuna af öllum 2., 3. og 4. borðs-mönn- um. en á 1. borðii hlaut Guð- mundur Ágústrson beztu út- komu, eða 4'/2 vinning. Keppnin um 2. sætið var mjög jöfn, en Landsbankinn hreppti þaö með því að vinna ” ■'.forkumálaskrifstofuna 3:1 i síöustu umferð. Hlaut Lands- bankinn 14 vinninga en i 3.—4. sæti urðu Útvegsbankinn og barnaskólar Reykjavíkur með 13V2 vinning. Síöasti liður keppninnar er hraðskákmót og verðlaunaafhending sem verðwr í Lídó n.k. sunnudag kl. 1.30. Júgóslavneski stórmeistarinn S. Gligoric er þekktur fyrir ör- yggi sitt. Á millisvæðamótinu i Sousse var Gligoric eini kcpp- andinn sem slann taolaus frá þeim hildarleik. Vann (jiigoric 7 skákir en gerði 14 jafntefli. 1 eftirfarandi skák sýnir Gligorir hvernig verjast ber ð.nis ems af minni spáínönni’.uum. Hvxtt: Jimenez Svart: Gligoric Spánski leikurinn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5 0-0 Be7 6. d4 Jimenez forðast troðnar slóðsr 10 sfö* hann hafi hug á aö ílengjast ytra? — Þaö er alveg óráðið,’ ég veit ekki hvort ég kem heim í sumarleyfinu. — Þú kemur kannski og syngur við „óperuna" sem hér er tekin til starfa?" Það er möguleiki. Hugur- inn stefnir aliavega heim, segir Erlingur að lokum Við kveðium og ítalska arían hijómar á eftir okkur niður stig- ana í félagsheimili Karlakórsins við Freyjugötu. að hann er flestum kunnur, kannski hefur hann líka raun- verulega byrjað söngferil sinn í kirkjukór út á landi. Hann er ættaður undan Jökli frá Hellis- sandi og hans fyrstu afskipti af músik þar var að spila á ,,nikku“ á dansskemmtunum á táningsárunum. Margir muna eftir honum af sviði Þjóðleikhússins, en þar hefur hann sungið í tveimur ó- perum, fyrst , My fair Lady og síðan í Zardasfustinnan. — Við spyrjum Erling, hvort

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.