Vísir - 01.04.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 01.04.1968, Blaðsíða 16
VISIR Mánudagur 1. aprfl 1968. HLUTA AF MALLORCA Mikið hefur borið á því að undanförnu að íslenzkir aðilar keyptu upp lóðir á eynni Mallorcu. Nú hefur íslenzka ríkið að tilhlutan Ferðamálaráðs og forstjóra ferðaskrifstofanna hér fest kaup á allstóru landsvæði á eynni undir íslenzka ferðamannanýlendu. — Verður ferðamannastraumnum héðan væntanlega beint þangað næstu árin og ferðir á baðstrandir annarra landa takmarkaðar, eða jafnvel bannaðar með öllu. Mallorca er mikið sótt af ferðamönnum. Þangað koma meðal annarra þúsundir Norðurlandabúa sumar hvert, einkum Svíar. — standa vonir til þess að íslenzka ferðamannanýlendan á eynni bæti úr viðskiptajöfnuði okkar við útlönd, ekki sízt Norðurlöndin. ÞEFUÐU AF ÞYNNI TIL AÐ KOMAST J RÚS" Á víð og dreif um nýbyggingu Iðnskólans má finna slíkar dósir tómar, sem drengirnir hafa skiliö eftir sig. Cellulósaþynninn kaupa þeir í málningaverzlunum í tæplega líters stórum dósum. Á fimmtudags- nótt, er lögreglan var kvödd i ný- byggingu Iönskólans vegna elds, sem drengirnir höfðu kveikt i rusli uppi á fjóröu hæö hússins, fann hún tugi tómra slíkra dósa, en nokkrum sinnum hefur hún gert upptækar birgðir, sem drengirnir hafa verið búnir að viða að sér Áhrifin af efni þessu eru ekki ó- svipuð áhrifum áfengis, en gufan at því veldur ölvun, síðan svima og jafnvel ógleði. Nágrannar okkar Svíar hafa átt við nokkra erfiðleika að stríða vegna unglinga, sem hafa orðið nautn þessa efnis að bráð — algerir þrælar þess, líkt og eitur- m-> 10. síöa. Kaup þessi eru gerð með fullu -samþykki Alþjóðabankans, en til hans var leitað í haust um aðstoð vegna efnahagsöröug- leika íslendinga og ráðleggingar í því sambandi. En Alþjóðabank inn gaf þá það svar að þaöan væri engrar aðstoðar að vænta til íslenzkra atvinnuvega, nema dregið yrði úr gjaldeyriseyðslu íslendinga til feröalaga. — Er stofnun ferðamannanýlendunnar stór liður í gjaldeyrissparnaði landsmanna, segja sérfræðingar Alþjóða'bankans að hún myndi styrkja efnahagslega aðstöðu okkar út á við til muna. Til dæmis er talið aö þetta verði til þess aö auðvelda alla samn- inga um lendingarleyfi flugfé- laganna á Norðurlöndum. Auk þess má gera ráð fyrir að ís- lendingar leggi fram kröfu á næsta fundi Norðurlandaráös um að lagt verði niður 1% fram lag íslendinga til Norræna húss ins í Reykjavik. Samningar um kaup á hluta evjarinnar voru undirritaðir á laugardag, en spánski verzlunar fulltrúinn Pietro Lopez kom hingað til lands í gær til þess að ræða samningana nánar. Ráöuneytisstjóri samgöngumála ráðuneytisins annaðist samning- ana af íslands hálfu og hafa forstjórar feröaskrifstofanna verið honum til ráðuneytis. Hér er um allstórt lands- svæöi að ræða, um þriðja hluta eyjarinnar. Ennfremur er þess getiö í samningunum aö íslend- ingar hafi forkaupsrétt á því landssvæði eyjarinnar, sem kvnni að verða selt í framtíö- m—V 10. síða Undirskrift samninganna fór fram í lystisnekkju innanríkisráðherra Spánar, Manuel Lorenzo Turmat, sem er tengdasonur Frankós einræðisherra. Pietro Lopez er aö skrifa undir, og fulltrúar íslands eru til vinstri á myndinni. aðkurinn að étaj Ibryggjuna I sundurj • © Elli og maðkur liafa lagzt á • eitt við að koma „Gömlu bryggj J unni“ í Hafnarfirði á kné, en • hún er svo hrörlcg orðin, að % nálega hver snýta í henni er 2 ormétin og sumir bryggju- • staurarnir komnir í sundur. o o ,,Hún hefur verið í notkun 2 síðan 1914“, sagði Óskar Guð- • mundsson, bryggiuvörður í o morgun. „Hefur hún auðvitað 2 mörgum sinnum verið endur- » bætt, en nú stendur víst til að 2 leggja hana niður. Það er eig- » lega hætt að nota hana og bú- • ið hálfpartinn að girða hana af. 2 Ilvenær hún verður rifin, veit • ég ekki, en, ef lengja á þilið við 2 uppfvllinguna, þá verður hún fyrir, og verður þá sjálfsagt lát J in hverfa, eins og hvert annaö • gamalt rusl.“ • Bryggjuvörðurinn sagði, að 2 bátar væru alveg hættir að 2 landa við bryggjuna, en, þegar • ljósmyndari blaðsins átti leið 2 fram á bryggjuna, voru engir • tálmar á leið hans, né neitt, • sem benti til þess, að umferð 2 út á hana væri ekki frjáls, og • tveir bátar voru nýbúnir að • landa viö hana loðnu. 2 í vondum veðrum gengur • bryggjan öll til og furðar engan 2 á því, sem séð hefur, hvernig • hún er útleikin, en þessa mynd • tók Ijósm. Vísis, Kr. B. af ein- 2 um bryggjustaurnum. • Bifreiðnskoðun esð hefjast Blfreiðaskoðun í lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur hefst á morgun og ber á öllum bifreiðaeigendum, sem eiga bifreiðir með númerunum R-1 til R-200 að koma með bifreið ir sínar til Bifreiðaeftirlitsins Borg artúni 7, milli kl. 9 og 12 og 13- 16.30. Miðvikudaginn 3. apríl verða skoðaðar bifreiðir með númerunum R-201 til R-400. Fimmtudaginn bif- reiðarnar R-401 til R-600 og á föstu dag R-601 til R-750, en á laugar- dag er aðalskoðun ekki fram 10. síða — Liggja i hálfsmiðuðum byggingum — „Stór- hættulegt heilsu manna" segja læknayfirvöld Komið var að hóp drengja á aldrinum 13—16 ára viö nýbygg- inguingu Iðnskólans á föstudag og voru sumir þeirra ölvaðir af áhrifum cellulösaþynnis-vökva, sem málarar nota til þess að þynna út Iakk — sem er stórhættulegur andlegri og líkamlegri heilsu þeirra. Höfðu þeir vætt tuskur í þynni og andað að sér gufunni, þar til þá fór að svima. Þetta hafa þeir gert um alllangt skeiö og lítur einna helzt út fyrir, að þetta sé orðið þeim svo mikil nautn, að þeir geti ekki hætt við þennan óvana. í næstum heilt ár hefur lögregl- setið í hóp að kvöldlagi inni í hálf an margoft verið kvödd upp að Skólavörðuholti vegna ýmissa vandræða, sem leitt hafa af drengjum þessum, og þa oft komið að þeim. þar sern drengirnir hafa gerðri byggingunni yfir töluverö- um birgðum af þynni og þá oft veriö í dúndrandi rús. Stund um þannig á sig komnir að þeir vissu hvorki nafn sitt né aldur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.