Vísir - 19.04.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 19.04.1968, Blaðsíða 1
Hundrað bátar berjast um fískinn á litlu svæði ■>*>! ?>*->’ * ' * *, < ,>í í «*f —i : Unnið að framkvæmdum vegna H-dagsins I morgun á Hlemmtorgi, þar sem strætisvagnar fá að- setur. 180 manns vinna að gatna- framkvæmdum / • Það er þröngt á þingi þessa dagana á fiskimiðunum fyrir vestan Vestmannaeyjar. Þar eru á örlitlu svæði um 100 bátar að veiðum og nota bæði nót og net. Netabátar kvarta yfir veiðiaðferðum nótabátanna, sem í staðinn saka netabátana um að leggja net sín fyrir sér. Skapast þarna miklir erfiðleikar, enda eiga þessi veiðarfæri illa sam an, sérstakiega á örlitlu svæði og það í myrkri. Algjör ördevöa er á miðunum við Snæfellsnes og hafa bátar þaðan fariö suður. í Vestmanna- eyjum landa um 70 bátar dag- lega og í gær var landað 6-700 tonnum þar, og voru bátarnir með frá 4 upp í 30 tonn af heldur smáum fiski. Aðeins var vitað um einn nótabát sem fékk a¥la, var það Reykjaborg með 50—60 tonn. Til Þorlákshafnar var siglt með 684 tonn í fyrradag en 480 tonn 1 gær. Það voru „út- lendingarnir" í þessum mikla fiskibardaga sem lönduðu þar, og var um 100 tonnum ekið til Reykjavíkur. Báða dagana lönd uðu 36 bátar í Þorlákshöfn og voru þeir frá Reykjavík, Snæ- felsnesfi, Siglufirði og víðar að. — Unnið að breikkun þriggja stórra umferðargatna — Kringlu- mýrarbraut framlengd til norðurs og suðurs — Varanleg merking gatna befst i byrjun næstu viku Um 180 manns vinna nú að gatnaframkvæmdum í Reýkjavík- urborg, að því er Ingi U. Magnússon, gatnamálastjóri sagði Vísi í morgun. Þessar framkvæmdir eru margs konar og eru víða um borgina. Sumar þessar framkvæmdir eru nátengdar gildistöku H-umferðar 26. maí, og verður þeim lokið fyrir þann tíma, en öðrum verður iokið síðar. Meðal þeirra nýjunga, sem byrjað verður á í byrjuo næstu viku, er varanleg merking gatna s borg- inni, og verður notuð ný vélasamstæða frá Danmörku við þær framkvæmdir. Þessi mynd var tekin í morgun í sundlaug Breiðagerðisskóla, — verið var að hreinsa laugina. Skemmdarverk í Breiðagerðisskóla Nú er unnið að breikkun þriggja mikilla umferðargatna í borginni. Unnið er að breikkun Hverfisgötu, milli Snorrabrautar og Þverholts, en eftir gildistöku H-umferðar verða allt að fimm akreinar á þeim hiut.a Hverfisgötu. Þá er unniö að breikkun Suður- landsbrautar til suðurs milli Grens- ásvegar og Álfheima, en þar verður sett upp miðeyja til aðstoðar um- ferðinni. Einnig er unnið að breikk un Borgartúns á mótum Laugar- nesvegar. Einna mestu framkvæmdirnar eru við framlengingu Kringiumýrar •-rautar frá Hamrahlíð, suður yfir ^-ústaðaveg og niður að Sléttuvegi Mun sá vegur verða tekinn í notk- un seinna í sumar. Ennfremur er unnið að framlengingu Kringiumýr arbrautar til noröurs frá Laugavegi að Sigtúni. Malbikunarframkvæmdir í stærri stíl hefjast bráðlega. Nú er verið sð vinna að undirbúningi að malbik un Grensásvegar yfir hæðina frá Skálagerði að Bústaðavegi, einnig að undirbyggingu vegarins meö- fram Elliðavogi frá Suðurlands- braut að Holtavegi. f nýjum iðnaðar- og íbúðahverf- um er nú unnið vegna frágangs lóða, svo sem að lögnum í götum. Er hér um að ræða iðnaðarhverfi í Ártúnshöfða, og íbúðahverfi viö Breiöholtsveg og í Breiðholti. Þá sagði Ingi O. Magnússon, að unnið væri um alla borgina að uppsetningu stólpa fvrir umferðar merki með tilliti til H-umferðar, og einnig uppsetningu nýrra umferð- 1H>- 10. síða. Húsvörður Breiðagerðisskóla varð þess var í morgun, að ein- hverjir höfðu komizt inn í sund- iaug skólans, líklega einhverjir krakkar, og höfðu leikið sund- laugina frekar óþrifalega. Hafði þvottaefni og ýmsu Iauslegu verið fleygt í laugina, en ekkert hafði veriö brotið oe engu stol- ið. UBPir- I r r r * — Öryggisverðir NATO munu ganga.úr skugga um að svo sé ekki fyrir fund bandalagsins hér i Reykjavik i júni nk. Vorfundur utanríkis- geysimörgum erlendum ráðherra NATO eða Atl- antshafsbandalagsins verður haldjnn hér á landi dagana' 24. og 25. júní næstkomandi. Fund urinn verður sóttur af gestum, og talið 2r, að 270—80 manns muni koma í þeim tilgangi — fyrir utan blaðamenn sem gætu orðið um 125. Fréttamaður Vísis átti í morg- un viðtal við Tómas Á. Tómas- son deildarstjóra í Varnarmála- deild utanríkisráðuneytisins, en hann hefur manna mest unnið að undirbúningi og skipulagn,- ingu fundarins. Tómas sagöi, að formlega hefði veriö boðað til þessa fund- ar í desember sl. á vetrarfundi aðildarríkja NATO, sem hald- inn var í höfuðstöðvunum í Bruxelles, en undirbúningur hefur þó staðiö lengur og fyrir nokkrum árum var byrjað að kanna, hvort unnt yrði að halda slíkan fund hér á landi. Utan- ríkisráðherrar halda með sér árlega a.m.k. tvo fundi, og er vetrarfundurinn ávallt haldinn í höfuðstöðvunum, en vorfund- irnir í höfuðborgum aðildar- ríkjanna, sem eru 15, þannig að röðin er komin að Islandi, þar sem öll ríkin hafa haldið fund þennan og sum tvisvar. 10. síöu. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.