Vísir - 24.04.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 24.04.1968, Blaðsíða 1
58. árg. - Miðvikudagur 24. aprfl 1968. — 89. tbL Engin hætta lengur af klakastíflunni Geysilega mikil klakastífla hefur myndazt í Skjálfandafljóti og var á tímabiii hætta á að fljótið flæddi yfir bakkana. Blaðið hafði samband við Kristján Sigurðsson bónda á Lundabrekku i Bárðardal og sagði hann að stíflan væri nú orðin nokkru minni og ekki taldi hann hættu stafa af henni lengur. „Það hafa komið smáhlaup í fljót ið, en þau hafa lent hinum megin við eyju, sem er í fljótjnu, en þar er fljótið mjög vatnslitiö. Hafa þvi engar skemmdir orðið af þessum hlaupum ,og ég held að við séum úr allri hættu. Þegar stiflan var stærst um daginn var hún um 4—5 km og geysilega fyrirferöarmikil,“ sagði Kristján. ÁSTAND HROSSANNA í ENGEY REYNDIST SÍÐUR EN SVO SLÆMT Yfirdýralæknir og héraðsráðunautur ranns'ókuðu ástand hrossanna og hafa gefið skýrslu um málið Útigangshrossin í Engey hafa verið talsvert til umræðu nú í vor og siðari hluta þess kalda vetrar, sem nú er að kveðia. Menn hafa gjarnan skipzt i tvo hópa i af- stöðu sinni til veru hrossanna í eynni og er hann mikiu stærri hópurinn sem hefur álitiö það ó- hæfu, að láta hrossin ganga i eynni yfir vetrarmánuðina og hefur þetta IIUMET HEIMSMET nefnist lítill dálk- ur, sem byrjar í blaðinu i dag (bls. 8) og verður hann dagiega í blaðinu hér eftir. Verður þar skýrt frá ýmsum heimsmetum svo sem stærsta manni í heimi, lengstu jámbrautarteinum i heimi, dýrasta frimerki i heimi, kaldasta hnetti í heimi o. s. frv. Óski lesendur eftir að fá eitt- hvað sérstakt i þennan dálk er þeim velkomið að hringja til blaðsins með óskir sína. gengiö svo langt, aö Dýravernd- unarfélagið hefur haft afskipti af máiinu og kærði það m. a. hrossa- eigendurna á sl. ári. Nú hefur það nýtt skeð í mál- inu, aö tveir sérfróðir menn, hafa farið út í eyna, að tilmælum sýslu- mannsins í Guilbringu- og Kjósar- sýslu, en Engey heyrir undir hans umráðasvæði. Blaðið hafði í mogun tal af Pétri Hjálmssyni ráðunaut, en hann var annar þeirra sérfræðinga sem fóru út í eyna en hinn var Páll A. Pálsson yfirdýralæknir og fóru þeir Pétur og Páll um síðustu helgi. Pétur sagði m. a.: — Við höfðum ekki tækifæri til að handleika hrossin, en gátum komizt mjög nærri þeim til at- hugunar. Við teljum holdafar hross anna gott, miðað við holdafar úti- gangshrossa og þau voru frískleg, enda brugðu þau á leik, ef þau voru rekin til. Það verður ekki séð að þau hafi liðið skort í vetur. Á evnni var talsvert um sinu, eink- um vestantil og gátum við ekki séð að hrossin hefðu gengið hart að landinu. Nóg er af vatni í eynni og skjól víða, til dætnis við fjós og hlöðu heima við gamla bæinn, fjárhústóftir, túngaröar, kálgarðar og byrgi sem hlaðin eru víða um eyna og loks má telia skjól sem fæst í rústum af hernaðarmann- virkjum f eynni. Hins vegar má geta þess, að ýmsar hættur leynast í eynni, svo sem af ýmsu drasli, naglaspýtum.járnplötum og gadda- vír. Þá má geta þess, að gróður er að stinga upp kollinum í eynni um þessar mundir, en venjulega grær eyjan snemma á vorin. Loks má geta þess, að hrossa- flutningar úr og í eyna eru oft á tíðum erfiðir og getur því eftir- lit orðið erfitt á köflum, ef ótíð gerir og teljum við hæpið að hafa hross f eynni á vetrum á meðan svo er og eyjan óbyggð. I Honum Hjálmi litla Péturssyni, I að Markholti 12 í Mosfellssveit, I áskotnaðist glæsileg sumargjöf í gær, en þá eignaðist hryssan I hans, hún Freyja frá Laugar- I dælum, sitt fyrsta folald, og var , það hryssa. í morgun spurðum við Hjálm, sem er 9 ára, hvort ' hann hefði ákveðið nafn á fol- I aldið og sagðist hann ætla að , skíra það Björk. — Björk, sem aöeins er einnar nætur gömul, er jörp að lit og falleg eins og ' i öll folöld eru. VÍSIR óskar lesendum gleðilegs sumurs Fjölbýlishúsabyggingar stöðvaðar á AKUREYRI » — urðu útundan hjá Húsnæðismálastofnuninni ■ Síðustu þrjú ár hef- eða yfir 50 færri íbúðir ur bygging íbúðarhús- næðis á Akureyri dreg- izt verulega saman, svo að á þessu ári verða um í smíðum en voru 1966, ‘ en þá var 271 íbúð í smíð um, 1967 voru þær 244, en 1968 verða þær 220. Hengja / skreið vegna saltleysis — Skreiðin illseljunleg nemu ó Ítulíumurkuð — Akrunesbútur uflu vel, en sultleysi skupur tjón — Eyjumenn reynu uð fú sult fró Færeyjum ■ Saltskortur er nú alvar- lega farinn að gera vart við sig á helztu verstöðvum landsins. Vísir fregnaði í morgun, að salt hefði verið skammtað í Vestmannaeyj- um, Fiskvinnslustöðvar á Akranesi eru algjöriega salt- lausar, en salt kom tii Kefla- víkur í morgun, en þá hafði þar verið mikið saltleysi. Tjón það, sem stafar af þess- um saltskorti, getur orðið mjög mikið, þar sem hengja verður fiskinn upp, en ef salt væri fyrir hendi yrði hann allur saltaður. Upphengdur fiskur, öðru nafni skreið, er illseljanlegur eða óseljanlegur nema á Ítalíumarkað, og von- ast menn til, að sá fiskur, sem nú er hengdur upp. kom- ist á bann markað. 1 fyrri viku komu um 2000 lestir af salti til Vestmannaeyja, en það magn var skammtað, og fengu fiskvinnslustöðvarnar ekki það, sem þær vant- aði. Hafa útvegsmenn nú reynt að fá salt frá Færeyjum en ekki er vitað um árangur enn. Salt- skip kom í morgun til Keflavík ur, og aruiað er væntanlegt í fyrramáiið. Afli bátanna er mjög misjafn nema Akranessbáta en þeir öfl uðu mjög vel í gær, 35 — 50 lest ir á bát. Er vertfðin hjá Skaga mönnum nú heldur betri en á sama tíma í fyrra. Saltskortur er tilfinnanlegur orðinn, en salt fá Skagamenn ekki fyrr en á föstudag. Hafa þeir orðiö aö hengja upp fisk um alllangan tíma fisk sem færi annars í salt og yrði þar af leiöandi verð- mætara hráefni. M->- 8. síða. Beinar afleiðingar eru einkum tvenns konar: Annars vegar verkefnaskortur hjá bygginga- iönaðinum, svo að starfsmenn hans verða í meira mæli að leita annars staðar eftir vinnu, eink- um sunnanlands, þar sem ríkis- valdið stendur fyrir miklum framkvæmdum um þessar mund ir. Hins vegar eru stórvaxandi hömlur á aðflutningi fólks og stofnun nýrra heimila unga fólksins í bænum. Orsakir þessa eru: 1 fyrsta lagi hið almennt versnandi efna- hagsástand í þjóðfélaginu, og í öðru lagi, vinnubrögð yfirstjórn ar húsnæðislánastarfseminnar og önnur viðhorf peningastofn- ana á Akureyri, heldur en hér í Reykjavík, og sinnuleysi bæjar- yfirvalda þar. í nýútkomnum íslendingi er frá því skýrt, að út á 22 ibúða fjölbýlishús, sem fokhelt var fyrir áramót 1966—67, hafi að- eins verið lánað eitt lán frá Húsnæðismálastofnuriinni, og voru þó sendar inn 13 umsóknir samtimis fyrir 15. marz 1967. Allir aðrir Akureyringar, sem áttu byggingar á sama stigi og sóttu um á sama tíma, hafa fengiö sin lán. — Það munar um minna í byggingariðnaðinum >- 8. síða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.