Vísir - 08.05.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 08.05.1968, Blaðsíða 9
VI SIR . Miðvikudagur 8. maí 1968, 9 :;Í:íÍ^:I^'Í ' -■ • '■ íiííírs:'''■íilí'ií:| ...; « « , I; ■ * 1 ; . ■.:'' f '' ■:.. ' ■: : ..'• WnmwiBi'm ^ m <fc1 :■:; :.< g: '' V* v > v < ' i ; •• >•.'• ••. . . Wfc. M ’fi *-->v • ' — - t ■■- - - • *"*+ i- ''■.■.■r/. W. ÍSSsiii mm ::''■■■ £« " ' ' / * " : ■ «« v, Egiisstaðir: Þetta er mynd af aðalskipulagi Egilsstaða í fram- Hvernig verður umhorfs þar í framtíðinni? — Skýrt frá drögum að framtíðarskipu/agi i Keflavik-Njarð- i vikum, Hafnarfirði, Garðahreppi, og Egilsstöðum J ört vaxandi þjóöfélagi gerist þess æ meiri þörf að vel sé unniö að skipulagsmálumö reynt að skyggnast inn í framtíöina til aö sjá fyrir hver þróun verð- ur, til að haga undirbúningi eftir því og auka hagkvæmni á alla lund. Allir munu að vísu á einu máli um nauðsyn skipulags og samræmingar, þótt þeir sem við skipulag vinna mæti ekki alltaf skilningi og vinsemd i starfi sínu, því að sumum finnst það kannski ógreiðvikni ellegar meinbægni að meina manni aö setja kvist á sitt eigið hús eöa setja upp hjólbarðaverkstæði í bílskúmum hjá sér. Það er auö- velt að gera sér ljóst, hversu lagsmál er kveðið á um, að allir kaupstaðir, kauptún og þorp, þar sem eru 100 íbúar eða fleiri, séu skipulagsskyldir. Auk þess getur ráöherra úrskurðað, að skipulagsskyldan nái til annarra staða, þar sem telja veröur sér- staka þörf á, að byggt sé eftir skipulagi, k ráðstefnu þeirri, sem nú stendur yfir í Reykjavík um skipulags- og byggingarmál, eru til sýnis uppdrættir eða lík- ön af tillögum og hugmyndum um framtíöarskipulag á ýmsum stööum. Þessar teikningar eru um margt nýstárlegar og þar koma j Keflavik —Njarðvíkur —Keflavíkurflugvöllur Þetta er lausleg j tillaga um að- alskipulag svæðisins eftir Sigurö Thoroddsen. Teikningin er í litum, sem sýna skiptingu svæðisins í íbúðasvæði, iðnaðar- * svæði, svæði fyrir stofnanir og opið svæði. Austur er upp á 1 myndinni. 1 horninu nokkru fyrir ofan miðja mynd er, lands- \ höfnin í Keflavík. nauðsynlegt skipulag er. Ef þess nyti ekki við, værí ,,kaos“ eða ringulreið eina orðið til aö lýsa ástandinu. En skipulag er ekki gamalt í byggingamálum hér á landi, þvert á móti hafa framfarirnar á því sviði orðið langtum stór- stígastar á síðustu örfáum ár- um. í grein eftir Pál Líndal borgarlögmann í 4. hefti Hand- bókar sveitarstjórna segir: „Oröið skipulag í þeirri merk- ingu, að átt sé við tilhögun eða niðurskipun byggöar er ekki gamalt orð í ísienzku máli. Ég hef ástæðu til að ætla, að það sé aöeins um 50 ára gamalt. Skipulagsmál eiga sér hins vegar lengri sögu, þótt sú saga sé næsta stutt, miðað við það, sem gerist í öðrum löndum. Til þess li-crur sú au-ljósa ástæða, að ísl. bjuggu fram á þessa öld að kalla allir í dreifbýli, ef undanskildir eru fáeinir kaup- staðir og smáverzlunarstaðir. Skipulagsmá' eru vandamál, sem skapast með myndun þétt- býlis og við það að upp rísa bssir. Það vp_r því hér í Reykja- vfk. áS skinulagsmái komu fyrst til meðferðar, þegar hér hófst fyrstur bær á landi hér.“ í 4. grein laganna um skipu- fram frumlegar og djarfar hug- myndir Þar er aö finna lauslega tillögu frá Sigurði Thoroddsen arkitekt um aðalskipulag „Keflavík - Njarðvíkur - Kefla- víkurflugvöllur". Þama er um að ræða hugmynd um væntan- legt skipulag þessa stóra svæð- is, ef samvinna verður um það í Keflavík, Njarðvíkum og á Keflavíkurflugvelli. I skipulag- inu er heildarsvæðinu skipt í íbúasvæði, iönaðarsvæði, svæði undir stofnanir og opin svæði. f Keflavík er gert ráð fyrir stórri landshöfn. Þá er þarna líkan af nýju hverfi við Hafnarfjörð, vestan Reykjavíkurvegar. Á því líkani er iðnskóli staðsettur rétt við Reykjavíkurveg, og gert er ráð fyrir íþróttasvæði og íþrótta- leikvangi vestar hjá Víöistöðum ofan við Herjólfsgötu. Líkan er þarna af uppdrætti af skipulagstillögu yfir miðbæ Garðahrepps eftir Sigurö Thor- oddsen arkitekt. Þar er gert ráð fyrir hátíðasvæði fyrir útisam- komur, bækistöð fyrir póst, síma og slökkvilið, hóteli. bíói, leik- húsi, ellih jimiii og kirkju, fé- lagsheimili. bókasafni og veit- ingastofu. Gert er ráð fyrir, að miðbær Garðahrepps standi við Vífil- staöaveg, austan þeirrar byggð- ar, sem nú er í Silfurtúni. Að lokum má telja upp, að þarna er uppdráttur af fram- tíðarskipulagi Egilsstaða eftir Magnús G. Bjömsson. Þar er gert ráð fyrir ýmsum bygging- um í sambandi við menntaskóla og heimavist fyrir hann. Þar er einnig gert ráð fyrir læknamiö- stöð og elliheimilahverfi, bygg- ingu fyrir sveitarstjóm, lög- reglu og slökkvilið, iþrótta- og sundhöll, lista-, byggða- og bókasafni, leikvöllum og fleiru, sem til þarf í nútímalegum bæ. Þótt fyrir liggi drög að fram- tíðarskipulagi, er ekki auðvelt að gera sér í hugarlund, hvern- ig þar verður umhorfs í fram- tíöinni. Þó hafa margir gaman af þv£ að reyna að skyggnast inn í framtíðina, og hugmyndir sumra hafa jafnvel ekki reynzt svo fjarri lagi. Það er talið, að Tómas Sæ- mundsson hafi fyrstur manna ritað um skipulagsmál Reykja- víkur og raunar skipulagsmál hér á landi f ritgerð í 1. ár- gangi Fjölnis árið 1835, og merkilega margt af þvf, sem þessi ágæti klerkur sá fyrir sér þá — fyrir meira en 130 ámm síöan — er orðið að veruleika nú. í sambandi við skipulagsmál almennt og ráðstefnu þá um skiþulags- og byggingarmál og nýja fasteignamatið, sem nú stendur yfir, ræddi tíðindamað- ur stuttlega við Pál Líndal, borgarlögmann, sem er formað- ur Sambands ísienzkra sveitar- félaga. Páll sagði meðal annars, að mikil nauðsyn væri á að kynna skipulagsmálin betur en nú er gert, og m.a. ( þeim tilgangi kemur núverandi ráðstefna saman. „Það eru flestir sammáia um að gagnrýna Rauðarárholtið,“ sagði Páll, „en þar var byrjað tíðinni, sem Magnús G. Björnsson hefur gert. Noröur er upp á myndinni. Stóra byggingin, sem er neöst á myndinni og litlu húsin hjá er menntaskóli og heimavist. Fyrir ofan u. þ. b. á miöri mynd er íþróttaleikvangur og fyrir ofan hann L-laga bygging, þar sem er félagsheimili og hótel, þar næst er lista-, byggða- og bókasafn. Vinstra megin, rétt ofan við miðja mynd er læknamiðstöð og þar hjá elliheimila- hverfi. að byggja fyrir meira en fjöru- tíu árum — eða löngu áðjir en skipulag kom til sögunnar. En þótt auðvelt ætti að vera að sjá í hendi sér nauösyn skipu- lags, eru talsvert margir, sem eiga erfitt með að skilja, hvers vegna þeir mega ekki ráðskast aö vild með sín eigin hús. Ef það væri leyft, gætu hversdags- legustu atvik haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar. Eins og til dæmis, ef elzta dóttirin færi á ball ...“ Og nú skilur fréttamaðurinn hvorki upp né niöur. „Það er ekki von þú skiljir þetta," segir Páll, „Það er meira sagt f gamni en alvöru. Það sem ég á við er: Ef elzta dótt- irin færi á ball og krækti sér í mann, svo aö innan skamms fjölgaði í fjölskyldunni, þá er varla nema eölilegt, aö faðir hennar vilji fá leyfi til að lyfta þakinu ofurlítið til að geta bætt við einu eða tveimur kvist- herbergjum. En þetta eina kvistherbergi breytir óneitan- lega svipnum á húsinu, og hús- ið svipnum á hverfinu. Og fái einn að bæta kvisti á sitt hús, vill nágranninn skiljanlega fá að gera hið sama, þannig að á- standið gæti orðið fjarri því, sem upphaflega var gert ráð fyrir, ef f hverju húsi í heilu hverfi byggi ein fjölskylda um- fram það, sem áætlaö var í upphafi. Já, það gæti dregið dilk á eftir sér, ef elzta dótt- irin færi á ball ...“ Nýtt hverfi við Hafnarfjörð: Þetta er líkan af fyrirhuguðu hverfi við Hafnarfjörö, vestan Reykjavíkurvegar, sem er neðst á myndinni. Viö Reykjavikur- veg er 'önskóli og ofar til vinstri eru Víðistaðír og fyrirhugaö íþróttasvæði. Vegurinn et»x í horninu til vinstri er Herjólfsvegur, en Hjallahraun er gatan, sem liggur inn í hverfið, hægra megin viö miðja mynd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.