Vísir - 22.05.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 22.05.1968, Blaðsíða 1
/ „Geysilegur munur á gróðri eftir þessa rigningu" 58. árg. - Miðvikudagur 22. maí 1968. - 111. tbl. — segir Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri <$> „Þaö er óhætt að segja að vætan síðasta sólarhring hafi fært líf í allan gróður hér I borginni,“ sagði Hafliði Jórisson, garðyrkjustjóri borgarinnar, í viðtali við Vísi í morgun. „Það má siá geysimikinn mun á gróðri frá því í fyrradag. Tún hafa grænkað og brum er Á iaugardaginn verður sýningin íslendingar og hafið opnuð f íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugar- dal. í morgun var verið að leggja síðustu hönd á ýmsa sýningarbásana, en myndin var tekin í morgun yfir sýningarsalinn. —> „Hans Sif" hefur legið i kyrrum sjó i vetur og nú verður reynt að ná skipinu á flot og bjarga þvi ■ Á morgun mun Ieiðangur Ieggja af stað til að bjarga skipinu „Kans Sif“, sem leg- ið hefur á strandstað í vetur úti af Rifi. Gerð verður til- raun til að ná skipinu á flot, og síðan verður ef til vill reynt að koma því inn til Húsavikur. Tíu eða ellefu manna hópur hefur tekið sig saman um björg- unina, og eru þar fremstir í flokki Bergur Lárusson, sem al- kunnur er af tilraununum til að finna „gullskipið“ á Skeið- arársandi, og Einar Jóhannes- son á Húsavík, sem keypti síld- armjölsfarminn, er „Hans Sif“ hafði innanborös, þegar skipið strandaði. Bergur Lárusson tjáði blað- inu í morgun, aö þeir félagar mundu leggja af stað norður á morgun. Hann sagði aö það væri tvímælalaust hafísnum að þakka að von væri til þess að bjarga mætti skipinu. Hann hefur vernd aö þaö fyrir sjógangi, svo að lítill sjór er um borð, nema hvað vélar hafa. verið í kafi að nokkru leyti, en eigi aö síður er ekki ólfklegt að hægt' verði að setja þær í gang. Kafað verður niður að skipinu og með rafsuðu og logsuðutækj- um reynt að koma í veg íyrir leka. Björgunarmennirnir hafa ekki keypt skipið, og reyna björgun- ina með þeim skilmáiursi, sð takist hún ekki fái þeir ekkert fyrir snúð sinn, en annars að sjálfsögðu björgunarlaun, þ. e. a. s. „no cure — no pay“. Bergur sagði, að sjór hefði ekki komizt í rafmagnstöflur, en aftur á móti hefðu einhverjir iagt leið sína út í skipiö í vet- ur og vor og unnið spjöll á rafmagnstækjum. Hafa verið brögö að því, að óráðvandir menn hafi farið um borð og haft meö sér það af lauslegum munum, sem þar er að finna. Og sagði Bergur að umgengnin þar væri eins og eftir loftárás. Þaö er að sjálísöigöu óheimilt öllum óviðkomandi að fara um borð, og vitaskuld bannað að 10. síðu. Ný bón- og þvottasföð tekur til starfa Að Laugavegi 118 í húsnæði því, sem áður var viðgeröarverkstæði h.f. Egils Vilhjálmssonar hefur nú verið stofnað nýtt fyrirtæki, bón og þvottastöð þar sem fólk getur valið um hvort það vill heldur hreinsa og bóna bíla sína sjálft í rúmgóðu húsnæ^i eða fengiö aðstoð starfsfólksins áð einhverju eða öllu leyti. Starfsemi þessi verður hafin I dag og verður opiö alla virka daga frá kl. 8—19. Viðskiptasími fyrirtækisins er 21145. komið á tré. Þetta er raunverulega fyrsta rigningin síðan siðasta vetrardag, og jörð var orðin ákaf- lega þurr. Þessi væta ætti því að bjarga öllum vorgróðri, þó að seint sé“. Hafliði sagði ennfremur að nú væri skrúðgarðavinna að komast í fullan gang, og sagði hann að óvanalega mikið Verk væri nú að hreimsa garöa, vegna mikilla snjóa- laga í vetur, sem hafá gert það að verkum, að ekki hefur verið hægt að hreinsa garðana jafnóðum. Skúrir hafa verið víða á landinu í nótt, og er spáð áframhaldandi votviðri fram á helgina. H-tíð í Sjónvarpinu Margur er knár, þótt hann sé j J smár. Hér hefur ungur lögreglu- < >þjónn fengið það hlutverk, að < > leiðbeina þeim Bessa Bjamasyni J Jog Jóni Júlíussynl um umferð- ( i armál, enda sennilega engin < * vanþörf á, þar sem þeir eru J [mjög H-spenntir þessa dagana., i Nánar á bls. 3 i Myndsjá. — 1 Verzlunarhús flutt inn í Breiðholt • Nýlega hefur verzlunarhús ver i iö flutt inn í Breiðholtshverfi og Íer nú verið að innrétta það fyrir matvöruverzlun. Hús þettá var áð- ur við Háaleitisbraut, og er því ætiað að vera bráðabirgðaverzlun 33** Saltfískur verkaður á rússaeska vísu eftirsóttur / SuBur-Evrópu Sovézki fiskibáturinn Lamin Siberski hefir landað 450.000 kg. af saltfiski í Álasundi, en þar var fiskinum pakkað í umbúðir og var sendur á markað í Suður-Evr- ópu til kaupenda sem hafa sérstakan áhuga á rússneskum saltfiski. Fyrirtæki það í Álasundi, sem hér um ræðir hefir áður keypt saltfisk af Rússum til útflutn- ings. Rússar roðfletta fiskinn jafnharðan og hann hefur verið dreginn úr sjó. lítflytjandinn seg ir, að norskur saltfiskur komi ekki til greina á þessum mark- aði. þar sem menn vilji ekki annað en hvítan saltfisk af hin- um „sérstæðu rússnesku gæð- um“. Þá segir í fréttinni: Tvö norsk fiskiskip hafa legið í Ála- sundi í viku með fallegan salt- fisk frá Grænlandi, sem ekki hef ir tekizt að selja að skaðlausu, og verður sennilega að selja hann fyrir kr. 2.50 á kg (norsk- ar), sem er langt undir verðinu í fyrra. — Eigendur báta, sem verið hafa á veiðum á Norður- sjó hafa einnig oröið að sætta sig við lægra verð eða kr. 1.40 á kg f stað kr. 2.00 á kg í fyrra. (Úr NTB-frétt). fyrir íbúa Breiðholtshverfis, þar til búið er að byggja alhliða full komið verzlunarhús fyrir hverfið, samkvæmt uppiýsingum sem Sig- urður Magnússon form. Kaup- mannasamtakanna tjáði blaðinu í morgun. Búiö er að úthiuta lóðum fyrir verzlunarhúsnæöi í Breiðholti, og í sumar hefjast framkvæmdir við byggingu fyrstu verzlunarinnar, sem er í hverfinu sem þegar er byrjað acS flytja inn í. Bráðabirgða- verzlunin mun hins vegar hafa til sölu allar nauðsynlegar matvörur og væntaniega veröur hún opnuð fljótlega. Engir fundir boðaðir um síldveiðikjörin Vinnudeilunni milli sjómanna og útvegsmanna um síldveiðikjörin hefur nú verið vísað til sáttasemj- ara. Engir fundir höfðu verið boð- aðir, þegar siðast fréttist, og ekk- ert unnt að segja um frekari fram- vindu mála. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.