Vísir - 01.06.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 01.06.1968, Blaðsíða 8
8 VtSIR . Láugardagur 1. júní 1968. VISIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson “itsíjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Sfmar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178, Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Auðæfi hafsins fslendingar hafa lengi nefnt fiskimiðin umhverfis landið „gullkistuna", og ekki að ástæðulausu. Þangað hefur þjóðin sótt þau auðæfi, sem eru undirstaða allr- ar velgengni í landinu og hafa á hálfri öld gert henni unnt að breyta frumstæðu bændaþjóðfélagi í tækni- þróað nútímaþjóðfélag. Nýting hafsins hefur til skamms tíma bæði hér og annars staðar verið mjög einhæf. Menn hafa því sem næst eingöngu einblínt á fiskinn, og aðeins fáar teg- undir. Rannsóknir síðustu ára hafa hins vegar leitt í ljós, að í sjónum og á botni hans er margt annað verð- mæta, sem fáa hafði áður órað fyrir. í nýbirtri skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem nokkuð var sagt frá hér í blaðinu í fyrradag, eru ýmsar fróðlegar upplýsingar um þá framtíðarmöguleika, sem þarna bíða mann- kynsins, þegar það hefur aflað sér nægilegrar þekk- ingar á auðlindum hafsins og fundið réttu aðferðirnar til þess að nýta þær. Talið er, að á næstu árum verði alger tæknibylting á þessu sviði, með afleiðingum, sem jafnvel bjartsýnustu vísindamenn órar tæplega fyrir ennþá. Rannsóknir síðustu tíma benda til, að á hafsbotn- inum sé gífurlegt magn af málmum og olíu, jafnvel lagt fram yfir það, sem er á þurrlendinu. Þar eru auðæfi, sem gera má ráð fyrir að margar þjóðir girn- ist, ekki sízt þær stóru og voldugu, enda hefur þegar verið bent á þá hættu, að þær mundu girnast þau meira en góðu hófi gegndi, ef ekki væru reistar skorð- ur við þeirri ásælni í tíma. Á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna 1967 var skipuð nefnd, sem bæði ís- land og Noregur eiga sæti í til þess að semja álits- gerð um þetta efni og leggja hana fyrir allsherjarþing- ið 1969. Einnig er skýrsla frá skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um auðlindir hafsins til athugunar hjá Efna- hags- og félagsmálaráðinu, sem hefur setið á fundum í New York undanfarið. Þá er einnig í fyrrnefndri skýrslu Sameinuðu þjóð- anna fjallað um þá miklu möguleika til fæðuöflunar í hafinu, sem enn séu ónýttir. Er þar ekki átt við fisk fyrst og fremst, heldur ýmsar aðrar tegundir dýra og jurta, sem engum hafði til skamms tíma dottið í hug að nýta til lífsviðurværis. Er hér vissulega um athygl- isverðar uppgötvanir að ræða, þar sem meirihluti mannkynsins býr enn við fæðuskort, þrátt fyrir sí- aukna framleiðslu, sem varla heldur i við fólksfjölg- unina. Nýjar framleiðsluaðferðir, bæði fjölbreyttari og fljótvirkari, e:*u því mannkyninu lífsnauðsyn. Og þótt okkur íslendinga skorti ekki mat, er full ástæða fý^ir okkur til að fýlgjast vel með þróun þessara mála. De Gaulle hefir enn sýnt, að hann er „hvergi smeykur hjörs í þrá ‘ • „La Tragédie du Genér- al“ heitir hugnæm bók, sem að mestu er byggð á til- vitnunum í það, sem de Gaulle ríkisforseti Frakk- lands hefur látið sér um munn fara í einkaviðræðum við ýmsa menn á liðnum tíma og blaðaviðtölum, er rætt um skoðanir de Gaulle á ýmsum vandamálum Höf- undur þessarar bókar er J. R. Tournoux. Jgin tilvitnunin er á þessa leið: „Ég verð að draga mig í hié virðuiega, þegar þar að kem- ur. Ég verð að vera það for- dæmi, sem enginn skuggi fellur á. Sagan krefst þess. Frakkar munu fá þá stjóm, sem þeir eiga skilið að fá. Ef þéir vilja aö aftur komi til sama öng- þveitisins verður svo að vera. Þeir geta bara sagt til. Ég mun ekki halda dauðahaldi I völdin degi lengur. Ég vel mínar öt- göngudyr — og fer mína leið.“ Þessi tilvitnun er úr Le Monde 10. marz 1967 — í vikunni milii kosningasunnudaganna tveggja, en úrslit þeirra ollu de Gauíle miklum vonbrigðum — og Gaullistum yfirleitt. í yfirlitsgrein, þar sem þessi tilvitnun er tekin upp, er minnt á, að bæði 1945 og 1958 hafi de Gaulle haft tækifæri til að taka sér einræðisvald — og hann hefði ef til viH getaö gert þaö fyrir rúmu ári. Og vafalaust hef- ur hann hugleitt það, því að hann lítur svo á af reynslu, að franska þjóðin sé alisundurleit hjörö, og þegar hann kom til bjargar var það vegna þess, að óeiningin, persónulegur métnað- ur stjómmálamanna, smáflokka fjöldinn, tlö stjómarskipti og m. fl. olii stórvandræðum, enda segir hann sjálfur: „Ef franska þjóðin getur ekki komið auga á hvar hún á að leggja sfna gæfubraut, er það verst fyrir hana sjálfa." Og hann bætti við: „Sjái hún það ekki boðar það ömgþveiti og óánægju eftir 10— 15 ár. Þá munu Frakkar aftur krefjast sterkrar stjórnar til þess að verja sig gegn hættunni Eiá Mitterand Það verður of seint. Sterkt ríki getur hindrað, aö til öngþveitis og upplausnar komi...“ Með þessum oröum segir hann í raun og veru, að allt sé undir* því komið, að viö völdin sé sterk stjórn, stjóm, sem ekki haggast, hvað sem á gengur. Og þegar hætturnar hafa komið hefur de Gaulle tekizt meistaralega að slá á strengi tilfinninganna í hugum fólksins, með hvatningum um, aö setja hagsmuni lands og þjóð- ar ofar öllu. talað um þjóðar- einingu, skyldur sínar og hlut- í franska lögbirtingablaðinu „Joumal Officiel" var gerð grein fyrir þeirri ákvörðun stjómarinnar, að banna öll gjaideyrisviðskipti önnur en þau, sem fengizt hafði opinbert leyfi fyrir. Meginatriöið er, að ráöstafan- irnar séu takmarkaðar og til bráðabirgða, og yrði dregið úr þeim, og fleiri tilskipanir þar að lútandi boðaðar. Miðað er að því að taka sem verk og þar fram eftir gotun- um. í yfirlitsgrein þeirri, sem hér er stuözt við, segir, að í þetta sinn hafi de Gaulle brugðizt bogalistin. Honum hafi ekki tek- izt að hafa sömu áhrif á þjóð- ina og fyrr. Þetta er sagt fyrir þremur dögum, er almennt var farið að trúa statt og stöðugt a það, að valdaferli de Gaulle væri lokið — jafnvel að hann kynni að hafa farið heim til landseturs síns bugaður eða hálfbugaður leiðtogi, til þess að semja kveðju ræðuna. En þessi 77 ára gamla kempa átti eftir aö sýna enn einu sinni, af hvaða málmi hún var steypt, eins og seinustu frétt ir herma, þar sem hann enn á ný skírskotar til þjóðhollustu iandsmanna o. s. frv. — áreið- anlega ekki árangurslaust, hvort sem árangurinn nægir til að af- stýra þeim hættum, sem að Frakklandi steðja nú, á sviði efnahags og atvinnumála. Mendes-France. Þær hættur eru fyrir hendi, þótt vafalaust sé aö margar um- bótakröfur, sem barizt er fyrir, séu vafalaust réttmætar. Við þessum kröfum hefur þeg- ar verið orðið að nokkru, en slík harka er hlaupin í menn og mál, að andstæðingar segjast ekki sætta sig við neitt annað en aö forsetinn fari frá og stjórn hans. En það er það eina, sagði fyrir- lesari í brezka útvarpinu fyrir 3 dögum, sem stjórnarandstæö- ingar geta komið sér saman um. Þá greinir á um allt annað, bætti hann við. Og mundi þá þeim, ef þeir þá gætu komið sér saman um stjórn og stefnu, farast stjórn landsins giftusamlegar en de Gaulle, þótt vafalaust megí margt út á stefnu hans og gerðir setja. fyrst upp venjuleg gjaldeyris- viðskipti við önnur lönd. Gjaldeyrisráðstafanir stjórnar Pompidou takmarkaðar og að- eins til bráðabirgða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.