Vísir - 12.06.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 12.06.1968, Blaðsíða 9
VÍSIR . Miðvikudagur 12. júní 1968. 9 LAXINN stiklar nú sem óð- ast flúðir og fossa upp í ár landsins. Forsjálir laxveiði- menn eru löngu búnir að finna stund og stað til þess að mæta honum í sumar. Menn draga fram stígvél sín og stengur, prófa maðk og flugur — nýjar og nýjar tál- beitur fyrir þessa lostætu bráð — og ævintýri kyrr- setumann: .. heitum sum- ardögum. — Kannski verð- ur það norður í Norðurá, í Laxá í Döium, kannski reyna menn fyrir sér í Sog- inu ellegar þeir eru svo lán- samir að komast í Elliða- ámar. Þór Guðjónsson veiðimálastjóri við klakkerin í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. 'C'ramtíð Elliðaánna sem lax- veiðáa hefur verið mjög umrædd undangengnar vikur. Ýmsir telja þýðingarlaust að halda veiðinni í ánum, hún verði að víkja fyrir aukinni byggð og auknum úrgangi og óhreinindum af hennar völd- um. Þannig hefur farið fyrir Sementsverksmiðjunnar, ég veit það ekki, en þetta þyrfti aö athuga. Það þyrfti að friða svæðin beggja 'vegna árinnar og gera þetta að skemmtigarði. Vatna- svæði Elliðaánna er eitt feg- vöxt á undanförnum árum. Og í Laxeldisstöö ríkisins f Kolla- firöi hafa farið fram merkilegar tilraunir í sambandi við laxeldi. I þessu sambandi sagöi veiði- málastjóri: — Við leggjum megináherzlu — Er ekki taliö að íslenzki laxinn fari upp undir Grænland á vetrum og getur þá íslenzka laxastofninum stafað hætta af aukinni laxveiði viö Grænland? — Það hefur aðeins fundizt einn merktur lax héðan við Gönguseiðin - tákn nýs tíma í fiskirækt lESEHDIII MfA ORBHS: i Munið þú blðndu Þröstur 1 Garði skrifar blað- inu um málefni þeirra blindu m. a.: . •. ef þú lokar augunum f 10 mínútur eða svo verður þú þeirri stundu fegnastur, þegar þú opnar þau aftur og færð not ið þess sem þú sérð í kringum þig. Já, ég held okkur sé gott að hugsa okkur hvernig þaö væri að vera blindur og hugleiða i leiðinni málefni þeirra blindu Þeir sem hafa séð þetta fólk viö dagleg störf sjá, að það get- ur orðið aö miklu liði og getur unnið hratt og örugglega og vandvirkni er einstök. En hvað getum viö gert til að hjálpa þessu fólki til að vinna? Ég skrifa þessar línur til að biðja fólk um að styrkja happdrætti blindra, sem nú er selt, — við ættum að kaupa hvern einasta miða upp, þannig getum við orð- ið að miklu liði... Allt í fína... Spjallað við Þór Guðjónsson, veiðimálastjóra um fiskirækt, merkingu laxa og aukna hættu á mengun i ám og v'ótnum fjölda laxveiðifljóta, sem renna um fjölbýl héruð í grannlöndum okkar. Seinasti laxinn dó í Rín einhvem tíma í lok stríðsins og engum laxi er lengur vært í Themsá fyrir eiturspúandi fljótaprömmum og annarri um- ferð. Vísir átti f vikunni viötal við Þór Guðjónsson, veiðimálastjóra um Elliðaárnar og horfur í lax- veiöum. — Það hefur verið talað um mengun í Elliðaánum, þó ekki sé í rauninni vitað hversu mik- il hún er. Það hafa fundizt í ánum svokallaðar coli-bakt- eríur og virðist tala þeirra mjög há. Hún leiöir í ljós aö mikið er af saurbakteríum í ánum og öðrum óhreinindum. Hins vegar er eftir að athuga hve mikið úr klóökum fer beint út í árnar og stendur raunar til að gera það á næstunni. Sápuefnin hættuleg fiskinum Ýms gerviefni, svo sem sápu- efni, sem konurnar hafa mikið dálæti á verka mjög sterkt, þegar þau koma í vatnið og eru hættuleg fiskunum í vatninu. Notkun þessara efna hefur far- iö vaxandi og er orðin gífurlegt vandamál víða í grannlöndum okkar og öðrum þéttbýlum löndum. Það þarf sem sagt að gæta fyllsta hreinlætis ef við ætlum að halda einhverju lifandi í Elliðaánum. En þær geta verið áfram góðar laxveiðiár. Það eru dæmi til þess erlendis að lax- veiðiár renni í gegnum borgir, til dæmis Aberdeen á Skot- landi. Þar hefur fiskurinn ekki orðið fyrir skaða af þéttbýlinu. Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir þessu, aö þar sem byggð er á árbakka verður að gæta fyllstu varúöar aö menga ekki vatnið. Önnur mengun getur svo stafað af auknum iðnaði. — Til dæmis eins og af afgreiðslu ursta svæðið I borgarlandinu og við megum ekki gera árnar að einhverjum forarvilpum. Aukin hætta á mengun í ám — Er ekki víöar pottur brot- inn en hérna? Hvað líður ánum sem renna um þéttbýli, til dæm- is hérna austan fjalls? — Þetta er alveg nýtt vanda- mál hér hjá okkur. Mengunar- hætta var engin hér áður, með- an byggðin var dreifð. Þessi hætta skapast með auknu þétt- býli. Þaö myndast byggðakjam- ar í sveitum og þeim fylgir óhjá kvæmilega aukin hætta fyrir allt vatn, — til dæmis vegna olíu og bensíns. Það getur til dæmis tekið óskaplega langan tíma að uppræta olíu ef hún lendir í hreinu vatni. — Viö höfum nærtækt dæmi um þann skaða, sem olían getur valdið. Nú þessum byggðalögum fylgir alltaf einhver iðnaður, verkstæði, sláturhús — og ég óttast aö ekki sé nægrar var- úðar gætt með úrgangsefnin frá þessum fyrirtækjum, þar sem ár eru annars vegar. Það liggur beinast við að veita þessu öllu í fljótið. Ég myndi til dæmis segja, að Varmá í Ölfusi, sem rennur hjá Hveragerði væri í mikilli hættu. ölfusá er kannski ekki í eins mikilli hættu, en hún tekur við æöimiklu rusli. Viö verðum að vernda þessar ár, ef við ætlum ekki aö gera þær að skítugum forarvilpum. Þessu hefur verið of lítill gaumur gefinn hér á landi. En ég hef þá trú aö ár sem renna um þéttbýl svæði, eins og Ell- iðaárnar geti orðið góöar lax- veiðiár um langa framtíð ef þessa er gætt. Gönguseiði geta aukið veiðiálagið Laxeldi hefur færzt mjög I á uppeldi gönguseiða, þaö eru seiði, sem tilbúin eru aö ganga í sjó. Á þessu ári veröur á 200. þúsund gönguseiðum sleppt í hinar ýmsu ár hér og þar á landinu. Laxeldisstöðin í Kolla- firði framleiöir um 65 þúsund gönguseiöi í ár. Stærsta pönt- unin, sem stöðin hefur fengið til þessa var afgreidd fyrir síð- ustu helgi, 18 þúsund seiði, sem sleppt var í Elliðaámar, sem kunnugt er. Þetta er að vissu leyti tákn hinna nýju tíma í fiskrækt hér á landi. Markmiðið með lax- eldinu er meðal annars það að bæta það tjón, sem verður á náttúrlegu laxaklaki í ánum af einhverjum ástæðum, eins og til dæmis flóöunum í Elliðaánum í vetur. Markmið laxeldisins er þannig að viðhalda eðlilegri fjölgun laxastofnsins og auka laxagengd í ánum. Veiðiálag í laxveiðiám er miðað við þá aukningu sem verður árlega á fiski í ánum frá náttúrunnar hendi. Með lax- eldi í ám gæti veiðiálagið auk- izt sem þvl næmi. Árangurs af kynbótum ekki að vænta fyrr en eftir 15—20 ár — Hefur ekki verið farið neitt út í kynbætur I Kolla- fjarðarstöðinni, rækta upp laxastofn? Mér skilst að stöðin hafi hlotið ámæli fyrir að sinna ekki þvl hlutverki. — Aðalverkefni Laxeldis- stöðvarinnar I Kollafirði hefur verið aö koma upp laxastofni til þess að ala undan göngu- seiði. Að sjálfsögðu verður lögð áherzla á kynbætur, en þær taka mörg ár og af þeim er ekki árangurs að vænta fyrr en eftir 15—20 ár. Eitt af því sem við erum að gera I stöðinni, er að merkja laxinn og sjá hvert hann fer og hvemig hann hagar sér — hve stór hundraðshluti muni skila sér aftur I árnar. Það er mikið órannsakað I þeim efnum hér á landi. Við vitum ákaflega litið um ferðir laxins eftir að hann gengur út I sjó á haustin. Grænland. Hann var á öðru ári slnu I sjó. Hins vegar hafa farið fram merkingar á laxi við Grænland til þess að sjá hvert hann fer og það hefur sýnt sig að þar er mest um Kanadalax aö ræða. Einnig hefur lax, merktur við Grænland, skilað sér við Skotland og Írland. Við gérum ráö fyrir að ís- lenzki laxinn haldi sig suður og vestur af landinu, en þetta er allt órannsakað ennþá. Sem dæmi um það hversu laxinn skilar sér til sinna „heimahaga" má nefna það að hoplax, sem merktur var I Vatnsdalsá var sleppt I Grafar- læk. Hann skilaði sér aftur I Vatnsdalsá árið eftir. Silungsrækt heima við sveitabæi Nú — auk gönguseiðanna ræktar Kollafjarðarstöðin enn- fremur fiska af fleiri stærðum, allt upp I 2—300 grömm. Nú er einnig verið að gera tilraun með bleikjuseiöi. Þá er einnig verið að gera tilraunir til þess að finna bezta og ódýrasta fóðrið, bæði fyrir lax og silung. Við erum einnig að byrja að gera tilraunir með silungsrækt. Atl.vglin hefur fram til þessa mest beinzt að laxinum, vegna þess að hann er dýrastur. — Þær tilraunir sem farið veröur út I sambandi við silungsupp- eldið miðast meöal annars við þaö að kanna færar leiðir til þess að ala upp silung I smáum stíl heima við sveitabæi. Starfsemi stöðvarinnar ætti í framtíðinni að koma að notum fyrir hvers konar fiskuppeldi svo og fyrir laxabú, eins og t. d. hið nýja laxabú I Lárósi á Snæfellsnesi. Við munum aö sjálfsögðu reyna að taka fyrir sem flesta þætti fiskræktunar eftir því sem okkur endist fé og starfs- kraftar til, en til þess þurf- um við allan stuðning frá þvi opinbera og einstaklingum. Þessi mál þurfa sinn uppbyg^ ingar- og þróunartíma. Viggó Oddsson, lesendum blaö, anna aö góðu kunnur, skrifar m. a. frá Rhódeslu: ... hér er ekkert vöruhamst- ur eða merki um kreppu, inn- lendur iönaöur hefur aldrei haft það eins gott og bætir upp þaö sem áður var flutt inn. Miklar útsölur eru I Salisbury og er- lendur lúxusvarningur, eins og t. d. hollenzkt og finnskt súkku- laði og glerdót frá Feneyjum, sem maöur skyldi halda að Rhódesla hefði ekki efni á að sóa gjaldeyri I, er þar að finna. Engar óeirðir eða kynþáttahat ur hafa verið I Rhódesíu né fleiri innrásir skæruliða frá kommún- istaríkjunum en um 100 voru felldir eöa náðust fyrr á árinu. Þrátt fyrir fögur orð Breta um friðsamlega lausn Rhódesludeil- unnar hefur sannazt að þeir hjálpa skæruliðum um vopn og vegabréf til þjálfunarferða til kommúnistaríkjanna til að ráö- ast á Rhódesfu. Margar sögur eru um smásmuguhátt Breta í „stríðinu" við Rhódesiu og hafa þeir m. a. seinkað jólakortum frá mér til ísl. um 4 mánuði. V.O. Fögur borg, — en illa lyktandi „Borgari" skrifar þættinum langt bréf um borg „útsvínaða ýldufýlu, sem verði aldrei fög- ur“ meðan svo má vera og segir m. a. um reykinn frá fiskúr- gangsverksmiöjunum: Nú er enn einu sinni sá árs- tími kominn hér I Reykjavík, þegar góöviðris er helzt að vænta á sólvörmum sumardög- um norðanandvarans. Leita full- orönir og börn þá útivistar Víð störf og leik I húsagörðum sln- um, eöa á blómskrýddum úti- vistarsvæðum borgarinnar. En nú, eins og á undanförnum sumr um, hafa borgararnir enn fengið yfir sig ósómann. Ýldusúpan Iæðist nú daglega yfir borg og byggð og gerir alla útiveru ó- hugsandi I stórum hlutum borg- arinnar hverju sinni. Jafnframt leitar óbverrinn inn um hverjs smugu og spillir þannig andrúms loftinu einnig á heimilum jafnt og á vinnustöðum manna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.