Vísir - 14.06.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 14.06.1968, Blaðsíða 8
s VÍSIR . Föstudagur 14. júní 19S8. VSSIR Otgefa.Adi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Simar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Menningarmiðstöð | gtundum hættir íslendingum til að líta á bókmenntir og menningu sem einn og sama hlutinn. Þetta stafar / að sjálfsögðu af því, að menningararfur okkar er fyrst ) og fremst tengdur bókmenntum. Þær eru enn í dag \ styrkasta greinin á menningartré þjóðarinnar. En \\ fjölbreytnin er miklu meiri en áður. Nægir í því sam- (( bandi að minna á hinn mikla áhuga, sem nú ríkir hér / á tónlist og myndlist. ) Almenningsbókasöfn hafa lengi verið til hér á landi. ) Þau eru liður í viðleitni nútímaþjóðfélags til að út- \ breiða menninguna sem mest meðal fólksins. Bækur ( eru dýrar og því er flestum útilokað að eignast allar ( þær bækur, sem þeir vilja lesa. Á almenningsbóka- / söfnum geta menn fyrir sáralítið fé fengið aðgang ) að miklu úrvali skáldrita og fræðibóka. Og þetta ) nota menn sér óspart. Nýjustu skýrslur frá Borgar- \ bókasafninu í Reykjavík sýna, að útlán eru mikil og ( fara sívaxandi, þrátt fyrir tilkomu sjónvarps. ( Ekkert virðist vera því til fyrirstöðu, að hið sama / sé gert í ýmsum öðrum menningargreinum. Ef al- ) menningur gæti fengið lánaðar hljómplötur gegn ) vægu gjaldi, mundi tónlistaráhugi eflast hér á landi, \ því að fáir geta leyft sér að kaupa allar þær hljóm- ( plötur, sem þá langar til að hlusta á. Ekki á þetta ( síður við um myndlistina. Almenn útlán á málverk- /| um mundu vissulega treysta þá listgrein í sessi og ) flytja hana nær fólkinu í landinu. ) Borgaryfirvöld í Reykjavík höfðu þessi nýstárlegu ) og skynsamlegu sjónarmið í huga, þegar ákveðið var ( að láta teikna nýttBorgarbókasafnshús, sem á að rísa í framtíðarmiðbænum við Kringlumýrarbraut fyrir árið 1973. í þessu efni hefur verið farið að ráðum Eiríks Hreins Finnbogasonar borgarbókavarðar, sem hefur á opinberum vettvangi bent á ágæti þess, að Borgar- ( bókasafnið færi smám saman út kvíarnar og miðí að í því að verða alhliða menningarmiðstöð. Enda virðist / almenningsbókasafn vera hentugasti grundvöllur og j burðarás slíkrar miðstöðvar. ) í nýja safnhúsinu er gert ráð fyrir sérstakri tón- \ listardeild og aðstöðu til myndlistarsýninga. Þá er \ einnig gert ráð fyrir herbergjum handa leshringjum í og áhugahópum á ýmsum sviðum. Ennfremur á þar (| að vera lítill samkomusalur til mennta- og listkynn- }j inga. Með þessu er stefnt að því, að Borgarbókasafn- ) I ið verði menningarmiðstöð í lifandi tengslum við \ borgarana. Auk hinna eiginlegu safndeilda þarf að v vera þarna veitingasalur og reyksalur, svo að almenn- , ingur, t., d. skólafólk, geti varið deginum eða kvöldinu til að sinna áhugamálum sínum á safninu. Reykjavíkurborg hefur með þessu tekið lofsvert ) og eftirbreytnivert frumkvæði, sem mun hafa ómet- j anleg áhrif, þegar fram líða stundir. \ SPJALLAÐ UM IÐNÞRÓUNMA Ottó Schopka: Gengisskráningin Ckráning á verði erlends gjald eyris fslenzkum krónum, gengisskráningin hefur mikil áhrif á alla efnahagsstarfsem- ina í landinu. Hér á landi, þar sem meginhluti gjaldeyristekna þjóðarbúsins kemur frá sjávar- útvegi og fiskiðnaði hefur skrán ing gengisins yfirleitt verið mið- uð við að mikilvægustu grein- ar útflutningsframleiðslunnar gætu borið sig. Breyting á skráningu gengisins er þó álit- in svo mikilvæg og afdrifarík aðgerð, að mikillar tregðu hef- ur jafnan gætt af hálfu stjóm- arvalda til að gripa til þess ráðs, jafnvel þótt við verulega efnahagserfiðleika hafi verið að etja. Af margvíslegum ástæðum hefur breyting á gengisskráning unni jafnan verið í átt til lækk- unar á gengi íslenzku krónunn- ar gagnvart erlendum gjald- eyri, sem hefur þýtt, að verð- lag á innfluttum vörum hefur hækkað við gengisbreytingar og þær verðhækkanir síðan smám saman síazt út í verö- lagið með öllum þeim afleið- ingum, sem því fvlgja. Af þess- um sökum hefur iðulega verið reynt að komast hjá opinberri gengisbreytingu með ýmsum að gerðum, sem miðuðu að halla- lausum rekstri hinna hefð- bundnu útflutningsatvinnuvega. Slíka aðgerð'" hafa einkum falizt í styrkveitingum og greiðslum uppbóta til einstakra greina, oft mjög mismunandi miklum eftir eöli og afkomu hverrar einstakrar greinar. Enda þótt hinni opinberu gengisskráningu hafi ekki verið breytt, jafngildir það þó gengis- breytingu, þegar sumar útflutn- ingsatvinnugreinar fá hærra verð en opinberlega skráð gengi fyrir þann gjaldeyri, sem þær skila. Talsmenn iðnaðarins hafa margoft bent á, að röng geng- isskráning skerðir eðlileg af- komuskilyrði og samkeppnisað- stöðu innlends iðnaðar og getur því ekki verið í samræmi við hagsmuni þjóðarheildarinnar, þegar til lengdar lætur. Ef hald- ið er uppi af ásettu ráði rangri gengisskráningu, leiðir það til þess, að erlendur varningur fæst keyptur hér á landi fyrir lægra verð en ella og samkeppn isaðstaða innlends iðnaðar er því óhagstæð. Iðnaöurinn verður að búa við þau kjör, að eðlilegt hlutfall sé á milli verðlags á innfluttum iðnaðarvarningi og verðlags á innlendri framleiðslu. En stöðug ar kostnaðar- og verðhækkanir innanlands leiða til þess að þetta hlutfall raskast iðnaðinum í ó'hag. Ný gengisskráning í sam ræmi við raunveruleikann er eina leiðin til þess að leiðrétta misræmiö þegar til lengdar læt- ur. Hugsanlegt væri að vlsu að ná einhverri leiöréttingu meö tollaálögum á innflutning eða með yfirfærslugjaldi, en reynsl- an af slíkri gengisskráningu frá dögum vinstri stjórnarinnar gef- ur ekki tilefni til að ætla að sú'leiö sé farsæl til frambúöar. Það sjónarmið skýtur alltaf upp kollinum, að ýmsum nauðsynja vörum ákveðinna forgangs-at- vinnuvega í landinu megi ekki íþyngja á nokkum hátt, og er því innflutningor beirra vöro- tegunda leyfður óhindraður a lágu gengi, enda þótt sams kon- ar vamingur sé — eða hafi ver- ið — framleiddur í landinu með góðum árangri. Afleiðingin verð ur svo óhjákvæmilega miklir erfiðleikar í þessum iðngrein- um, jafnvel að þeirra bíði ekk- ert annað en að leggjast niöur með öllu. Þannig hefur t. d. skipasmíða iðnaðurinn og veiðarfæragerö hvað eftir annað mátt heyja harða baráttu fyrir tilveru sinni á tímum rangskráðs gengis, þeg ar aðalútflutningsatvinnugrein- unum var bætt lága gengið meö uppbótum en þessar iðngreinar urðu að keppa án tollvemdar við erlenda keppinauta, sem gátu selt framleiðslu sína á ó- eðlilega lágu verði hér á landi. Á sama hátt þrengir röng gengisskráning mjög hag þess útflutningsiðnaöar, sem ekki er talinn þess verður að fá greiddar uppbætur og styrki. Er þess skemmst að minnast, að SÍS- verksmiðjumar á Akureyri áttu í miklum erfiðleikum á síðasta ári af þessum orsökum. Iðnþróun framtíðarinnar mun í ríkum mæli mótast af því hvaöa skilning. valdhafarnir munu hafa á þeim afdrifaríku á- hrifum, sem gengisskráningin hefur á afkomu iönaðarins. Með al þýðingarmestu útflutnings- atvinnugreinanna munu á næstu ámm bætast nýjar greinar, fyrst og fremst nýjar iðngrein- ar, sem væði munu byggja á orku fallvatna og einnig á hug viti, hagleik og smekkvísi lands manna. En til þess að tryggja framgang þessara iöngreina, þarf að skapa þeim viðunandi starfsskilyrði með raunhæfri gengisskráningu á hverjum tíma. Fallhlífastökk á þjóðhátíð Tjáttur úr sögu Fjölnismanna eftir Gunnar M. Magnúss og fallhlifastökk ásamt þvi að dans- að verður í Miðbænum eru með- al þeirrar nýbreytni, sem verður á þjóðhátiðinni i Reykjavík 17. júni. Hátíðarhöldin hefjast með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík, en síðan mun forseti borgarstjórnar frú Auður Auð- uns leggja blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar. Þá mun karla kórinn Fóstbræður syngja, en aö þvi loknu hefst guðsþjónusta í Dómkirkjunni og prédikar sr. Eirikur J. Eiríksson. Um kl. 11.30 syngur karlakórinn Fóst- bræður þjóðsönginn og herra Ás geir Ásgeirsson forseti leggur blómsveig frá íslenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurösson- ar. öllum skrúðgöngum verður stefnt í Laugardal og veröur safnazt saman við Sunnutorg, Álftamýrarskóla, Hlemmtorg og Hrafnistu og munu lúðrasveitir leika fyrir göngunum. Kl. 14 mun Ellert B. Schram hdl., for- maður þjóðhátíðarnefndar, setja þjóðhátíðina á Laugardalsleik- vanginum. Þá mun forsætisráö- herra, dr. Bjami Benediktsson, flytja ræðu og fjallkonan flytur ávarp. Um kl. 15 hefst barnaskemmt- un við Iþróttahöllina og veröur þar margt ungu kynslóðinni til skemmtunar. Stjórnandi verður Klemenz Jónsson. Við Laugar- dalssundlaugina hefst leikþátt- urinn eftir Gunnar M. Magnúss kl. 16 og er sýningartíminn um hálf klukkustund. Þá fer fram sundkeppni og keppni í sund- knattleik. Íþróttahátíöin á Laugardals- velli hefst kl. 16.30 og verður keppt í frjálsum íþróttum og sýnd verður glíma og fimleikar. Að þvi Ioknu sýna félagar úr flugbjörgunarsveitinni fallhlífar- stökk. Ýmislegt fleira veröur til skemmtunar í Laugardalnum, m. a. dansskemmtun barna og unglinga og stjórnar Ólafur Gaukur. Um kvöldið verður svo stiginn dans á þremur stöðum í Miðbæn um, við Vesturver, á Lækjar- torgi og í Lækjargötu. Hljómar, hljómsveit Ólafs Gauks og Ás- geirs Sverrissonar leika. Dag- skránni verður slitið kl. 1 eftir miðnætti. I þjóðhátíðarnefnd eiga sæti: Ellert B. Schram form., Böðvar Pétursson, Árni Gunnarsson. Baldur Guðlaugsson, tilnefndir af borgarráði, Gunnar Eggerts- son, Einar Sæmundsson, Reynir Sigurösson og Bragi Kristjáns- son tilnefndir af íþróttahreyfing- unni og Óskar Pétursson frá skátum. Þór Sandholt hefur teiknað hátíðarmerkið og er þaö í 15. sinn sem þaö er útgefið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.