Vísir - 14.06.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 14.06.1968, Blaðsíða 9
VlSIR . Föstudagur 14. júní 1968. 9 -X JjMnmitt nú um þessar mundir standa yfir umræður í norska stórþinginu um varnar- mál landsins og snúast þær að sjálfsögðu að langmestu leyti um Atlantshafsbandalagið og þá spurningu hvort Noregur eigi aö halda áfram þátttöku í því þegar 20 ára skuldbindingar- tímabilið rennur út á næsta ári. Þessar umræður hafa verið mjög fjörlegar og margir tekið til máls í þeim, nefndarálit ut- anríkismálanefndar og ýmis skjöl og upplýsingar hafa vakið talsverða athygli. Fjöldi ann- arra en þingmanna hefur svo tek ið þátt í umræöunum á opinber- um vettvangi í blöðum og sam- talsþáttum I útvarpi og jafnvel hefur verið talsvert um útgáfu á bókum og bæklingum um þetta efni. Þar hafa m.a. verið rifjaðir upp tímarnir, þegar stofnun Atlantshafsbandalags- ins var ákveðin, gömul leyndar- skjöl frá þeim tímum hafa verið birt og Halvard Lange, sem þá beitti sér helzt fyrir aðild Norð- manna hefur rifjaö það upp í endurminningum sínum, hvern- ig hann þá leit á málin. Hefur þar komið í ljós, að hann var all hikandi en komst þá aö þeirri niöurstööu, að ástandið í heiminum í skugga Stalins-Rúss lands væri svo hættulegt og skelfilegt, • að einskis annars væri úrkosta. Það hefði verið vítavert og stórkostlegt andvára leysi, ef ekkert heföi þá verið gert til að tryggja hernaðarlegt öryggi landsins. 'JV'ú síðast hefur verið gefin út 11 í Noregi bók um þessi vandamál á vegum „Det norske samlaget", sem ber heitið: „Ja eller nej til Nato“, er hún safn- greina þar sem skrifað er um málið frá öllum sjónarhornum og þar eru þá auðvitaö líka höf- undar, sem eru andvígir þátt- töku £ Nato. Þarna koma fram sjónarmið manna af öllum flokk um og margvíslegum stéttum og þar á meðal eru fulltrúar stúd- enta. Er talsverður fengur að þessari bók. í henni og yfirhöfuö öllum umræðum um málið skera kommúnistar sig mjög úr, að þeir ræöa yfirhöfuð alls ekki um norsk landvarnamál. Það er eins og þeir séu alls ekki stadd ir í sínu heimaumhverfi, heldur með hugann allan austur í Viet nam eða suður í Grikklandi. Margir aðrir ræðumenn fjalla auðvitað líka um þessi heims- vandamál, þvi að þau hafa mikíl áhrif, sumir þeirra eru harðorðir og andvígir framkomu Banda- ríkjanna á báðum þessum fjar- lægu stöðum. En hins vegar er öllum öðrum en kommúnistum það ljóst, að þegar rætt er um áframhaldandi þátttöku í Nato eða ekki þá er fjallað þar fyrst og fremst um eigin landvarna- mál. Aðalatriðið hlýtur aö vera að vernda öryggi og frelsi eigin þjóðar. Það er viðfangsefni sem hver þjóðfélagsborgari þyrfti að íhuga og vanræksla stjórnenda og kjörinna fulltrúa þjóðarinnar £ þv£ efni væri ósvinna, sem menn vita að getur orðið mjög dýrkeypt eins og mörg dæmi eru til um. Norömenn bera sjálfir ábyrgð á eigin landvörnum og gera sér það Ijóst. Myndin er tekin um borð í norska tundurspillinum Narvik, sem er í hinum sameiginlega flota Atlantshafs- bandalagsins, er kom hingað á dögunum. Landvarnir j^orðmenn hafa löngum haft orð á sér innan samtaka Atlantshafsrikjanna fyrir það hve sjálfstæðir og efagjarn- ir þeir hafa verið, svo að oft hefðu jaörað við tregðu. • Þéir hafa aldrei sætt sig við það, að NATO eigi að verða eitthvert ævarandi vanaástand og þeir hafa fram til þessa staðiö þvert i vegi fyrir þvi að bandalagið fengi bækistöðvar fyrir herlið af öðru þjóöerni £ landi þeirra. í samræmi við það héldu þeir jafnvel uppi nokkurs konar málsvöm fyrir Frakka, þegar þeir visuðu bandarisku herliði úr landi sínu. En á móti þessu kemur, að Norðmenn hafa þá sjálfir tekið á sig þær skyldur að viöhalda varnarstöðvum víðs vegar £ land inu er myndu í neyöartilfelH skapa beinagrind að samgöngu og öryggiskerfi. Þetta landvarna kerfi er síðan nauðsynlegt að prófa við og við og er það gert með skammvinnum heræfingum sem margra þjóöa lið Atlants- hafsbandalagsins tekur þátt í og fóru þvílíkar æfingar fram í N- Noregi einmitt nú í byrjun mán aðarins. Tók fjölmennur hópur italskra alpahermanna þátt £ þeim. j' umræðunum um varnamál- in að undanförnu hefur þaö komið mjög skýrt fram, að Norðmönnum er nú mikill vandi á höndum vegna þess hve Rússar hafa á síðustu ár- um eflt stórkostlega herafla sinn á norðurslóöum, á Kola- skaganum í kringum Murmansk. Liðsaukning Rússa á þeim slóð- um veldur nú síaukinni spennu og hernaðarógnum í Norður- Noregi. Vígbúnaöurinn er á öllum sviðum, en langsamlega mestur í hinum gífurlega og í rauninni óskiljanlega flota- vígbúnaði Rússa. Er erfitt aö skýra eða skilja, hvaða tilgang þessi viðbúnaður þeirra hefur á sama tima og menn vonuðu, að fárið væri almehnt að draga úr spennunni í Evrópu. t'rtb.tud Aðgeröir Rússa koma sér m. a. mjög illa fyrir þau öfl í Nor- egi, sem hneigðust að þvl aö segja landið úr NATO á 20 ára tímamarkinu, — voru þær radd ir talsvert farnar að heyrast í Noregi fyrir svo sem þremur til fjórum árum, sérstaklega innan Verkamannaflokksins og þótti þá jafnvel örla á þeim skoðun- um hjá sjálfum NATO-forgöngu- manninum Halvard Lange. En nú hefur aðstaðan breytzt svo vegna þessa óskiljanlega og ó- hugnaniega liðssafnaðar Rússa, að það er orðið fjarstæöukennt . og tómt mál að tala um það, nema hvað norskir kommúnistar vilja að sjálfsögðu að Noregur afvopnist! En þessi rússneska ógn á noröurslóðum fer stöðugt vaxandi og skapar spennu og öryggisleygi, svo það getur far- ið þannig, að Norömenn sjái sér um síöir, ef svo gengur til, ekki annað fært en að treysta varn- irnar í strjálbýlu landi sinu með því að fá erlent liö til hjálpar. Til að byrja með hafa þeir séð sig knúöa til þess að fara fram á, aö NATO komi upp nýjum flugvelli við Evenes í Norður- Noregi og er hann þó lítiö and- svar við þeim tugum hernaðar- flugvalla, sem Rússar hafa komið sér upp í nágrenni Mur- mansk. Fyrir nokkrum árum hefði það verið talið fjarstæðu- kennt, að fara að auka þannig varnarmannvirki i Norður- Noregi, en nú horfir máliö öðrd vfsi við vegna vaxandi utan- aðkomandi hættu. T andvarnaráðherra Norð- manna, Grieg-Tidemann, lét fyrir nokkru svo um mælt varðandi þetta viðfangsefni: ■ „Það er rétt að eitt mikil- vabgasta ýiðfangsefni f varnarv áætlunum NATÖ í dag er aö ttamkvæma viðéigahdi ráðstaf- anir til að styrkja fylkingar- hliöarnar. Keðja veröur ekki sterkari en veikasti hlekkurinn í henni. Svæði fylkingarmanna er strjálbýlt og hefur í för með sér sérstök vandamál fyrir sameiginlegar varnir vestrænna ríkja. Hemaöarleg þýðing Nor- egs hefur ekki minnkaö með árunum, heldur þvert á móti. Það stafar af hinni hemaðar- tæknilegu þróun og eflingu hins rússneska herstyrks. Þaö er staðreynd, aö Rússar hafa £ dag voldugan, stríösbú- inn herstyrk, bæði landher, flota og fluglið á landsvæöum sem vita upp að landamærum Noregs i norðri. Að vísu er þessi herstyrkur þáttur í hernaöar- stööu þeirra í öllum heiminum, en tilvera hans skapar spennu- svæöi, sem snertir okkur bein- línis. Það má heldur ekki loka aug- unum fyrir því, aö Rússar hafa lagt mikla áherzlu á aö auka hreyfarileika og flutningakost herstyrks síns bæði með auk- inni vélvæöingu almennt og með auknum flutningatækjum á sjó og i lofti. Þegar viö met- um hvaða öryggisráðstafanir sé nauðsynlegt að gera, veröum við að byggja á hinu raunveru- lega ástandi, en ekki á ósk- hyggju um það, hvað muni gerast." lVTér viröist aö þessar víötæku umræður í Noregi séu merkilegar og gætu orðið mjög lærdómsríkar fyrir okkur ís- lendinga, þvi að aöstaðan er talsvert lík, til dæmis skapar hinn mikli liðssafnaður Rússa á Kola-skaganum og sérstak- lega hin gífurlega flotaaukning þeirra líka alvarlega ógnun fyr- ir ísland. . Og þetta vekur einnig til um- »->■ 13. siða Ismro tW Að þessu sinni lögðum viö leið okkar til nokkurra aðila og spurðum: Hvað vilduð bér helzt hafa til skemmtunar á þjoðha- tiðardaginn 17. júní? Sigbjörn Brynjólfsson frá Egilsstöðum. Mér finnst að útvarpið mætti dreifa dagskránni meira, en það hefur gert. Þá getur fólkið úti á landsbyggðinni fylgzt betur með hinni vönduðu dagskrá sem er í Reykjavík, en þar hefur hún ávallt veriö fjölbreyttust. Karl Jóhannsson, trésmíða- meistari. Að mínum dómi má dagskráin vera meiri um kvöldið eins og áður var. Einnig má vera meira af iþróttum t.d. hverfakeppni i knattspyrnu og handknattleik, en það voru skemmtilegustu greinarnar í hátíðarhöldum 17. júní fyrir nokkrum árum. Valdimar Oddsson, verzlunar- maður. Það ætti aö leyfa dans á göt- unum að minnsta kosti til kl. 2 um nóttina. Ennfremur á aö flytja kvölddagskrána á sinn gamla stað, á Arnarhól. Svo vantar alveg eitthvaö fyrir ungl- inga á aldrinum 16—20, en þaö hefur verið dans fyrir börn og fulloröna og unglingunum sleppt. Einar Kárason, 12 ára sendi- sveinn. Það má vera miklu meira af sölutjöldum og hafa alla skemmtunina niðri í bæ. Að ööru leyti finnst mér þetta vera alltaf eins og ég hugsa aö ég ,,dúlli“ með eins og venjulega. Petrína Pétursdóttir, hárgreiðsludama. Æ, ég 'veit það ekki. Þetta hefur verið ágætt undanfarin ár, en mjög lélegt i fyra. Dagsitrá- in mætti standa lengur fram. eft ir nóttu, þannig að meira fjör yrði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.