Vísir - 15.06.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 15.06.1968, Blaðsíða 13
VISIR . Laugardagur 15. júnl 1968. 13 Þjóðhátíðin í Reykjavík 17. júní 1968 I. DagskráSn hefst: Kl. 10.00 Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavfk. Kl. 10.15 Frú Auður Auðuns, forseti borgarstjórnar, leggur blóm- sveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonár, Karla- kórinn Fóstbræður syngur „Sjá roðann á hnjúkunum háu“ undir stjóm Ragnars Björnssonar. Kl. 10.45 Guðsþjónusta f Dómkirkjunni. Séra Eirfkur J. Eirfksson predikar og Ólafur Jónsson syngur einsöng. Organléik- ari Ragnar Bjömsson. Þessir sálmar verða sungnir: Nr. 664 „Upp þúsund ára þjóð“. Nr. 671 „Beyg kné þfn, fólks vors föðurlands". Nr. 678 „Himneski faðir“. Nr. 29 „Mikli drottinn, dýrð sé þér“. Kl. 11.25 Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, leggur blóm- sveig frá íslenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðs- sonar. Fóstbræður syngja þjóðsönginn undir stjóm Ragnars Bjömssonar. II. Skrixðgöngur: 13. 13.15 Safnazt saman við Sunnutorg, Álftamýrarskóla, Hlemm- torg og Hrafnistu. Frá Sunnutorgi verður gengið ugi Langholtsveg, Holtaveg og Engjaveg. Lúðrasveit Reykja víkur leikur undir stjóm Páls P. Pálssonar. Frá Álfta- mýrarskóla verður gengið um Álftamýri, Hallarmúla, Suðurlandsbraut og Reykjaveg. Lúðrasveitin Svanur Ieikur undir stjórn Jóns Sigurðssonar. Frá Hrafnistu verður gengið um Brúnaveg, Sundlaugaveg og Reykja- veg. Lúðrasveit barna og unglinga Ieikur undir stjóm Karls O. Runólfssonar. Frá Hlemmtorgi verður gengið um Rauðarárstíg, Skúlagötu, Hátún, Laugarnesveg og Sigtún. Lúðrasveit verkalýðsins leikur undir stjöm 01- afs L. Kristjánssonar. Skátar ganga undir fána fyrir skrúðgöngunum. * r- III. A Luugurdalsvelli: Kynnir Árni Gunnarsson, fréttamaður. • ■ — - ~ Kl. 13.50 Skátar undir fánum og lúðrasveitir ganga inn á Laugar- dalsvöll. Kl. 14.00 Ávarp form. þjóðhátíðarnefndar, Ellerts B. Schram hdl. Kl. 14.05 Fánamyndun. Börn úr Melaskóla undir stjórn Hannesar Ingibergssonar. Fóstbræður syngja „Rís þú unga Is- landsmerki" og Lúðrasveit Reykjavfkur leikur undir. Stjórnandi Páll P. Pálsson. Kl. 14.11 Forsætisráðherra, dr. Bjarni Benediktsson, flytur ræðu og síðan leika lúðrasveitimar „Island ögrum skorið" undir stjórn Jóns Sigurðssonar. Kl. 14.26 Ávarp fjallkonu. 1 fylgd með henni verða fjórar ungar stúlkur í íslenzkum búningum. Lúðrasveitimar ieika „Yfir voru ættarlandi" undir stjórn Ólafs L. Kristjáns- sonar. Kl. 14.36 LJkfimisýning 100 drengja úr 'Melaskóla undir stjóm Hannesar Ingibergssonar. Kl. 14.45 Samsöngur stúdenta. Kl. 14.50 Skátar ganga af leikvelli að íþróttahöllinni við undirleik Lúðrasveitar verkalýðsins, sem Ólafur L. Kristjánsson stjórnar. Skrúðgangan fer einn hring á vellinum, gengur út um norðurhlið hans og heldur að fþróttahöllinni. IV. Burnuskemmfun við íþróttu- I ■ ■ • <*' - og syníngurhöllinu Kynnir og stjórnandi Klemenz Jónsson. Kl. 14.55 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur undir stjórn Páls P. Páls- ‘ sonar. Kl. 15.05 „Mikki refur og Lilli klifurmús". Leikendur: Bessi Bjarnason og Árni Tryggvason. „Takið nú lagið“ Sig- ríður Þorvaldsdóttir og börn syngja. „Snjókarlinn kem- ur í heimsökn". Leikþáttur eftir Odd Björnsson og Leif Þórarinsson, leike*dúr: Guöjón Ingi Sigurðsson, Kjartan Ragnarsson, Daníel Williamsson og fleiri. „Mömmu- leikur": Flosr Ólafsson og Sigríöur Þorvaldsdóttir. „Bamagaman": Ómar Ragnarsson skemmtir. Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur skemmta. Undirleikarar em Carl Billich og Haukur Heiðar Ingólfsson. V. Við Laugardulslauginu: Kl. 16.00 Lúðrasveitin Svanur leikur undir stjóm Jóns Sigurðs- sonar. „Vonarstund". Þáttur úr sögu Fjölnismanna eftir Gunnar M. Magnúss. Kynnir og leikstjóri Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur: Tóm"s Sæniundsson: Gunnar Eyjólfsson. 1 Brynjólfur Pétursson: Rúrik Haraldsson. :3’1 Jónas Hallgrímsson: Róbert Amfinnsson. Konráð Gfslason: Gísli Alfreðsson. Sýningartími er ca. 30 mfnútur. Að sýningunni lokinni syngur Ólafur Jónsson við undirleik Ólafs Vignis Al- bertssonar. Kl. 16.35 Sundkeppni hefst: Keppt verður í 200 metra bringusundi karla. 100 metra skriðsundi karla. 100 metra bringu- sundi kvenna. 100 metra skriðsundi kvenna. 50 metra skriðsundi sveina. 50 metra bringusundi telpna og sund- knattlerk, þar sem hvor hálfleikur verður sjö mínútur, Ármann og K.R. eigast við. Eftir að sundkeppni lýkur og áður en sundknattleikur hefst, fer fram sýning á klæðnaði frá nokkrum tímabil- um 20. aldar. Allir búningar era fengnir að láni hjá Þjóðleikhúsinu. Mótsstjóri á sundmóti er Einar Hjart- arson. VI. Íþróttahátíð: Kl. 16.30 Lúðrasveit verkalýösins leikur á Laugardalsvelli undir stjórn Ólafs L. Kristjánssonar. íþróttakeppni hefst. Glímusýning undir stjóm Kjartans Bergmanns. Fimleikasýning flokks úr Ármanni. Lyftingar: Flokkur frá Ármanni og K.R. Frjálsar íþróttir: Kúluvarp, hástökk, stangarstökk, lang- stökk, 100 metra hlaup, 400 metra hlaup, 110 metra grindahlaup, 100 metra hlaup sveina, 100 metra hlaup drengja, 100 metra hlaup kvenna. Mótsstjóri er Sveinn Björnsson og þulur Þórður B. Sigurðsson. VII. Fallhlifastökk: Kl. 17.30 Félagar úr Flugbjörgunarsveitinni sýna fallhlífastökk. Fyrst flýgur flugvél lágt yfir Laugardal, og síðan upp í 2500 feta ha?ð. Þaðan stekkur éinn maður og síðan tveir saman. Þí. hækkar véíin flugið upp f 10 til 12 þúsund feta hæð og þaðan stökkva einn eða tveir menn með reykblys. Sýningunni verður lýst og koma fallhllfa- stökksmennirnir niður á íþróttaleikvanginn. • 0 VIII. Dans barna og unglinga við Laugardalshöllina: Kl. 16.15 Stjórnandi er Ólafur Gaukur og leikur hljómsveit hans fyrir dansinum. IX. Sýningar: Kl. 16-17 Hópreið hestamanna á svæði austan fþróttavallarins. Húsdýrasýning á svæði vestan við íþrótta- og sýningar- ■ h«Mi. X. Leikur láðrasveita: Kl. 16.00 Lúörasveit barna og unglinga leikur við Hrafnistu undir stjórn Karls Ó. Runólfssonar. Kl. 16.00 Lúðrasveit bgma og unglinga leikur við Elliheimilið Grand undir stjórn Páls P. Pálssonar. XI. Dans: Kl. 22.00 Dansað verður á þremur stööum í gamla miðbænum: við Vesturver, á Lækjartorgi og í • Lækjargötu. Hljómar, hljómsveit Ólgfs Gauks og Ásgeirs Sverrissonar leika. Kl. 01.00 Hátíðinni slitið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.