Vísir - 19.06.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 19.06.1968, Blaðsíða 8
3 V1SIR . Miðvikudagur 19. júní 1968. m VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. \ Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson ( Ritstjóri: Jónas Kristjánsson ) Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson l Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson / Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson \ Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson j Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 ( Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sfmi 11660 / Ritstjórn : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) V Askriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innaniands /I í lausasölu kr. 7.00 eintakiö ) Prentsmiðja Vfsis - Edda hf. ( Andi frelsis og lýðræðis ‘ Margt virðist líkt með íslendingum og Tékkum. (( Tékkóslóvakía var eitt hinna lýðfrjálsu ríkja Evrópu ( eftir Fyrri heimsstyrjöldina. íslendingar uppskáru ( fullveldisviðurkenningu sína um svipað leyti. í lok ) Síðari heimsstyrjaldar skildu leiðir. íslendingar héldu ) áfram frelsi sínu og fullveldi í vestrænni lýðræðisver- ) öld og endurreistu lýðveldi sitt. Tékkar lentu hins i Vegar austan járntjalds. Þó var það svo, að Tékkó- (l slóvakía fagnaði í fyrstu Marshall-aðstoðinni, sem / Bandaríkjamenn buðu til endurreisnar Evrópu eftir / eyðileggingu stríðsins. En þá var kippt í spottann og ) Tékkar drógu sig í hlé. Utanríkisráðherra Tékka, Jan \ Masaryk, dó voveiflega. Var það morð? Járntjaldið ( var fallið á vesturlandamærunum. ( Nú, tuttugu árum síðar, hefur verið gerð tilraun til ( að lyfta tjaldinu. Ýmislegt nýstárlegt hefur gerzt, ( þótt enn sé aðeins leyfður einn stjórnmálaflokkur. / kommúnistaflokkurinn. Menn spyrja nærgöngulir: ) Hvernig dó Masaryk? Því er haldið fram feimnislaust ) í Tékkóslóvakíu, að kommúnistar hafi ráðið hann af \ dögum fyrir tilstilli Sovét-valdamanna. V Hér á landi þykir kommúnistum og ýmsu fínu \ fólki mikils um vert að kunna skil á byltingarmönn- ( um frá Kúbu og skæruliðum frá Suður-Ameríku. En (f vita þessir sömu menn raunverulega skil á því, sem ( gerzt hefur austan járntjalds og þeirri frelsishreyf- l ingu, sem nú bærir þar á sér? Þekkja þeir nöfn nokk- ) urra þeirra Ungverja, sem rússneskir bryndrekar \ muldu undir sig á götum í Búdapest, þegar frelsis- ! andinn brauzt út þar á sínum tíma? Muna þeir eftir af- ( töku Imre Nagy forsætisráðherra, sem nú er að fá upp ) reisn æru sinnar? Muna þeir örlög Eystrasaltsríkj- ) anna? \ Þeir þykjast vera menn með mönnum og geta málað ) rautt á skipshliðar NATO-skipa. Það var þó stofnun \ og tilvera Atlantshafsbandalagsins, sem batt enda ( á hinn ljóta leik, er járntjaldinu var komið upp í ( skjóli vopnavalds Sovétherja. Ef frelsishyggja og / sjálfstæðisandi þjóða Atlantshafsbandalagsins hefðu ) mátt sín meira fyrr, þyrftu menn ekki í Tékkóslóvakíu ) og víðar að heiðra þá menn, sem legið hafa í gröf- \ inni í tuttugu ár, fómardýr alræðisins. ( Ólafur Thors sagði eitt sinn um Atlantshafsbanda- \ lagið í merkri ræðu: „Því er ætlað að verða sverð og ( skjöldur til sjálfsvarnar vestrænhi menningu. Vígi til ; varnar gegn árásum heimsyfirráðastefnu kommún- ' ista á frelsið, friðinn, jafnréttið, sjálfsákvörðunarrétt- / inn, á alla dýrmætustu helgidóma einstaklinga og ) þjóða. Sáttmáli þessi er því merkasti friðarsáttmáli, , sem nokkm sinni hefur verið gerður.“ ( Bandaríkin, Bretland og Sovét- ríkin standa saman um að vernda sáttmálann um bann við út- breiðslu kjarnavopna Oandarikin, Bretland og Sovét ■*ríkin fluttu Öryggisráöi Sam einuðu þjóðanna samljóða yf- irlýsingu á mánudag, um aö rík- in mundu sem einn aðili tryggja þeim löndum, sem undirrita sátt málann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna, vernd gegn hugsanlegri kjarnorkuárás af hálfu kjamorkuvelda, •sem ekki eiga aðild að sáttmálanum. Þessar yfirlýsingar, sem ekki eiga sér neina hliðstæöu í söigu Sameinuðu þjóðanna, voru lesn- ar upp f Öryggisráðinu, þegar umræöur hófust þar um upp- kast að ákvörðun þessara 3ja . stórvelda um hvaöa ráðstafanir Öryggisráðið geti gert, verði um slíka kjarnorkuárás að ræða. í ræðu sinni sagði Arthur J. Goldberg, aöalfulltrúi Bandarikj anna, að hvert land yrði að gera þaö upp við sig, hvort þessi ráð stöfun ásamt sáttmálanum um bann við útbreiðslu kjarnorku- vopna fæli í sér meira öryggi en ella. Brezki fulltrúinn, Caradon lá- varöur, sagði, að samkomulag Austurs og Vesturs í þessu mikil væga máli mundi hafa mikla þýðingu fyrir þróun heimsmála í heild. Vasilí Kúsnetsov, fyrsti aðstoð arutanríkisráðherra Sovétríkj- anna, sagöist vera fullviss um, að þessari sameiginlegu yfirlýs- ingu hinna þriggja stórvelda yröi vel tekið af ríkjunum, sem voru fylgjandi því að samþykkja sáttmálann um útbreiðslubannið á aðalþinginu á dögunum. Fá mál eru nú meira rædd i heiminum heldur en hvernig bezt verði að foröa mannkyninu frá ógnum kjarnorkustyrjaldar. Það er erfitt að gera sér í hugar lund hvílíkur eyðileggingarmátt ur liggur þar í Iæöingi og vart hægt að segja til um, hverjar af- leiöingar kjamorkustyrjöld mundi hafa í för meö sér. Sér- fræðingar frá Sameinuðu þjóö- unum hafa þó reynt að taka sam an heildarmynd af hugsanlegum atburðum og hér fer á eftir úr- dráttur úr bæklingi, sem nefnist „Kjamorkuvopnaógnunin". ■ Hve mikilli eyðiiegg- ingu geta núverandi birgðir kjamavopna valdið? Þær birgðir sem nú eru til af kjamavopnum hafa aö geyma megatonsprengjur sem hver fyr ir sig býr yfir meiri eyðilegging armætti en öll hefðbundin sprengiefni, sem notuð hafa ver ið í styrjöldum síöan púðrið var fundið upp. Verði þessi vopn nokkum tíma notuð að ein- hverju marki, munu sennilega hundruð milljóna jarðarbúa týna lífi, og siðmenningin eins og við þekkjum hana ásamt skipu lögðu samfélagslífi yfirleitt mun óumflýjanlega þurrkast út í þeim löndum sem hlut ættu aö átökunum. Margir þeirra, sem/ kynnu að tifa 1 af hina snöggu eyðileggingu eða ættu heima f löndum utan við átakasvæöið. mundu verða fómarlömb geisl unar sem breiðast mundi um aúan heim, verða fyrir varan legum geislunaráhrifum og láta börnum sínum i té erfðagalla sem mundu koma fram í rým- andi hæfileikum hjá óbornum kynslóðum. ■ Hafa verið gerðar rann- sóknir á senniiegum af- leiðingum kjarnorku- árásar á smáríki? Sænsk könnun á afleiðingum af kjamorkuárás á borgir og bæi landsins hefur leitt í ljós, að árás þar sem notaðar væru um 200 hleöslur að styrkleik frá 20 upp í 200 kílótonn mundi hafa í för meö sér, að 2—3 milljónir þjóðarinnar mundu láta. lífið og særast, þ. e. a. s. 20—40 prósent allra fbúa landsins, sem eru rúm ar sjö milljónir. Hún hefur einn- ig leitt í ljós, að milli 30 og 70 prósent sænsks iðnaöar legðist í rúst og að tveir þriðjuhlutar allra iðnverkamanna mundu verða fyrir banvænum eða mjög alvarlegum áföllum. Magn þeirr ar árásar sem gert var ráð fyrir £ þessari könnun er tiltölu lega mikið, en eigi að síður sam- svarar það aðeins broti af þeim kjamorkuvopnum, sem nú eru fyrir hendi í heiminúm. ■ Hvemig orkar kjarnorku- vígbúnaður á efnahag tiltekins lands og sam- skipti þess við önnur ríki? Kjarnorkukapphlaupið krefst gífurlegs framlags fjár og tækni kunnáttu og getur jafnvel leitt til þess, að efnahagsþróun ákveð ins lands staðni. Hið innra örygg isleysi, sem skapast við að full- nýta eða ofbjóða fjárhagsget- unni, getur orðið alveg eins al- varlegt eins og ógnun við land- ið útífrá. Öflun kjarnorkuvopna gæti einnig leitt af sér breyting ar á alþjóðlegri stöðu þess. Ná- grannalönd án kjamorkuvopna kynnu að freistast til að afja sér kjamorkuvopna eða kannski Ieggja út f hernaðaraðgerðir í varnarskyni. Að hafa kjamorku- vopn á eigin landsvæði gæti leitt til þess, að landinu yrði bein- Ifnis refsað með kjamorkuárás. ■ Eykur kjamavopnaeign pólitískt vald ríkja? Öryggi rfkja og pólitískt vald eru teygjanleg hugtök. Til em lönd er njóta hvors tveggja í rík um mæli, enda þótt þau séu ekki talin til hervelda heimsins. Þó kjamorkuveldin hafi stundum getað beitt gífurlegum efnahags legum áhrifum og gífurlegu pólitísku valdi í heimsmálunum, hefur það einnig átt sér stað á seinni ámm, aö þau hafa ekki haft áhrif þrátt fyrir hið mikla magn kjamorkuvopna sem þau ráða yfir. Á sama hát kemur kjamorkuvopnaeign ekki í veg fyrir dvínandi pólitfsk áhrif f öll um tilvikum. Ef öflim og varð- veizla stórra birgða af kjama- vopnum legði vemlegar tækni- legar og efnahagslegar byrðar á tiltekiö ríki, gæti afleiðingin kannski orðið dvínandi en ekki vaxandi öryggi og pólitísk áhrif þess á heimsmálin. ■ Hvemig verður öryggið bezt tryggt? Lausn þess vandamáls að tryggja öryggi f heiminum liggur ekki í fjölgun kjamorkuvelda og ekki heldur f því, að rfkin, sem nú eiga kjarnorkuvopn haldi þeim. Sáttmáli um að koma f veg fyrir dreifingu kjamorku- vopna, sem Sameinuðu þjóðim- ar hafa stuðlað að og hefur orðið til við frjálsar samnings- umleitanir, er mikilvægt skref í rétta átt, verði honum fram- fylgt. Sáttmáli um minnkun þeirra birgða af kjamorkuvopn- um, sem nú em fyrir hendi, væri einnig mikilvæg ráðstöfun. Öryggi allra rfkja heimsins verð ur að tryggja með almennri og algerri afvopnun, sem útrýmir öllum kjarnavopnabirgðum og leggur blátt bann við beitingu kjamorkuvopna. (Útdráttur úr bæklingnum Kjarnavopnaógnunin, sem byggð ur er á skýrslu sérfræðinga frá S.Þ.). v U Thant aðalritari Sameinuðu þjóðanna man eflaust þá tima, þegar samkomulagið milli Austurs og Vesíurs á allsherjar- þinglnu var ekki eins gott og nú er.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.