Vísir - 27.06.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 27.06.1968, Blaðsíða 7
7 VlSIR . Fimmtudagur 27. júní 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd KÍNVERJUM BOÐIÐ AÐ TAKA ÞÁTT í GENFARFUNDI S.Þ. — Breyfir engu um afst'óbu til aðildar landsins að samtökunum Aðakitari Sameinuðu þjóð anna, U Thant, hefur boð- ið Kínverska alþýðulýð- veldinu að senda fulltrúa til fundar, sem haldinn verður í Genf í ágúst með þjóðum, er ekki eiga kjam orkuvopn. Frá þessu var skýrt í aðalbækistöðvum S.Þ. í New York í gær. Sameinuöu þjóðirnar gangast fyrir þessum Genfarfundi, og þetta er í fyrsta sinn, sem Kína, sem ekki er aðili aö samtökun- um, fær boð um að taka þátt í slíkum fundi. U Thant sendi boðið eftir aö það hafði veriö samþykkt við at- kvæðagreiðslu á allsherjarþinginu, en sem stendur bendir ekkert til þess, aö Kínverjar taki þátt í þess- um fundi, þar sem kjamorkuveld- in munu ekki hafa atkvæðisrétt. Það er lögð áherzla á það af hálfu Sameinuðu þjóöanna, að þetta boð snerti á engan hátt afstöðuna til hugsanlegrar aðildar Rauða- Kfna. Aöalritarinn sendi samhljóöa bréf til hinna 124 aðildarlanda, meðlima allra sérstofnana S.Þ. og allra landa sem hafa kjamorkuvopn, þ. á m. Kína. Það sem fyxst og fremst verður rætt á fundinum í Genf er, hvern- ig bezt veröi tryggt öryggi þeirra landa, sem ekki eiga kjamorku- vopn, hvemig bezt sé að hindra út- 'breiöslu kjarnorkuvopna og hag- nýta atómorku á friðsamlegan hátt. Þessi fundur hefur öðlazt mikilvægi eftir að allsherjarþingið samþykkti tillögu um bann við frekari út- breiðslu kjarnorkuvopna. Kína hef- ur fordæmt þessa tillögu, sem verð- ur lögð fram til undirskriftar á mánudag í næstu viku. Earl Warren, 77 ára að aldri. Lætur nú af störfum sem forseti hæstaréttar Bandaríkjanna. Xuan Thuy — aðalsamningamaður N-Víetnam við Parísarviðræð- umar. Hann segir, að Þjóðfrelsishreyfingin vilji hlutleysisstefnu og samstarf við aliar þjóðir. 10. samningafundur U.S.A. og N-Vietnam árangurslaus E Norður-Víetnamar gáfu í skyn í gær, að þeir mundu virða hlut- leysi Suður-Víetnams í framtíðar- stjórnmálastöðu þess með Banda- ríkjunum. Yfirsamningamaður Norð ur-Víetnama á samningafundunum i París, Xuan Thuy, sagði að Þjóð- freisishreyfingin hefði í huga ut- anríkisstefnu, sem byggðist á friði og hlutleysi. Bandaríska og n-víetnamska sendinefndin ræddust við í fjórar klukkustundir í gær. Þetta var tí- undi fundurinn síðan samninga- viðræðumar hófust milli þessara styrjaldaraðila. Thuy sagði á fundinum, að Þjóð- frelsishreyfingin hefði áhuga á stjórnmálasambandi við öll lönd, án tillits til þjóöfélags- og hag- fræðilegs kerfis þeirra. Þjóðfrelsis- hreyfingin byggist á kennisetning- um um þjóðir og viöurkenningu allra á sjálfsákvörðunarrétti þeirra. Bæði Bandaríkjamenn og Víet- Earl Warren lætur af embætti forseta hæstaréttar U.S.A. Abe Fortas útnefndur eftírmaður hans ■ í gær skipaði Johnson forseti Abe ^ortas í embætti forseta hæstaréttar, en fyrrverandi forset’ réttarins Earl Warren hafði áður tilkynnt að hann óskaði að láta af störfum. B Warren, sem ættaður er frá Noregi, hefur verið forseti hæsta- réttar siðan 1953, og tímabil hans i þessu mikilvæga embætti hef- ur verið söguiegur tími fyrir borgararéttindaiöggjöfina í Banda- ríkjunum. í síðustu viku var tilkynnt ó- ■pinberlega, að hann heföi beöið "orsetann um lausn frá embætti, ín hin opinbera tilkynning um það, kom i gær á blaðamannafundi. þeg- ar Johnson skýrði frá valinu á eft- irmanni hans. T bréfi sem forsetinn hefur lagt fram, leggur Warren áherzlu á. að eina ástæðan fyrir því sé, að hann finnur aldurinn leggjast æ þyngra á sig. Það hefur samt lengi verið vitaö í Washington, aö Warren hafði i huga aö láta af störfum f forsetatíð Johnsons, svo aö honum sæfist kostur á aö nefna eftirmann — jafnfrjálslyndan og Warren hef- ur verið. Vinir Warrens segja. að hann hafi ákveöið að draga sig til baka einmitt nú, þegar margir álíta að morðið á Robert Kennedy hafi auk- iö möguleika Nixons á því að kom ast í forsetastól Abe Fortas er 58 ára að aldri Hann er einnig talinn vera frjáls- 'vndur, eft.ir því aö dæma, hvernia hann hefur greitt atkvæöi í ýmsum málum síðan Johnson forseti út- nefndi hann i hæstarétt árið 1965 Ekki er Johnson þó algerlega ein ráöur um skipun hæstaréttar, því að þingið verður að samþykkja út,- nefninguna. namár sögðu eftir fundinn, aö eng inn árangur heföi náðst. Um há- degisbil höföu nefndirnar hitzt ó- formlega og snætt saman hádegis- verð. Bandaríkjamennirnir vonast til, að slíkir fundir geti skapað hag stætt andrúmsloft til samninga, en Cyrus Vance yfirmaöur bandarísku nefndarinnar vildi ekki segja til um hvað rætt var á hádegisveröar- fundinum. |Fréttaniaður Tassj ísegir afvopnunar- umræður NATO án raunverulegs grundvallar Fréttamaður Tass-fréttastof- unnar rússnesku skrifaði í gær, * að allar umræður á ráðherra- [fundi NATO i Reykjavík um aö ibreyta hemaðarskipulagi innan ' Evrópu séu án nokkurs raunveru , legs grundvallar. Fréttamaðurinn, Igor Orlov, • segir, að NATO fylgi áfram , hinni gömlu stefnu. Samtökin i séu tæki til ágangs og stríðs- ► undirbúnings. „Atlantshafs- , bandalagið er ennþá ein aðal- i uppspretta fyrir spennu í Evr- ; ópu og heiminum. Fundurinn í i Reykjavík hefur leitt í ljós auk- i in áhrif Vestur-Þýzkalands á ; stefnu bandalagsins. Margir hlut i ir í hinni opinberu tilkynningu i tala máli kalda stríðsins. Árás- 1 irnar á A-Þýzkaland vegna i hinna nýju ákvæða um vega- i bréfaeftirlit, eru ekki í anda 1 allra fullyrðinganna um „starf í i bágu friðar“, og fleira þessu i iíkt skrifar Orlov. MOSKVA. Sovézka rithöfunda- sambandið ákærði í gær Alexander Solzenitsjin, sem skrifaði bókina „Dagur í lífi Ivans Denisovitsj“ fyrir að vera viljugt tæki fyrir vest- rænan áróður gegn Sovétríkjunum. HONGKONG. Blöð í Hongkong halda því fram, að mörg þúsund manns hafi fallið og særzt f bar- dögum í Suður-Kína milli stuðn- ingsmanna Maos Tse-tungs og á- hangenda Liu Shao-chi forseta. Fólk, sem hefur komið til Hong- kong frá Yangkiang-fylki í Kwan- tung, segir að kínverski herinn hafi ekki reynt aö stööva átökin milli flokkanna, sem stóðu frá 27. maí til 9. júni. Talið er, að um 1000 manns hafi fallið, en í bardögun- um voru notuð vopn, sem deilu- aðilar útveguðu sér hjá herflokk- um í nágrenninu. RÓM. Páll páfi kunngerði í gær, að við fornleifauppgröft í Péturs- kirkjunni í Róm, heföu komið upp beinaleifar, sem fullvíst mætti telja. að væru af Pétri postula. Um lang- an aldur hafa menn álitið, að post- ulinn hafi verið krossfestur með höfuðiö niður í ofsóknum á hendur kristnum mönnum í Róm árið 64 eða 68. og að hann hafi síðan verið grafinn, þar sem háaltari Péturs- kirkjunnar stendur nú. FRANKFURT. Frakkland hefur selt vestur-þýzka þjóðbankanum gullbirgðir fyrir um 10 milljarða króna á síöustu dögum. Þessi mikla gullsala stendur > sambandi við fjárhagsvandræðin miklu, sem Frakkar eiga nú við að etja. PLYMOUTH. Flugvélar og skip leita nú hinnar 26 ára gömlu Ðith Baumann frá Vestur-Þýzkalandi, en hún er ein þátttakenda í kappsigl- ingu yfir Atlantshafiö. Ungfrú Baumann siglir bátnum Koala III Leitinni að stúlkunni er stjórnað frá bandaríska flugvellinum í Ram- stein í V-Þýzkalandi. HONGKONG. Hafnarlögreglan borginni Hongkong hefur síðustu dagana slætt 17 lík upp úr sjónum Halda menn þessi lík hafa rekið frá Kína. Á einum degi fundusr þannig átta lík, sem auðsjáanlega höfðu legiö I sjónum vikum saman og voru þau í fjötrum. Lögreglar álítur Iikin koma frá Kína. þar sem fóíki hafi veriö refsaö þann- ig fyrir flóttatilraun, eða bað hafi orðið fórnarlömb baráttunnar milli Maó-sinna og andstæðinea hans í Kwantung-óeirðunum. JÓHANNESARBORG. Yfir 600 þús und blökkumenn eru nú atvinnu Iausir í Rhodesíu, að því er auglýst var á fundi vefnaðarvöruframleið enda í Jóhannesarborg á dögunum Atvinnulausum hefur fjölgað Rhodesíu á árunum 1960—’67 urr 42 þúsund og þar með er tala at vinnulausra komin upp í 600 þús und. Á sama tíma hefur blökku fólki fjölgaö í landinu um eina milljón.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.