Vísir - 27.06.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 27.06.1968, Blaðsíða 16
racri-i BHrifeMnl Flmmtudagor 27. júní 1868. Bjarki Eliasson, lögreglu- varðstjóri: Ekki „óhorfandi" heidur virkur Stal fyrir 36 krónur sænskar úr sjálfsala: SAT INNI í FJÖRUTÍU DAGA! 1 sænsku blöðunum er þess getið, að íslenzkur bygginga- verkamaður hafi setið í gæzlu varðhaldi í 40 daga í Gauta- borg. Afbrot hans var það, að hann hafði ásamt félaga sínum stolið úr sjálfsala vör- um fyrir 36 sænskar krónur! Islendingurinn reyndi án ár- angurs að fá dóminn ógiltan og áfrýjaði, en yfirréttur Vestur-Svíþjóðar staðfesti hann. Lögfræðingur íslend- ingsins, Bo Melander, skýrði svo frá: „Þetta var ósköp venjulegur þjófnaður, og það stuðlaði mjög að gæzluvarð- haldinu, að ákærði var út- lendingur. Það er sjaldgæft í Svíþjóð, að menn séu dæmd- ir í gæzluvarðhald fyrir svo smávægileg afbrot sem stuld úr sjálfsölum.“ þátttakandi • Bjarki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn sagði Vísl f morgun f sambandi við annan piltanna, sem handtekinn var við ólætin á Há- skólatröppunum, aö lögreglan gæti vart talið hann „áhorfanda" að lát- unum. Pilturinn, sem var til hægri á myndinni okkar f fyrradag hér í blaðinu, haföi sem sé að sögn lögregluþjóna, tekið skilti af ein- um mótmælamannanna, sem sat á tröppunum, og lamiö skiltinu í mótmælendur. Var maöurinn hand- tekinn af þessum sökum. m->- 10. síða Kvartað yfir ískri í strætisvögnum Reykjavík hefur yfirleitt verið talin mjög hægiát borg. Það er því ávallt tíðindavert ef upphefst ein- hver óvenjulegur hávaði. Við hlýdd um á tal tveggia manna í morgun og er þar eflaust skýringuna aö finna. Hvaða andsk ... hávaði er þetta? Þetta eru aöeins hemlumar- hijóðin í hinum nýju farkostum S. V. R. Tugir manna hafa kvart- Frh. á bls. 10. FÆRRI SLYS í H-UMFERÐ, en orð/ð hefðu i V-umferð ■ Fyrstu fjórar vikumar í hægri umferð voru skráð alls 263 umferðarslys á vegum í þéttbýli, en Ottó Björnsson, tölfræðing- ur, hefur relknað út, að 90% líkur eru á því, að slysin hefðu orðið milli 264 og 334 á þessum tíma, ef H-breytingin hefði ekki orðið. Stærsta borð á íslandi Hefur þvi rætzt spá hinna bjart- sýnni manna, sem eftir H-breyting- una, spáðu því, að slys yröu færri fyrst um sinn eftir H-breytinguna, heldur en í V-umferðinni. A vegum í dreifbýli voru skráð fyrstu fjórar vikurnar eftir H-breyt inguna alls 42 umferðarslys. Sam- kvæmt útreikningum Ottós eru 90% Ilkur á þvl, að umferðarslys I dreifbýli á þessum tíma I V-um- ferö hefðu orðið einhvers staðar milli 61 og 107. Þarna hefur slysa- talan orðið lægri, en búast hefði mátt við. Þetta mikia borð, sem utanríkisráðherrar NATO-landanna og aðstoðarmenn þeirra þinguðu við i hátíðasal Háskólans, er langstærsta borð sem sézt hefur á lsiandi. Húsameistari rikisins teiknaði borðið, en það var smfðað hér. Ákveðið hefur verið að geyma borðið til notkunar seinna, enda var það mjög dýrt, Ráðstefn- um sem haldnar eru hérna hefur farið mjög fjölgandi og mun borðið því oft geta komið í góðar þarfir. Þess má geta, að borðið vakti ekki aðeins athygli meðal innlendra manna, heldur var því mjög hrósað af ýmsum erlendu fundarmannanna. „Slöpp mótmæ!i" — segja sænsku hjónin Dr. fil Sten Berg og kona hans Karin, prófessor „Viö vorum sannarlega hissa á að ekki voru fleiri stúdentar sem tóku þátt f mótmælaaðgeröunum gegn NATO héma og fámennari mót- mælaaðgeröir höfum við ekki séð fyrr,“ sögðu sænsku hjónin Dr. fil. Sten Berg og kona hans Karin Berg, prófessor við Uppsalahá- skóla, þegar blaðamaður haföi tal af þeim f gær, en þau hjónin komu til fslands fyrir nokkru og sátu þing norrænna kvenréttindafélaga á Þingvöllum. Meö þeim hér á landi eru tveir þekktir sænskir rithöfund ar, Margareta Ekström og Rut HiIIarp, en þær hafa báðar gefið út margar bækur á sænsku bæði ljóöabækur og skáldsögur. Við hittum fjórmenningana á kaffihúsinu Tröð I gær, en þau voru þá á leið til að skoða söfn og ætluðu síðan aö fljúga til Sviþjóðar seinna um daginn. „Við erum hér á íslandi í fyrsta sinn og svo sannarlega er landið io. siöu. Lúðraþytur á Siglu- firði um helgina Um næstu helgi verður haldið á Siglufirði 6. landsmót Sambands ísl. lúörasveita. Mótið er lialdiö einu ári fyrr en reglulegt mót ætti að vera vcgná tilmæla Lúðra- sveitar Siglufjaröar, en hún ann- ast undirbúning mótsins, og er þaö nú haldiö f tiiefni þess að Siglu- 'jörður minnist tveggja merkra af- mæla í sögu sinni sem verzlunar- staðar og kaupstaöar. Mótið sjálft hefst um kl. 14.00 á laugardag 29. júní ag fer þá fram leikur hverrar lúðrasveitar fyrir sig og samleikur allra með smá hléum. Mótsstaður er ákveð- inn I skólabalanum, þ.e. sunnan við Bamaskólahúsið. Um kvöldið efnir Lúðrasveit Siglufjarðar til fjölbreyttrar músik- skemmtunar og munu koma þar fram ásamt henni kvennakór, karla l:ór, danshljómsveit og fleiri góðir skemmtikraftar. Á sunnudagsmorgun verður m->- io siöu BáBir frambjóBendur með fundi / Laugardalshöll — Búizt við fjólmennari kosningafundum en nokkurn tima hafa verið haldnir hér á landi Nú dregur að lokasprettinum í kosningabaráttunni fyrir for- setakosningarnar. Stuönings- menn beggja frambióðenda hafa trýRgt sér stærsta samkomuhús landsins og þar halda þeir hvor- ir um sig lokafundi. Stuðnings- . enn Gunnars í dag, fimmtu- dag, en Kristjánsmenn á Iaug- ardag. Verða bað væntanlega langfjölmennustu kosninga- fundir, sem hér hafa veriö haldnir til þessa. Stuðningsmenn Kristjáns héldu fund í Stapa í gærkvöldi fyrir fullu húsi og Gunnarsmenn \ ^ru með fund í Selfossbíói og var húsiö troðfullt. í kvöld verða hins vegar fundir í Stapa hjá stuðnings- mönnum Gunnars, en i Selfoss- biói hjá stuðningsmönnum Kristjáns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.