Vísir - 02.07.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 02.07.1968, Blaðsíða 9
V1SIR . Þriðjudagur 2. júlí 1968. VIÐTAL DAGSINS er við Björn Arnórsson,sem er við efnafræðinám við háskó/ann / Uppsólum Hann er kominn heim frá námi við erlendan háskóla, þegar heimurinn logar i stúdenta- óeirðum — Með menntamónnum berast áhrif frá öðrum löndum, og við viljum vita, hvernig er að dveljast langdvölum burtu frá heimalandinu Hvemig er að stúdera f Svíþjóð? Jþað má segja að þetta sé í fyrsta skipti, sem ég á þess kost aö læra viö skóla. Aðstaða og aðbúnaður allur er svo gjörólíkur því, sem við eig- um að venjast að vart er um samanburð að ræða. Efnafræði- deildin við Uppsalaháskóla er talin með bezt útbúnu efna- fræðistofnunum í heiminum í dag, enda ekkert til sparað. Sú saga er sögð, aö þegar prófess- or Hágg, forstöðumaður deild- arinnar hafi fyrst komið þang- að, hafi deildin verið ( mikilli niðurníðslu. Átti hann að hafa opnað krukku, sem stóð á einu tilraunaborðinu og hafi þá dauö rotta, þakin kóngulóarvef, blas- að við. Hvað sem nú satt er í sögu þessari, þá er það víst, að framfarir þarna á undan- förnum árum hafa verið gífur- legar, eins og reyndar á öllum sviðum menntamála í Svíþjóð. Til marks um stærð deildar- innar má nefna, að ökkur voru ætlaöir tveir dagar á stunda- töflu til að kynnast stofnuninni og þeirri starfsemi, sem þar fer fram auk kennslunnar. Er skemmst frá því að segja, að þótt við gengjum í okkur harð- sperrur, þá kynntumst við ekki nema litlum hluta deildar- Bjorn Amorsson öfugt. Ekki alls fyrir löngu birtu sænsk blöð fregnir frá klúbb einum, þar sem aðgöngumiðinn gilti sem happdrættismiði. Vinn- ingurinn var nektardansmær nokkur, kostakvenmaður, og skyldi leysa út vinninginn á sviöi stóru að viðstöddum full- um sal áhorfenda. Lögreglan blandaði sér £ málið í þann mund, er dregið hafði verið í happdrættinu og sá hamingju- sami sigurvegari var á leiðinni að sækja vinninginn. Nokkrir klúbbar eru starfandi f Stokkhólmi, þar sem hjón mætast og hafa makaskipti. Þykir viðkomandi aöilum þetta hin mesta skemmtun og segja ást sína til síns maka aukast við hver skipti. Auðvitað ráðleggja þeir öllum að taka upp venjur þessar. Til marks um ótakmarkað hugmyndaflug sænskra, þegar feimnismál eru annars vegar, minnist ég auglýsingar, sem tilkynnti að nú heföi Svenson & Co. hafið sölu á kynlífsatriöum — á segulbandsspólum! Hvað um afskipti sænskra stúdenta af þjóðmálum? Áhugi stúdenta á þjóðmálum bæði innamlands og utan, er mjög álmennur. Þeir virðast verja miklum tíma í að kynna sér pólitískar stefnur og eru // Það er oft dýrt að vera fátækur" Sjálfur lenti ég í því á fyrsta degi mínum þarna að ramm- villast í ranghölum byggingar- innar. Lá mér við örvinglun, þegar góöleg þvottakona hjálp- aði mér út undir bert loft á ný. Hvað um aðbúnað stúdenta? Sænskir stúdentar fá styrki og lán frá ríkinu, sem nægir fyrir fæði og húsnæöi, auk öl- sopa viö hátíðleg tækifæri. Ég hef spjallaö við sænska um stuöning íslenzka ríkisins við íslenzka námsmenn en við fá- um 32.000.—: ísl. kr. á fyrsta ári. Þykir þeim nú mikið koma til íslenzkra stúdenta, hverja þeir telja lifa á lofti einu sam- an stærsta hluta ársins. Við erum f skólanum frá átta til fimm, fimm daga vikunnar. Síðan tekur við undirbúningur fyrir tilraunir, próflestur o.s.frv. Má rétt ímynda sér hve mikill tími er eftir til að vinna fyrir fæði og klæði fyrir fjölskyld- una. Auðvitað eru öll tækifæri notuð til að skrapa saman aur- um. Sænskir hafa þann hátt á aö greiöa mönnum 30.00 s. kr. fyrir blóðgjafir. Hef ég oft heyrt þvi fleygt, að blóðbankinn í Uppsölum sé einstaklega vel birgur af blóði, . enda 20.000 stúdentar f borginni. Stúdentafélög eru fjölmörg í Uppsölum og er stúdentum skylt að vera meölimir í ein- hverjum þeirra. Eru félögin kennd við hin ýmsu byggðalög í Svíþjóð, en t>au veita sínu fé- lagi stuðning með fjárframlög- um og fleiru. Stúdentafélögin, eða „nationirnar" eins og pau eru kölluö, veita stúdentum ýmsa aðstoð auk þess sem þær halda uppi mikilli félagsstarf- semi. Hvað viðvíkur aðstoð, þá hafa „nationirnar“ menn á sínum vegum, sem veita stúdentum holl ráð og leiðbeiningar bæði hvað viðvíkur vandamálum i námi, svo og búksorgum öðrum. Einnig er hægt að fá þar svo- kallað handlán, en það er lán upp á 500.00 s. kr., sem menn fá umvrðalaust' og vaxtalítið í nokkra mánuði ef illa árar. Félagslífið er óhemju mikiö. Má þar nefna ódýrar leikhús- ferðir, bæði í Uppsölum svo og til Stokkhólms. íþróttastarfseihi er svo almenn, að maður er löngu hættur að kippa sér upp við að sjá dósenta sína og kenn- ara á harðahlaupum um götur bæjarins eldsnemma , á morgn- ana í fþróttabúníngi' éinum saman. íþrót^tamót eru haldin, þar sem. lið ,,nationanna“ Jeiða saman hesta .sina o.s.frv. o.s.frv. Á v laugardagsbftirmiðdögum eru “svókölluð' laugardagskaffi, en þá köma menn samah og drekka kaffi, ýmist með kökum eða koníaki eða sænsku púnsi, en það er mikill dýrðarmjöður. Eru fengnir menn á samkomur þessar til aö halda fæður um dittinn éða dattinih, en síðan hefjast mismunandi heitar orð- ræður fram eftir degi. Danssamkomur eru ósjaldan. Eru stúdentar ólatir viö að inn- byrða mat og drykk, enda lýkur samkvæmunum yfirleitt ekki fyrr en undir morgun. Þykir hin mesta óhæfa aö slíta sam- kvæminu 'fyff' en allir hafa fengið nóg/ og hafa horfið heim á leið mismunandi hressir, en oftast kátir. .., ; !' Hvað um margumtalað „frjálslyndi" Svía í kynferðismálum? Það er ekki andskotalaust hve Svíar eru hrifnir af þessu margumrædda „frjálslyndi“ sínu. Kveður svo rammt að. að vart finnst sú tóbaksbúð, sem ekki hefur sýningarglugga sina þakta af klámritum og myndum, sem hæglega geta dregið léttan rauöan lit fram í kinnar sak- lausra námsmanna íslenzkra. En c'';i má venjast og nú geng- ur maöur fram hjá gluggum þessum án teljandi taugavið- bragöa. Mjög hefur bókamark- aður sænskur litazt af þessari áráttu og má m. a. nefna er einn dáindismaöur tók sig til og endurritaði söguna um Rauö- hettu. Endaði sagan f útsetn- ingp hans á þann veg að allar höfuðpersönur sögunnar gistu eiha sæng, Rauðhetta, veiðimað- urinn, amman og úlfurinn. Kvikmyndirnar hafa ekki farið varhluta af ósómanum eins og íslendingar hafa reyndar kynnzt af sýningum Stjörnubíós á kvikmyndinni „Jag ár nyfiken — gul“. Ég sá dóm um þá mynd í sænsku vikublaöi hvar gagn- rýnandinn hafði rékið augun í, að karlmaðurinn í kynlifsatrið- unum haföi ekki hugann við það sem hann var að gera. Kvað hann það einkar óraun- verulegt og hrakyrti mjög, að ekki skyldi betur vandað til ástaratriöanna. En myndin sópar inn peningum og meðan einhver vil! kaupa, eru alltaf. . nægir til að selja. . Sænsk blöö eru uppfull af auglýsingum frá ýmsum klúbb- um, þar sem karlar geta kynnzt „fordómalausu kvenfólki“ og ólíkir íslenzkum kollegum sín- um að því leyti, að þeir fylgja skoðunum sínum óhikað eftir. Rölta þeir gjaman lengri eða skemmri vegalengdir baráttu- málum sínum til stuðnings. Stundum vill bregða við að of langt sé gengið eins og í Bástad, þar sem til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda, sem söfnuðust saman til að koma í veg fyrir landsleik í tennis við Ródesíu. Varð ólga mikil í kringum atburð þenn- an, enda ótækt að líða ein- hverjum hópi manna að vinna að sigri málstaös síns meö of- beldi. Aftur er það annað mál, að fréttaflutningur ýmissa blaöa hér af nýafstöðnum óeiröum í Stokkhólmi var nokkuð fróð- legur, því ef fréttir þessar eru sannleikanum samkvæmar, nef- ur landiö, sem ég gisti f vetur alls ekki verið Svíþjóð, þrátt fyrir allar fullyrðingar lands- manna í þá átt. " Annars hefur hópur sænskra stúdenta mikið dálæti á Marx, Che, Castró, Maó o. fl. for- sprökkum vinstri manna fyrr og síðar. T. d. mátti sjá spjald i fyrrnefndum kröfugöngum á hverju stóð: „Stöndum okkur félagar, við höfum 750 milljón- ir Kínverja á bak við okkur!“ Annars ættum við að gæta okkar á þVí að einblína ekki um of á öfgaseggina, en athæfi þeirra er oft uppblásið af hneykslisblaðamennsku. Sænsk stúdentafélög hafa stuðlaö að ýmsum umbótum og þá gjarnan í samstööu við kennara sína og prófessora. Er samstaðan oft mikil og meetti t. d. drepa á. *>y-, y i 'i • i * TÍSfflsm: Komu úrslitin í forseta- kosningunum þér á óvart? Gunnar Óskarsson: Já, svo sannarlega. Ég hafði frekar bú- izt við hinu gagnstæða. Mér hefði fundizt, að Gunnar hefði átt að vinna þetta. — Urslitin voru sem sagt mjög óvænt. Snjólaug Ólafsdóttir: Nei, ég var alveg undir þetta búin, sér- staklega sigurinn í Reykjavík. Fyrir kosningarnar var ég að vísu á Öðrú máli en flestir aör- ir. Ámi Johnsen: Já, allmikið. Ég var viss um aö kosningarnar yrðu tvísýnar, en bjóst alls ekki við svona miklu atkvæðamagni annars frambjóðandans. Ég vona, að væntanlegum forseta farnist vel í starfi. Jón Þ. Ólafsson: Ég bjóst alltaf við því að Kristján mundi sigra. Það er hinn mikli atkvæðamun- ur, sem kemur mér á óvart. 1*111«! Stefán Vilhelmsson: Nei, hreint ekki. Maður bjóst við þessu, þó kannski ekki alveg svona mikl- um mun í Reykjavík. ?»»v

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.