Vísir - 04.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 04.07.1968, Blaðsíða 3
V í SIR . Fimmtudagur 4. júlí 1968. ' . - V?.fl 1 t Þorskveiðihrota í síldarbænum Og frúrnar vinna í frystihúsinu frá þvi klukkan sjö á morgnana til ellefu á kvöldin. Aldnir Siglfirðingar muna sjálfsagt annað eins frá síldar- sumrunum í gamla daga. Tj»ö hefði varla þótt í frásög- ur færandi hér áður fyrr þótt unnið væri fram á nótt á Siglufirði um þetta leyti árs. — Þá var það síldin, sem allt ætl- aði um koll að kevra. Nú hefur hins vegar þorsk- urinn komið Siglufirði og öðrum atvinnulausum síldarbæjum norðanlands til bjargar. Fisk- gengdin fyrir Norðurlandi hefur bætt atvinnuástandið þar nyrðra til mikilla muna og nú vinna 90 — 100 manns í frysti- húsi SR á Siglufirði frá kl. 7 á morgnana til ellefu á kvöld- in. Og þó hefst ekki undan að vinna allan þann afla, sem býðst. Smærri bátarnir sem veiða ufsa í nót, veröa aö fara með aflann annað, nokkrir hafa landað á Hofsósi, semeraöýmsu kunnari en veiöiskap og fisk- vinnslu. Hér er um að ræða einhverja mestu fiskihrotu, sem komið hefur við Norðurland um áraraöir. Það kveður svo rammt að þorskinum í gamla síldarbæn um, aö flaggskip staðarins, skuttogarinn Siglfirðingur, er ekki einu sinni sendur í síld, heldur verður hann látinn veiöa þorsk í troll í sumar. ★ Togveiðin hefur algerlega firrt verstöðvarnar norðanlands at- vinnuleysi í vor. Þar hafa jafna verið daufleg vorin síðustu árin, úr því síldin, sem menn settu allt sitt traust á, stakk af aust- ur í haf. Sumir vilja þakka þetta hafísnum og segja þar sannast hið fornkveðna, að fátt sé svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. — Hins veg- ar eru fiskifræðingar ekki fylli- lega sammála þessari alþýðutrú. Sannleikurinn er sá, að hér er á ferðinni mjög sterkur ár- gangur, sem kann að hafa mikil áhrif á þorskveiðar í framtfð- inni, ef ails hófs er gætt við veið arnar nú. ★ Togveiðarnar, sem stundaðar eru þarna á uppeldisstöðvum ís- lenzka þorsksins fyrir Norður-. landi, geta því haft mjög af- drifaríkar afleiðingar. — Þessi sterki þorskárgangur frá árinu 1964 gæti orðið uppistaöan f þorskveiöum hér við Suöur- og Vesturlandiö eftir þrjú ár eða svo, þegar hann er orðinn kyn- þroska. — Hin mikla veiðisókn á þessum slóðum núna gæti dregið verulega úr magninu. Það eru ekki einungis Islend- ingar, sem togveiðar stunda þar nyrðra. Hlutur smærri togskip- anna frá verstöðvunum norðan lands er hverfandi lftill miðað við togveiðar útlendinga á þess- um slóðum. — Og það ganga tröllasögur af því að þeir drepi hann grimmt og tittimir fljóti dauðir út um allan sjó. Þeir geta því með góðri sam vizku haldið áfram að verka þorskinn i frystihúsunum nyrðra. Svo mikill fiskur hefur ekki borizt á land á Siglufirði um áraraðir... i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.