Vísir - 04.07.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 04.07.1968, Blaðsíða 9
V í SIR . Fimmtudagur 4. júlí 1968. apii ... og hann strenginn. lengra út „Hann liggur í holunum fram eftir degi, en svo ,Blue Doktor" nr. 8 og laxveiðisögur Við og við sjást laxar stökkva í flúðunum. „Nú er sko rétti tím- inn“, sagði laxveiðimað- ur, sem VÍSIR hitti við Laxá í Kjós í fyrradag. Hann hafði til síns máls nokkuð — eða fimm laxa, sem hann var bú- inn að landa á tiltölulega stuttum tíma. TVTú er einmitt sá tími, sem allir meö laxabakteríuna, fara á kreik. Það verður ekki gengið fram hjá þeim stað, þar sem einhverrar veiði er von, án þess að sjá þar stangarveiði- mann í klofbússum og tilheyr- andi með prik i hendi að renna fyrir lax. Rétt ofan við Vesturlandsveg, þar sem Laxá í Kjós rennur í Hvalfjöröinn, rákust ljósmynd- ari og blaðamaður VlSIS á þrjá menn í veiðihug í fyrradag. Stangarveiðimenn kjósa nú helzt að njóta næðis, meðan þeir eru í þeim hapnum, en þessir þrir tóku aðkomumönnunum vel. „Er hann litið gráðugur?" spurðum við einn þeirra, sem okkur sýndist vera búinn að standa lengi án þess að fá nokkuð. „Jæja! Jú, jú hann tekur á.“ Lengri urðu samræður ekki að sinni, því að nú óð maðurinn út í strenginn, lengra en áður, svo það hefði þurft að hrópa til þess að ná til hans. Hinum megin við ána hittum við ungan pilt, sem var rétt bú- inn að landa einum. „Ertu búinn að fá marga?“ „Þetta var sá fimmti.“ Hann kvaðst heita Egill Sig- urðsson og hafa fengið þessa fimm þarna á sama stað. Hann notaði maðk. Ofar við ána hittum við Gutt- orm Einarsson (Guttormssonar. læknis I Vestmannaeyjum), þar sem hann var að dytta að topp- lykkjunni á stönginni sinni, en hún hafði brotnað hjá honum. „Hvemig hefur gengið?" Guttormur lét vel yfir þvi, enda búinn að fá fimm. „Þetta er rétti tíminn,“ út- skýrði hann fyrir okkur. „Núna eftir kl. 3, því þá stendur sólin á hlið við fossinn. Það er ó- mögulegt hérna á morgnana, því þá hefur ,,HANN“ sólina í augun og þá hefur liann ekki heldur nóg súrefni. — „HANN“ fer ekkert aö hreyfa sig, fyrr en hann finnur að „HANN“ fær nóg súrefni. Þá byrjar hann að stökkva, og þá koma hinir neðan að. Þeir leggja bara í holunum framan af deginum". Guttormur jánkar því, að hann hafi komið þama oft áður og þekki staöinn vel. „Reglulega skemmtilegur staöur." „Er ekki hætt við, að það festist í botni hjá ykkur?“ „Jú, þaö er nefnilega það!!“ Okkur skildist, að Guttormi þætti það bara skemmtilegra. ' Hann sýndi okkur, hvemig fiskilínan var gerð. Fremst var hann með mjög fint flugugimi — „kastiö“. eins og hann nefndi það, en þar við tók svo lína með miklu flotmagni, svo fremsti hluti línunnar hélzt alltaf frá botninum, svo kom venjuleg kastlína. Guttormur sýndi okkur, hvernig hann kastaði alveg upp undir flúðina í straumkastiö og lét svo strauminn bera flug- una niður eftir, en vatt inn slakann jafnóðum. Það var krökkt af laxi í ánni. Þegar staöið var á árbakkanum, þar sem hann var hæstur, sást laxatorfan i ánni — svo þétt,' að blárri slikju brá á1 vatns- borðið. Við og við sást lax stökkva í flúðunum. „Það þýðir ekkert að kasta þarna I torfuna, sem er undir fossinum," sagöi Guttormur. „Þeir vilja ekki taka. Það er ekki nema svona fimmtugasti hver fiskur, sem vill taka, og þeir eru aðeins neöan við.“ Guttormur kastaði tvisvar, þrisvar, en án árangurs. „Maður má ekki nema rétt hala inn slakann. Þaö þýðir ekki aö draga línuna, því þá krækist í fisk. Það verður að leyfa henni að fljóta yfir þá og láta þá svo um afganginn“. I þessu kemur að sá, sem við höfðum hitt hinum megin ár- innar. „Hvað notar þú?“ spyr hann Guttorm. „Doktórinrí, maður! Það er það eina!!“ Við urðum eins og spurning- armerki í framan og þeir gáfu okkur þá skýringu, aö það væri ein tegund flugu, sem nefnd væri „Blue Doktor“. „Númer hvað?“ „Númer 8. Hún er ágæt á þess um tíma, en svo prófa ég núm- er tíu, þegar þaö fer að líða aöeins á.“ • • Þetta er rétt eins og vís- indagrein. Þessi fluga á þessum tíma árs og viss stærð eftir því, hvaða tími dags það er. Sólarljósið verður aö falla rétt á vatnið og súrefnismagn nægi- legt fyrir fiskinn. „Jahá, maður! Þetta verður allt að hafa í huga og meira til.“ Guttormur víkur sér að þeim, sem að hafði komið og spurt um fluguna og upplýst er, að heitir Hinrik Sigurðsson (bróðir Egils). „Sástu þennan, sem ég átti við áðan? Þaö var meiri hama- gangurinn." Hálf ánægjan af laxveiðinni er fólgin í þvi að segja sögu af baráttunni við aö koma veiðinni á land. Við fengum að heyra, hvemig Guttormur hafði fundið einn japla á flugunni og haföi fest í honum, en þó illa. „Þegar ég var kominn með hann langleiðina að, tók hann sporöaköst, losaöi úr, en þá kræktist í sporðinn á honum. Þá upphófst sko hamagangur." „Náðirðu honum?“ „Já og hann var greinilega særður í kjaftvikinu. Þar var rifið út úr.“ Guttormur skýrði fyrir okk- ur, hvernig hann hefði orðið að sleppa laxinum, ef hann heföi ekífi veriö merktur í kjaftvik-, inu. Það er venja allra laxveiði- manna — minnsta kosti þeirra, sem gæddir eru sómatilfinningu — að sleppa þeim fiskum, sem koma öfugir á land, eða eru bara kræktir einhvern veginn á öngulinn, nema fiskurinn sé mikið særöur. „Tökum bara þá, sem hafa auösjáanlega gleypt öngulinn, eða tekiö upp í sig.“ Hver veiðimaður með snefil af sjálfsvirðingu hefur með sér kassa fullan af hinum mis munandi laxaflugum. Hinrik leitar að „Blue Doktor“. Guttormur með þann sautjánda, sem veiddist þann dag í Laxá. - Ljósm. Vísis, B.G. Egill sparaði ekkert maðkinn i laxinn. Hann hafði misst tvo, sem höfðu tekið fluguna upp í sig, en síðan látið sig berast undan straumnum, svo hratt, að Kann náði aldrei að draga nógu hratt inn slakann til þess að festa fluguna i þeim. „Þeir japla bara á flugunni smá stund og skyrpa henni síðan úr sér, ef maður er ekki nógu fljótur að festa hana í þeim.“ Hinrik vár nú farinn að huga í flugukassann sinn að „Doktor" nr. 8 og Guttormur byrjaður að kasta aftur. Eftir tvær til- raunir festi hann i einum, sem hann dró á land eftir stutta viðureign. Sá var kræktur i munnvikinu og hafið failið, ems og svo margir, á græðginni. Það var sá sautjándi, sem veiddist í ánni þann dag. G. P.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.