Dagur - 13.03.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 13.03.1999, Blaðsíða 1
HELGARUTGAFA Verð ílausasölu 200 kr. Laugardagur 13. mars 1999 Skiláboð Davíðs verða ekki misskilin Ummæli Davíðs Odds- sonar um að forsætis- ráðherraembættið sé ílokkmmi ekki fast í hendi við stjómar- myndun segir Sighvat- ur Björgvinsson vera augljós skilaboð sem ekki verði misskilin. Finnur Ingólfsson seg- ir þau eðlileg. Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks- ins var spurður að því á lands- fundi flokksins í gær, hvort hann væri tilbúinn að afhenda fram- sóknarmönnum forsætisráð- herrastólinn ef flokkarnir héldu áfram stjórnarsamstarfi, og svar- að hanni því til að forsætisráð- herrastóllinn væri Sjálfstæðis- flokknum ekki fastur í hendi. „Það er nú þannig með þetta atriði, að embætti forsætisráð- herra ríkisstjórnar á hverjum tíma er samn- ingsatriði," sagði Davíð. „Við göngum ekki fram og gerum kröfu til þess fyr- irfram að Sjálf- stæðisflokkurinn fari með forsæt- isráðherraemb- ættið. Á hinn bóginn þarf að líta til styrks og stærðar flokka og í meginatriðum er það svo að sá flokkur sem hef- ur meira fylgi á bak við sig í stjórnarsamstarfi fær forsætisráð- herraembættið. hafi ekki verið skynsamleg ákvörðun þá, en engu síður var þetta gert. Þetta er samningsat- riði og ég held að við eigum ekki að ganga fram og segja að það eitt komi til greina að Sjálf- stæðisflokkur- Ieiði ríkis- tnn stjórn. Við göng- um opnir til við- ræðna í stjórnar- myndun.“ „Ég held að þetta séu skilaboð til Halldórs sem ekki verða misskilin, ‘ sagði Sighvatur Björgvinsson. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið í ríkisstjórnarsamstarf án þess að hafa forsætisráðherrann. Það gerðist 1983 en ég tel að það Augljós skila- boð „Það sem gerst hefur er að Hall- dór Ásgrímsson lýsti því yfir að Framsóknar- flokkurinn sæk- ist eftir forsætis- ráðherraembættinu. Nú lýsir Davíð því yfir að embættið sé honum ekki fast í hendi. Ég held að þetta séu skilaboð til Halldórs sem ekki verða misskilin," sagði Sighvatur Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins, um þetta svar Davíðs. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og varafor- maður Framsóknarflokksins, sagði þessi ummæli Davíðs eðli- leg. ,/Etli það sé ekki eins komið fyrir forsætisráðherra og sjálf- stæðismönnum yfirleitt, eins og okkur framsóknarmönnum, að menn sjá stjórnarsamstarf þar sem ríkt hafa heilindi. Gott sam- starf, sem byggt er upp á gagn- kvæmu trausti og árangurinn af stjórnarsamstarfinu er ótvíræður og er að koma æ betur í ljós. Þetta segir okkur það að menn kasta ekki frá sér þeim mögu- leika að menn geti starfað áfram séu forsendur um gott samstarf, trúnað og traust milli manna til staðar. Þá skiptir ekki höfuðmáli hvernig einstök ráðuneyti skipt- ast upp milli flokkanna. Það er árangurinn sem skiptir máli,“ sagði Finnur Ingólfsson. - S.DÓR Fyrstu vorboðar Fyrsta huðnan af íjórum í Hús- dýragarðinum er nýborin og var tvíkiða. Kiðlingunum, sem eru hafur og huðna, verður gefið nafn núna um helgina, sagði Margrét Dögg Halldórsdóttir dýrahirðir, sem býst við að önnur huðna beri á næstunni. „Þær hafa alltaf borið fyrripartinn í mars, sem er heldur of snemmt, svo við tókum þær í sæðingapró- gramm síðasta haust, líka til að reyna að fá nýtt blóð. En það virðist hafa hafa mistekist að einhverju leyti, svo ég á von á að önnur heri á næstunni." Ekki er von á fyrstu lömbum í garðinum fyrr en í maí. Margrét segir selina þó alltaf í mestu uppáhaldi og hestana líka mjög vinsæla. Kópurinn sem fannst við Reykjavíkurhöfn og kýli var skorið af er enn í Hús- dýragarðinum. Skurðurinn er enn ekki að fullu gróinn og búist við að einhverjar vikur Iíða þar til sárið lokast alveg. - HEl Fyrstu vorboðarnir, tveir kiðlingar, fæddust í Húsdýragarðinum í fyrrinótt. mynd: e. ól 82. og 83. árgangur -50. tölublað Ýmissa grasa kennir I helgarblaði Dags að venju. „Ætla að berjast!44 „Ég er lítið fyrir að gefast upp. Ég hef góða starfsorku. Ég mun að sjálfsögðu vinna af krafti í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. Mér finnst ég hafa eitthvað til að berjast fyrir. Og ég ætla að berjast," segir Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, í helgarviðtali Dags, en þar svarar hann spurningum Kolbrúnar Bergþórsdóttur um stöðu flokksins í komandi kosn- ingabaráttu. Eiga íslensk fyrirtæki að styðja listinar Hvað gera þau í dagr Um þetta er fjallað í úttekt helgar- blaðsins á fjárstuðningi fyrir- tækja við margs konar liststarf- semi í landinu. „Mannræktarsetrið" nefnist upprifjunin í „Sönnum dóms- málum" helgarinnar, en þar seg- ir frá skattamálum íslensku frí- múrarareglunnar. Það var enginn annar en söngvarinn mikli Frank Sinatra sem leiddi þá Kormák Geir- harðsson og Skjöld Siguijónsson saman. Þeir segja frá því hvernig það gerðist í viðtali við helgar- blað Dags. í kynlífs- þætti helgar- innar segir Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunar- fræðingur frá því þegar hún kynnti sér nektarbúllu í New Orleans fyrir hönd les enda Dags - og fékk þar óvenju- legan sopa. Og á sínum stað í helgarblað- inu: Bíórýni, Bókahillan, Flugur, Helgarpotturinn, Krossgátan og margt margt fleira. Sjá Blað 2 mm — — Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 wamnmae Exmess EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 ■P ■ r— =o

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.