Dagur - 13.03.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 13.03.1999, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 - 5 Ðumir^ FRÉTTIR Kolbrún Halldórsdóttir á röddina á símsvaranum í farsímakerfinu. Símarödd í framboð „Við höfum ekki velt þessu fyrir okkur en ég held ég geti sagt að okkur finnist það ekki skipta neinu rnáli," segir Olafur Steph- enssen upplýsingastjóri um fram- bjóðandann sem talar inn á sfm- svarann í farsímakerfi fyrirtœkis- ins. Kolbrún Halldórsdóttir sem skipar 2. sætið á lista Vinstri hreyfingar græns framboðs í Reykjavík svarar í farsíma lands- manna ef ekki næst í númerið einhverra hluta vegna. Þáttagerðarmönnum og jafnvel veðurfræðingum er umsvifalaust kippt út úr dagskrá Ríkisútvarps- ins ef þeir fara í framboð en það er ekki á Olafi að heyra að til standi að skipta um rödd í far- símakerfinu. Hann segir aðalat- riðið að vel og skýrt sé lesið. „All- ar rásir uppteknar eða síminn utan þjónustusvæðis eru ekki pólitísk skilaboð," segir Ólafur.-vj Snjóflóöavörn in sannar sig ÓfullgerðiLr snjó- flóðavamargarðiu bægir snjóflóði frá húsum í suðurhluta Siglufjarðar. Býsna öflugt snjóflóð féll í suð- urhluta Siglufjarðarbæjar laust eftir hádegi í gær án þess að valda tjóni. Flóðið fór á varnar- garð sem ekki er þó búið að full- vinna. Hann nægði þó til að breyta stefnu flóðsins og telur Iögreglan á Siglufirði að farið hefði illa ef garðsins hefði ekki notið við. „Menn áttu ekki von á að garð- urinn myndi sanna sig á fyrsta ári, en svo virðist vera, sem er hið besta mál,“ segir Jón Traustason hjá Iögreglunni á Siglufirði. Hann segir að ef flóð- ið hefði fallið óhindrað, hefðu nokkur hús verið í hættu. Það féll niður svokallað Strengsgil og er talið 4-5 metrar á hæð og 15- 20 metrar á breidd. Flóðið end- aði 5-10 metrum neðan við garð- inn. Engin aðvörun hafði borist um snjóflóðahættu þegar flóðið féll f gær en síðdegis höfðu Almanna- varnir tilkynnt viðbúnaðará- stand. Engar rýmingar höfðu þó verið fyrirskipaðar þegar Dagur fór í prentun, en Siglfirðingar voru í viðbragðsstöðu. Veðurfarslegar aðstæður voru varasamar á Siglufirði í gær með tilliti til snjóflóðahættu Töluverð úrkoma frá norðaustri og hiti um eitt stig. - BÞ 30 imlljóna gjöfÞÞÞ Dómskvaddir matsmenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að þegar Þórður Þórðarson þáver- andi eigandi ÞÞÞ á Akranesi seldi hlutafélagi sona sinna rekstur og eigur bifreiðastöðvar sinnar, áður en til skattsvikamála hans og síðar gjaldþrots kom, hafi hann selt eigurnar á undir- verði sem nemur um 30 milljón- um króna. Þetta kemur fram í því riftunarmáli sem skiptastjóri ÞÞÞ ákvað að fara út í og Dagur hefur greint frá. Þessi upphæð nær til ótraustra 87 milljóna króna skuldabréfa, sem greitt var með fyrir eigurnar og í ljósi þess að eigur voru seld- ar vel undir sannvirði. Fyrir utan fasteignir og bifreiðar voru hlutabréf í Vöruflutningamið- stöðinni og Haraldi Böðvarssyni seld sonunum á undirverði. Framlagðar kröfur í búið eru upp á 1 56 milljónir króna. - FÞG Arnþrúöi boðið í dans með Sverri Arnþrúöi Karlsdðttur varaþingmaimi Fram- sóknar í Reykjavík hefur veriö boðið 1. sætið á lista Frjáls- lyndra á Norðurlandi eystra. Arnþrúður Karlsdóttir, varaþing- maður Framsóknarflokksins í Reykjavík, hefur fengið tilboð frá Sverri Hermannssyni og flokki ftjálslyndra um að taka fyrsta sætið á lista flokksins á Norður- landi eystra fyrir komandi alþing- iskosningar. Arnþrúður sagði í samtali við Dag í gær að hún hefði enga ákvörðun tekið en Arnþrúður Karlsdóttir. myndi hugsa málið vandlega um helgina og taka ákvörðun á næstu dögum. I fréttatilkynn- ingu frá Frjálslynda flokknum segir að Arnþrúður hafi þegið boðið og muni leiða lista flokks- ins en hún segir það ekki rétt. Arnþrúður hefur verið í Fram- sóknarflokknum í hartnær 30 ár og hún segir það stórt skref að segja skilið við flokkinn. Hún náði aðeins sjötta sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík á dögunum og er því ólíkleg sem þingmannsefni. Alfreð Þorsteinsson, samherji Arnþrúðar í Framsóknarflokkn- um í Reykjavík, segir það mikinn skaða fyrir flokkinn ef hún fari á brott. Alfreð sagði aðspurður að sér hefði ekki verið boðið sæti á lista Framsóknar í Reykjavik. Hann taldi hins vegar fráleitt að spyrja sig hvort hann horfði sjálf- ur til Sverris og frjálslyndra. - BÞ Fékk hálfan skafmiðabíl dæmdan af svila síimm Sigurður T. Magnússon í héraðs- dómi úrskurðaði í gær í sérstæðu dómsmáli að Elías Rúnar Reynis- son skuli greiða Mogens Löve Markússyni svila sínum 782 þús- und krónur eða andvirði helm- ings bifreiðar sem vannst á skaf- miða. Svilarnir höfðu keypt Kóka- kóla-kippur vegna sameiginlegs afmælishalds og í þeim voru skafmiðar, sem svilarnir afhentu börnum sínum að skafa. Bíla- vínningurinn kom á miðann sem dóttir Elíasar skóf, en dómarinn úrskurðaði að úr því hann gæti ekki sannað að dóttirin hefði fengið miðann gefins þá hlyti hann að vera sameign og þar með vinningurinn sömuleiðis. Svilarnir voru að halda sameig- inlegt fertugsafmæli þegar miða- málið kom upp, en þeir eru mak- ar systranna Dagbjartar og Rúnu Þorsteinsdætra. Svilarnir versl- uðu saman í Bónus og deildu kostnaðinum. Þegar kókkippurn- ar voru rifnar upp skófu sonur Mogens og dóttir Elíasar skaf- miðana og kom vinningurinn þá í ljós á miðanum sem dóttirin skóf. Elías sló þegar eign sinni og Ijölskyldu sinnar á vinninginn, sótti síðar 1,6 milljóna króna bif- reiðina, en seldi hana á 1,2 millj- ónir og keypti ódýrari bifreið en lagði mismuninn inn á banka- reikning sinn. Þessu mótmælti Mogens ítrekað og höfðaði síðan mál. Dómarinn hafði enga stoð f fyrirliggjandi lagareglum og byggði úrskurðinn á óskráðum reglum eignaréttar og reglum samningalaga. Yrði þá að líta á öll innkaupin vegna afmælis- haldsins sem sameign. - FÞG Lá við stórslysi í Langadalmim Litlu munaði að illa færi þegar rúta fór út af þjóðvegi eitt í Langadal við bæinn Björnólfsstaði rétt fyrir klukkan 13.00 í gær. Brjálað veð- ur var á þessu slóðum. Vindhviða skall á rútunni og hentist hún öll út af veginum. Þetta gerðist hins vegar á besta stað að sögn lögregl- unnar á Blönduósi, þar sem lítill halli er þarna út af veginum. Eng- in meiðsli urðu á fólki og rútan skemmdist ekki. Rútan var á norðurleið þegar þetta gerðist og voru allmargir farþeg- ar í henni. Annar bíll fór út af vegna veðurs skammt frá á sama tíma og lögreglan setti upp viðvörun í kjölfarið. Meðalvindhraði í gær var 11-12 vindstig á Blönduósi sem þýðir allt að 14 vindstig í verstu hryðjunum. Að sögn talsmanns lögreglunnar á Blönduósi ríkti stilling meðal farþega rútunnar. Skýringin kann að vera sú að farþegarnir voru að langmestu leyti Iæknar og hjúkrunarfólk sem var á Ieið norður tii Akureyrar í afþreyingarskyni. - BÞ Hrókering á heilsugæslustöð í Mosfellsbæ Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að ráða Guðmund Einarsson til að sinna tíma- bundið framkvæmdastjórastörfum hjá heilsugæslustöðinni í Mosfellsbæ. Guð- mundur hefur starfað sem forstjóri heilsu- gæslunnar f Reykjavík en hrókeringin er til- raun til að tryggja að skjólstæðingar stöðv- arinnar í Mosfellsbæ fái lögbundna þjón- ustu. Elísabet Gísladóttir, framkvæmda- stjóri heilsugæslustöðvarinnar í Mosfells- bæ, hefur þegið starf við heilsugæsluna í Reykjavík. Fjöldi starfsmanna hefur sagt upp störfum að undanförnu við heilsu- gæslustöðina í Mosfellsbæ. - bþ Sviptiir en ók samt og út af ölvaður Ölvaður ökumaður ók ásamt frú sinni út af veginum í Botnastaða- brekkunni í Vatnsskarði á fimmtudagsmorgun. Hann var próflaus eftir að hafa verið sviptur ökuleyfi vegna ölvunaraksturs og frúin var einnig ölvuð. Parið er á fimmtugsaldri og stórskemmdi bílinn. Þau eiga von á þungum viðurlögum. - BÞ Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra reynir að skapa sátt í Mosfellsbæ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.