Dagur - 13.03.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 13.03.1999, Blaðsíða 10
10 - LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 rD^ir ÞJÓÐMÁL Enn eitt heimsmetið! HELGI HARALDS SON NEYTENDAFÉLAGI AKUREYRAR SKRIFAR í tilefni Alþjóðadags neytendarétt- ar 15. mars. Islendingar eiga mörg heimsmet sé miðað við höfðatölu, Iíklega flest allra þjóða (miðað við höfða- tölu). Meðal heimsmeta okkar er að við eigum stærstu Neytenda- samtök í heimi (miðað við höfða- tölu að sjálfsögðu). Islensku sam- tökin eru byggð upp sem frjáls fé- lagsskapur sem byggir á almennri þátttöku og í fjöldanum felst styrk- ur þeirra. I flestum nágrannaríkja okkar hefur verið talið útilokað að byggja upp öflugt neytendastarf með þessum hætti þ.e.a.s. án verulegs framlags af hálfu hins op- inbera og erum við þar þó að tala um mun fjölmennari þjóðir en okkur íslendinga. Þetta hefur hinsvegar tekist í okkar fámenna Iandi og eiga samtökin brátt 50 ára afmæli. Strax í upphafi vakti starf sam- takanna talsverða athygli, bæði al- mennings og framleiðenda/inn- flytjenda og seljenda og náðu þau nokkru flugi, ekki síst fyrir tilstuðl- an eins helsta hvatamanns að stofnun þeirra, Sveins Asgeirsson- ar. Síðan komu tímar þar sem starfsemin varð minni, enda hafa samtökin ávallt þurft að treysta á samtakamátt neytenda. Ahugi Is- lenskra stjórnmálamannana á neytendamálum virðist í gegnum tíðina hafa verið takmarkaður sem hefur m.a. sýnt sig í því að 80-85% af tekjum samtakanna hafa verið félagsgjöld, meðan systursamtökin t.d. á hinum norðurlöndunum fá á bilinu 70-90% af tekjum sýnum frá stjómvöldum. Auk þess reka stjórnvöld þar umfangsmikið neyt- endastarf við hlið neytendasam- taka, eru t.d. með sérstakan um- boðsmann neytenda. Þar er þetta talið nauðsynlegt til að skapa eðli- lega stöðu neytenda á markaði. Is- lenskir neytendur sitja því engan veginn við sama borð og neytend- ur þeirra þjóða sem við erum vön að bera okkur saman við. Hlgangur Neytendasamtak- anna I Iögum Neytendasamtakanna er tilgangur og markmið samtakanna skilgreind. Þar segir: Tilgangur N eytendasamtak- anna er að gæta hagsmuna neyt- enda í þjóðfélag- inu. Tilgangi sín- um hyggjast sam- tökin ná meðal annars með því; að vinna að því að sjónarmið neyt- enda séu virt þeg- ar ákvarðanir eru teknar eða reglur settar er varða hagsmuni neyt- enda, að annast útgáfu-, rannsóknar-, ráðgjafa- og ffæðslustarfsemi til þess að auka skilning á hagsmunamálum neyt- enda, þar á meðal að auka verð- og vöruþekkingu þeirra, að styðja réttmætar kröfur einstakra neyt- enda og berjast lyrir því að réttur neytenda sé virtur, að vinna að umbótum á löggjöf til hagsbóta fyrir neytendur. Hvað gera Neytendasamtökin í dag? Starfsemi Neytendasamtakanna miðast að sjálfsögðu víð þær tekjur sem þau hafa, en eins og áður hef- ur verið nefnt skipta félagsgjöld þar mestu. Meðal þess helsta sem Neytendasamtökin gera má nefna: Upplýsinga- og leiðbeininga- þjónusta íyrir neytendur Þar geta neytendur fengið upplýs- ingar um lagalega stöðu sfna í við- skiptum, en hjá Neytendasamtök- unum starfar lögfræðingur. Einnig geta neytendur fengið upplýsingar um framboð og gæði á vörum sem eru á markaði hér áður en lagt er í kaup. Neytendasamtökin fylgjast grannt með markaðnum og eru í samvinnu við neytendasamtök í nágrannalöndum okkar um gæða- samanburð á vörum. Þessi þjón- usta er opin öllum neytendum, en þeir sem ekki eru félagsmenn • • Neytendasamtökin sinna verðlagsaðhaldi á markaði, og er það gert með verðkönnunum sem oftast eru gerðar í samvinnu við stéttarfélög, “ segir Helgi m.a. í grein sinni. verða að greiða fyrir öll gögn vegna markaðs- og gæðakannana. Kvörtunaxþjónusta fyrir neytendur Ef gengið er á rétt neytandans og hann nær ekki rétti sínum sjálfur, hjálpar kvörtunarþjónustan hon- um. Þessi þjónusta er öllum opin, endurgjaldslaust fyrir félagsmönn- um, en aðrir borga málskotsgjald. Reynslan hefur sýnt að framleið- endur og seljendur virða milli- göngu kvörtunarþjónustu Neyt- endasamtakanna í lang flestum til- vikum. Úrskurðamefndir fyrix neytendur Til að tryggja enn betur að neyt- endur geti á skjótvirkan og ódýran hátt náð fram úrlausn deilumála sinna við seljendur vöru og þjón- ustu, hafa Neytendasamtökin í samvinnu við samtök seljenda stofnað sex úrskurðarnefndir. Nefndirnar ná yfir eftirtaiin svið: KVOLD KOMVOGS INÁMSKEIÐ: • Internetið og tölvupóstur YRKJUNÁMSKEIÐ: Heimilisgarðurinn Trjáklippingar lTREIÐSLUNÁMSKEIÐ: • Frönsk matargerð • ítölsk matargerð • Fitusnautt grænmetisfæði • Gómsætir bauna-, pasta- og grænmetisréttir KÁNTRÝ DAGATAL GÖNGUFEHÐIR í ÓBYGGÐUM fCÖRFUGERÐ - TRÖLLADEIG Innritun í símum 564 1507 og 564 1527 kl. 18.00-21.00 Vátrj'ggingaþjónustu, þjónustu ferðaskrifstofa, þjónustu efna- lauga og þvottahúsa, fjármálaþjón- ustu, þjónustu og vörur sem fé- Iagsmenn í Samtökum iðnaðarins selja og vegna kaupa á vörum í verslunum sem eru aðilar að Kaupmannasamtökum Islands og Samtökum samvinnuverslana. Neytendur greiða málskotsgjald þegar þeir leggja fram mál sitt, en fá það endurgreitt ef þeir vinna það að hluta eða öllu leyti. Neytendablaðið í Neytendablað- inu eru eru m.a. birtar ítarlegar gæða- og mark- aðskannanir á vörum og þjón- ustu, auk margs konar fróðleiks sem miklu máli getur skipt í dag- legu lífi neytand- ans. Neytenda- blaðið er innifalið í félagsgjaldi sem er 2.600 kr. og er ekki selt í lausa- sölu. Ekki eru auglýsingasíðurnar að flækjast fyr- ir lesandanum, því blaðið birtir ekki auglýsingar. Önnur útgáfu- og fræðslustarfsemi Félagsmenn njóta sérkjara á bók- um sem samtökin gefa út (þar á meðal Heimilisbókhaldi Neyt- endasamtakanna og Lagasafni neytenda). Einnig bjóða Neyt- endasamtökin félagsmönnum sín- um sérvaldar erlendar bækur sem neytendasamtök gefa út og sem henta vel hér á sérstöku tilboðs- verði. Félagsmönnum er einnig boðið upp á ódýr námskeið (m.a. um hagsýni í heimilishaldi). Almeiin hagsmunagæsla fyrir neytendur Þetta gera Neytendasamtökin á mismunandi hátt, ma.: Neytendasamtökin sinna verð- Iagsaðhaldi á markaði, og er það gert með verðkönnunum sem oft- ast eru gerðar í samvinnu við stétt- arfélög. Fylgjast með markaðnum og miðla upplýsingum til neytenda og yfirvalda. Fylgjast með skilmálum sem fyr- irtæki nota í viðskiptum sínum og reyna að tryggja að þar sé ekki að finna ósanngjarna skilmála. Hafa frumkvæði að og gefa umsagnir um lög og reglugerðir er varða neytendur. Fylgjast með ólöglegum og ósanngjömum viðskiptaháttum og fylgja slíkum málum eftir við við- komandi yfirvöld. Fylgja eftir að hættulegar vörur séu ekki á markaði og að varasam- ar vörur séu merktar á réttan hátt. Gæta þess að yfirvöld og at- vinnulíf virði sjónarmið og vilja neytenda. Berjast fyrir því að lög og reglur um neytendavernd hér á landi verði með þeim bestu í heimi. Berjast fyrir að upplýsingar um vörur og þjónustu séu með þeim hætti að uppfylli þarfir neytenda. Þar á meðal að tryggja raunveru- legt valfrelsi neytenda með tilliti til framleiðsluaðferða. Fyrir um tíu árum fór starfsemi Neytendasamtakanna að eflast. Það var þó ekki vegna aukins skilnings stjómvalda á neytenda- málum, heldur sýndu neytendur aukinn áhuga á neytendamálum og félagatalan jókst. A tímabili voru Neytendasamtökin hlutfalls- lega miðað við höfðatölu þau lang Ijölmennustu í heimi og eru eins og fram hefur komið, enn þau stærstu og hafa því náð að gera það sem í öðrum Iöndum hefur verið talið ómögulegt, þ.e.a.s. að halda uppi neytendastarfi nánast eingöngu með framlagi neytenda sem er ekki síst merkilegt í Ijósi þess hve fámenn við íslendingar emm. Oflugt neytendastarf gerir þó fleira en að bæta stöðu neyt- enda. Atvinnulífið allt nýtur góðs af slíku starfi, því eðlilegt aðhald á þessu sviði gerir atvinnulífið sam- keppnishæfara í vaxandi alþjóða- væðingu viðskipta, (sem aftur kemur neytendum til góða). Ofl- ugt starf er því þjóðfélaginu nauð- Engin skip seld frá Dalvík MAGNUS GAUTI GAUTASON FRAMKVÆMDASTJÚRI Tilefni þessara greinaskrifa eru frétt í Degi og áhyggjur greinar- höfundar vikuritsins Menningar- frétta á Dalvík, Friðriks Gígja, af atvinnuástandi á Dalvík og mis- skilningur hans varðandi for- kaupsrétt sveitarfélaga í sambandi við sölu á kvóta og skipum. SMpin seld fálagi á Dalvik Til þess að leiðrétta misskilning greinarhöfundar er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram: Snæfell hf., sem er með heimili á Dalvík, stofnaði dótturfélagið Barðsnes ehf. þann 16. febrúar sl. og var það félag alfarið í eigu Snæfells hf. og með lögheimili á Dalvík. Þann 24. febrúar sl. seldi Snæfell hf., yfir til dótturfélagsins Barðsnes ehf., skipin Sólfell EA-314 og Dagfara GK-70 ásamt aflaheimild- um og einnig allar eignir Snæfells hf. í Sandgerði, þ.m.t. síldar- og loðnumjölsverksmiðja. Þann 5. mars sl. seldi Snæfell hf. flestöll hlutabréf sín í Barðsnesi ehf. til Síldarvinnslunar hf., KEA og fleiri aðila. Eins og hér að framan greinir hefur engin sala á skipum Snæ- fells hf. átt sér stað frá Dalvík, skipin voru seld til félags sem á sér lögheimili á Dalvík. Enginn forkaupsréttur á kvóta Þess misskilnings virðist gæta í fyrrnefndum greinarskrifum að sveitarfélög hafi forkaupsrétt á kvóta sem standi til að selja, en það er ekki rétt. Forkaupsréttur sveitarfélaga er bundinn við skip, með eða án kvóta, og verður virkur ef til stendur að selja þau frá byggðarlaginu. Engin ákvæði eru hins vegar um forkaupsrétt þegar eingöngu er um er að ræða sölu á kvóta. Gert til að efla boltiskveiðar og -vinnslu Salan á hlutabréfum í Barðsnesi ehf. er gerð í þeim tilgangi að styrkja Snæfell hf. og gera því kleift að efla rekstur sinn á sviði bolfiskveiða og -vinnslu. Snæfell hf. gerir út þrjá togara á bolfisk- veiðar og rekur landvinnslu á þremur stöðum: á Dalvík, í Hrísey og á Stöðvarfirði. Félagið hefur yfir að ráða aflaheimildum sem samvara á milli 9 og 10 þúsund þorskígildistonnum eftir sölu til Barðsness ehf., fyrst og fremst í þorski. Starfsmenn félagsins á þessum stöðum eru í dag u.þ.b. 345, þar af á Dalvík u.þ.b. 207 Mun treysta atvinnulífið Það skiptir íbúa þessara staða mjög miklu máli að hægt verði að viðhalda og efla starfsemi félagsins á sviði bolfiskvinnslu. Bolfiskur er undirstaðan í starfsemi félgsins og til samanburðar má nefna að tekj- ur Snæfells hf. af þeim rekstrar- einingum sem seldar voru til Barðsness ehf. voru aðeins um 11% af heildartekjum félagsins á sl. rekstrarári. Sú styrking á efnahagsstöðu Snæfells hf., sem leiðir af framan- greindri sölu er til þess fallin að treysta atvinnulífið á Dalvík, í Hrísey og á Stöðvarfirði. Að lokum skal þess getið að all- ir þeir 27 fyrrum starfsmenn , Snæfells hf. (8 frá Dalvík) sem voru á Sólfelli EA-314 og í Sand- gerði eru áfram í vinnu hjá Barðs- nesi ehf. og nýir eigendur Barðs- nes ehf. hyggjast ekki breyta því. Engin áhöfn er á skipinu Dagfara GK-70, sem hefur ekki verið gert út síðan í júní sl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.