Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Blaðsíða 1
\ Ólafsfjörður Fjórðimgur atvinnulaus Það setur mark sitt á bæj- arlífið í liðlega 1.000 manna bæjarfélagi þegar nær 70 manns verða atvinnu- laus sama daginn. Reikna má með að það sé nærri ijórði hver vinnufær maður í byggðarlag- inu, sem hlýtur að vera reiðar- slag fyrir atvinnulífið. Þessi staða birtist Ólafsfirðingum í sinni bláköldu staðreynd um áramótin þegar starfsfólk Hrað- frystihúss Ólafsfjarðar hf. fór á atvinnuleysisskrá þar sem rekstrinum hefur verið hætt, a.m.k. tímabundið. Þetta er mesta atvinnuleysi sem dunið hefur yfir Ólafsfirðinga allt síð- an Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíessonar hf. hætti starf- semi og sameinaðist Hraðfrysti- húsi Ólafsflarðar hf. Þá var mikið atvinnuleysi í sex mánuði en síðan birti yfir að nýju og bjarsýnin tók völdin í Ólafsfirði, en ekki nú. Þegar Ólafsfjarðar- bær selur Sæbergi hf. sinn hlut í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hvarf áhrifamáttur bæjarfélags- ins á reksturinn og jafnframt virðast nýir eigendur ekki hafa lagt neitt nýtt fé til hans. GG Jólin boða birtu og hamingju. Sú gleði ríkti ekki í hugum margra Ólafsfirðinga um þessi áramót vegna atvinnuleysisvofunnar. Dapur svipur Sigríðar Rut- ar Pálsdóttur, formanns Ólafsfjarðardeildar Verkalýðsfélagsins Einingar, er þó dæmigerður fyrir það ástand sem ríkir í atvinnumálum Ólafsfirðinga í upp hafi ársins 1997. Sjá nánari umfjöllun á bls. 6 Mynd;G Matvöruverslun Bylgja verðlækkana á landsbyggðinni Aukin samkeppni í mat- vöruverslun samhhða stofnun innkaupa- og dreifingarfyrirtækja og tækni- framfara hefur m.a. leitt til þess að verðmismunur í stórum mat- vöruverslunum í helstu þéttbýl- isstöðum landsins hefur minnk- að á undanförnum misserum. Hinsvegar hefur þessi býlgja verðlækkana í vöruverði ekki enn náð til Vestfjarða og jaðar- byggða í öðrum landshlutum. Þessi þróun hófst fyrst á höf- uðborgarsvæðinu og síðan í ná- grannabyggðum þess og síðar á Norðurlandi í framhaldi af til- komu svonefndra lágverðsversl- ana og stórmarkaða. Á síðasta ári varð síðan vart við verðlækkanir á Austurlandi auk þess sem miklar verðlækkanir hafa orðið í nágrannabyggðum Akureyrar á síð- asta ári, þ.e. á Húsavík og Sauð- árkróki svo nokkuð sé nefnt. Þetta kemur m.a. fram í saman- tekt sem Guð- mundur Gylfi Guð- mundsson hag- fræðingur ASÍ vann í tengslum við starf nefndar sem forsætisráðherra skipaði til að kanna vöruverð á lands- byggðinni. Auk þess var nefnd- inni falið að gera tillögur um leiðir til að lækka framfærslu- kostnað heimilanna. En auk matvöruverðs er hlutur raf- magnsverðs og húshitunar- kostnaðar meðal þeirra þátta sem vega einna þyngst í fram- færslukostnaði heimila. Skýrsla nefndarinnar verður kynnt n.k. mánudag, 6. janúar. „Vöruverð á þéttbýlisstöðum úti á landi hefur lækkað um nokkur prósent, eða allt að 5% en þó mismunandi eftir versl- unum. Þetta hefur verið að ger- ast á síðustu einum til tveimur árum og á eftir að þróast frek- ar,“ segir Guðmundur Gylfi. Hann telur að brýnt að halda áfram gerð verðkannana sem á síðustu árum hafa aðallega ver- ið í höndum verkalýðsfélaga og Neytendasamtakanna. Aftur á móti hefur minna farið fyrir verðkönnunum af hálfu hins opinbera eftir að Samkeppnis- stofnun leysti Verðstofmm af hólmi. -grh Fjölmiðlar Hræringar á blaðamarkaði Víkurblaðið á Húsavík og Dagur-Tíminn hafa átt í við- ræðum um samstarf og þá hafa farið fram umræður um framtíð Alþýðublaðsins og Vikublaðsins. Víkurblaðið var auglýst til sölu fyrir skömmu og óskaði Dagur-Tíminn eftir viðræðum um samstarf. Miklar líkur eru á að það heíjist innan tíðar. Þá hafa farið fram viðræður forráðamanna Dags-Tímans og Alþýðublaðsins. Alþýðublaðið stríðir við rekstrarerfiðleika. Ákvörðun um framtíð þess Ugg- ur fyrir síðar í þessum mánuði. Vegna þessarra hræringa og endurskoðunar sem staðið hef- ur fyrir dyrum á rekstri Viku- blaðsins hefur verið velt upp óformlega hvort það kynni að eiga samleið með þeim blöðum sem hugsanlega ganga til sam- starfs við Dag-Tímann. Þær hugmyndir eru ómótaðar. Sjá leiðara Dags-Tímans bls. 8. Guðmundur Gylfi Guðmundsson hagfræðingur ASÍ Vöruverð á þéttbýl- mf ■ ) \. 1 isstöðum úti á landi v t hefur lœkkað um þó nokkur prósent, eða C allt að 5%. m. m _a_ IW Bls. 5 Kosninga- skuldir enn áhyggjuefni íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag VELDU BIUM OGVjS IANARÞER Með Bílaláni VÍS getur þú keypt nýjan eða notaðan bh á staðgreiðsluverði

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.