Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.01.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.01.1997, Blaðsíða 7
Jlagur-'ðltmhm Föstudagur 10. janúar 1997 -19 MENNING O G LISTIR Smiður rekur eina hljóðverið á Austurlandi í Neskaupstað er starfandi hljóðverið Ris. Þangað hafa Austfirðingar streymt til að taka upp tónlist „allt frá pönki upp í ættjarð- arlög“ og þökk sé Risi er Nesrokk, frá Neistaflugi síðasta sumars, nú til á plötu sem seldist vel í Neskaupstað... „Þetta var nú eiginlega hug- mynd sem kom upp í kaffitíma meðal vinnufélaga hjá smíða- verkstæði og varð að veru- leika,“ sagði Hafsteinn Þórðar- son í samtali við blaðið. Haf- steinn er smiður að atvinnu en í aukavinnu rekur hann Ris, eina hljóðverið á Austurlandi. Að eigin sögn segist hann ekki hafa verið álitinn brjálaður að setja á stofn hljóðver fyrir ekki stærri markað, heldur hafi Austfirð- ingar þvert á móti tekið hljóð- verinu fagnandi þegar það opn- aði fyrir 3 árum. „Fólk greip þetta eins og drukknandi maður bjarghring. Enginn hafði spáð í að setja svona af stað en það er svo skrýtið að þegar þetta er komið þá verður það gjörsamlega ómissandi. Og þegar fólk loks- ins ákveður að fara þá vill það komast í stúdíóið - helst í gær.“ -En hverjir koma í hljóðver- ið? „Það er 99% Austfirðingar. Þetta er fólk sem hefur í raim- inni aldrei átt þess kost að kom- ast í stúdíó. Það er svo dýrt að vera fara þetta suður, þá hefur þurft að gista og lifa þar í ein- hvern tíma. Nú er þetta kannski í mesta lagi klukkutíma keyrsla fyrir þá sem búa lengst frá Norðfirði hér á Austurlandi.“ -Og hvers konar tónlist eru Austfirðingar taka upp? „Þetta er alveg frá þunga- rokki og pönki upp í íslenska ættjarðartónlist og allt þar á milli." (Jtgáfa líka Ris hf. er ekki bara hljóðver heldur og myndver, útgáfufyrir- tæki og auk þess reyna útsend- arar þess að vera viðstaddir sem flesta tónleika til að taka upp og varðveita. Að vísu hafa reynst lítil not fyrir tækin í myndverinu þar sem hægt er að breyta myndum og prenta á boli en þeim mun meir fyrir hljóðverið. Að sögn Hafsteins vex fólki oft í augum stússið við að koma upptökunum í varan- legt form. „En við getum séð um að framleiða diskana fyrir fólk, haldið utan um alla út- gáfuþætti og séð um samskipti við fyrirtæki úti sem pressa plöturnar." Útgefnir titlar eru kannski ekki ýkja margir, um tíu í allt, enda eru ekki allir á þeim bux- unum að verða heimsfrægir sem í hljóðverið koma. „Fólk er aðallega að taka upp demó fyrir sjálft sig og prófa hvernig tón- listin hljómar á bandi. Svo hafa menn líka verið að taka upp tónlist til að gefa.“ Frumsamin tónlist á geisla- disk þarf ekki að vera ógurlega dýr gjöf. Mikið af fólki um allt land gutlar á gítarinn sinn í frí- tímum. Fyrir slíka frístunda- spilara sem koma bara með sína rödd og sinn gítar í hljóð- verið til Hafsteins kostar stúdíó- tíminn 2500 kr., með hljóð- manni, og fer lækkandi ef tím- arnir verða fleiri en tíu. Vítamínsprauta -Hefur þessi tækjabúnaður haft einhver áhrif á tónlistarlífið á Norðfirði? „Það er engin spurning að hljóðverið hefur eflt tónlistarlíf- ið. Það hafa verið að gerast hlutir hér sem annars hefðu aldrei gerst. Menn eru að spila saman, semja tónlist og halda konserta sem hefðu ekki verið haldnir annars.“ lóa Litið yfir verk Hrings Kjarvalsstaðir hejja nýtt starfsár á morgun með sýningum þriggja listamanna. Ein þeirra er yfirlitssýning á verkum Hrings Jó- hannessonar sem lést á síðasta ári. Hringur var afkastamikill málari og það eru senni- lega allmargir íslendingar sem eiga verk eftir hann í stofu sinni... Þorri Hringsson stendur hér við verk föður síns, Júní 73, þar sem sjá má túðu á bláum heyblásara bera við gráan himin. „Þetta er svona við upphafið á heyskapnum en ekki beinlínis gott veður. Þarna eru annars vegar mjúku skýin á móti þessu harða, kalda og formfasta landbúnaðartæki sem á greinilega að fara að draga fram til notkunar, smyrja í því legurnar og svona. Þetta er ein af þessum myndum sem hann hélt nokkuð upp á sjálfur." etta er ekki hefðbundin yfirlitssýning, það er ekki verið að sýna ákveðna þróun. Hugmyndin var að sýna myndir sem hann gerir eftir að hann er kominn með þennan stíl sem hann verður svo þekkt- ur fyrir. Það gerist ekki fyrr en um og eftir 1970 þegar hann verður fyrir áhrifum frá popp- list og fer þá að mála mann- gerða hluti í landslag, ummerki mannsins á náttúruna," segir Þorri Hringsson sem fetaði í fót- spor föður síns og er starfandi myndlistarmaður. „Ég þyrfti að vera meðvit- undarlaus til að hafa ekki orðið fyrir áhrifum af myndum hans. Til að byrja með var maður svo sem ekkert að fílósófera um það, pabbi bara vann við þetta. En þegar maður fór sjálfur að vega og meta hlutina þá er eng- inn spurning að hann hafði geysileg áhrif á mig.“ Sýningin er að sögn Þorra fyrst og fremst sýn Gunnars Kvarans og Auðar Ólafsdóttur, listfræðings, á verk Hrings en myndirnar eru allar frá síðustu 26 árum, „þannig að þetta er frekar svona innlit í verk hans.“ Bílskúr að launum llringur hefði orðið 64 ára í desember en þó honum auðn- aðist ekki lengra líf liggur eftir hann mikið safn olíumynda. „Það koma mér mjög á óvart hvað hann hafði afkastað miklu,“ segir Þorri og giskar á að til séu 7-800 fullunnar olíu- myndir sem hanga uppi víðs- vegar um landið. „Hann var svo lánsamur að það var eftirspurn eftir verkum hans. Þannig að hann seldi yfirleitt stærsta hlut- ann af því sem hann gerði.“ Hringur sótti sinn innblástur norður í land. Þangað fór hann árlega, nánar tiltekið í Aðaldal, til að vinna í friði á æskuslóðum sínum. „Um 1970 hjálpaði hann Degi bróður sínum að byggja nýtt íbúðarhús að Haga II í Að- aldal. Að launum fékk hann það sem teiknað hafði verið sem bíl- skúr. Þar reisti hann sér vinnu- stofu. Frá ’72 var hann þar á hverju sumri, júní- ágúst, ásamt fjölskyldunni. Eftir að við krakkarnir uxum úr grasi fór hann að vera þar frá byrjun maí og fram í september og þar málaði hann frá morgni til kvölds. Var kominn í vinnu um 9-leytið eftir að hafa fengið sér kaffisopa og vann svo meðan birtu naut. Þarna fékk hann mikið næði og svona 95% af hans olíumyndum eru sprottnar þarna úr Aðaldalnum." Kjarval og leirskúlptúr Fyrir tveimur árum setti Kristín Guðnadóttir, listfræðingur, upp sýningu á verkum Kjarvals sem hún nefndi Mótunarár í list Kjarvals. Á morgun opnar eins konar framhaldssýning, undir yfirskriftinni Lifandi land, þar sem Kristín hefur valið myndir frá árunum 1931-1945. f sýn- ingarskrá skrifar hún svo ítar- lega grein um Kjarval og Ás- mundur Helgason, sagnfræð- ingur, birtir þar í fyrsta skipti nýja skrásetningu á lífi Kjarvals á þessum árum. I miðsalnum opnar sýning á leirskúlptúrum Jónínu Guðna- dóttur sem sérstaklega voru gerðir fyrir rýmið á Kjarvals- stöðum og þykja hafa sterka skírskotun í íslenska náttúru. lóa

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.