Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 1
 Akureyri Byttumar blekktar Það sem átti að vera 40% var allt saman 30% / tþynnt áfengi fannst á vínveitingastað á Akur- eyri nýlega. Víneftirlits- maður hefur að undanförnu kannað aðstæður hjá vínveit- ingahúsum í bænum og er ann- að mál til skoðunar, þar sem grunur leikur á saknæmu at- hæfi. „Það sem átti að vera 40%, var allt saman 30%,“ sagði Þor- steinn Pétursson víneftirlits- maður í samtali við Dag-Tím- ann í gær, en vildi ekki upplýsa hvaða stað ræddi um. Sýslu- mannsembættið hefur ekki beitt sér fyrir aðgerðum eins og sviptingu starfsleyfis enda mál- ið enn í rannsókn. Rannsóknar- deild iögreglunnar vinnur að skýrslutöku á aðilum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er um að ræða Kjaliar- ann við Geislagötu, en rekstraraðili staðarins er er- lendis og gat ekki orðið fyrir svörum. Þorsteinn sagði að hér væri vissulega um saknæmt athæfi að ræða eða vörusvik. Rann- sókn á vxnveitingahúsum Akur- eyrar væri nánast lokið fyrir ut- an eitt hús og svo væri annað mál til skoðunar, þar sem grun- ur væri um óhreint mjöl í poka- horni. BÞ Reykjavík Heilagsandastræti Setja á upp 50 skilti með gömlum götuheitum í mið- bæ Reykjavíkur. Sú var tíðin að Hafnarstræti var kallað Reipslagarabraut, Lækjargata hét einu sinni Heilagsanda- stræti og Suðurgata Kærleiks- stígur. Borgaryfirvöld hafa ákveðið að setja upp skilti með þessum gömlu heitum á um 50 götur og hafa þau verið fram- leidd sérstaklega í þessu skyni. Húseigendum við þessar götur verða afhent húsnúmeraskilti í sama stíl og götuskiltin, en verða sjálflr að sjá um og kosta uppsetningu þeirra. Á Lækjar- og Ingólfstorgi verður komið fyrir auglýsingaskiltum með yfirlitsmynd af gömlu kaup- staðarlóðinni í Reykjavík, götu- heitum að fornu og nýju og helstu kennileitum. Heildar- kostnaður borgarinnar við þetta er áætlaður tæpar 2,5 milljónir króna. Þegar merk- ingum er lokið geta borgarbúar og aðrir gengið um Löngustétt, Klúbbgötu og Læknisgötu á nýj- an leik, fremur en hversdags- legt Austurstrætið, Aðalstræti eða Vesturgötu. Sigrún Ólöf Einarsdóttir er hönnuður forláta glerskála sem forseti islands færði Danadrottningu að gjöf. Eignaréttur Alþingi svarar: Hver á ísland? Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp sem á að taka á spurn- ingunni um eignar- rétt á landinu. F rumvarp um eignarrétt á landinu verður dregið úr skúffu forsætisráðherra í dag og kynnt fyrir þingmönnum stjórnarflokkanna. í grófum dráttum mun frumvarpið leggja til aðað sérstakur dómur fari úr einum landsfjórðungi til annars og taki landréttarmál fyrir kerf- isbundið. Felldir verða úrskurð- ir í vafamálum. Geti menn sannað með óyggjandi hætti eignarrétt á landi eiga þeir það, en ella verður landið dæmt eign ríkisins. Þessu ferli á að ljúka árið 2005. Ágreiningsmál vegna spurn- ingarinnar um hver eigi landið eru mýmörg, ekki síst hefur vaxandi hópur útivistarfólks aukið á fjölda slíkra mála. í þeim hópi eru vélsleðamenn, veiðimenn, göngugarpar, fjalla- klifrarar og fleiri. Meðal þess- ara hópa hefur gætt vaxandi óþreyju um að ákveðin svör fá- ist um eignar- og afnotarétt, einkum á hálendinu. Nýgengnir Hæstaréttardómar hafa gengið ■Ká! fið í landinu SsangVong Allt um Lítilífið að vetri gegn kröfum bænda sem túlkað liafa upprekstrarhefð sem stað- festingu á eignarrétti. Þá má minna á að deilur um Þórsmörk leiddu til þess að Hæstiréttur úrskurðaði hana „einskis manns land“. Stórpólitís Frumvarpið er samið af sér- fræðingum um landréttarmál. Ríkisstjórnin hefur nú dregið þetta heita mál upp úr skúff- unni og hyggst leggja frum- varpið fram á Alþingi þegar þing kemur saman. Þingmenn sem rætt var við í gær töldu að hér væri um að ræða mikið sprengiefni, við- kvæmt og viðamikið mál, sem gæti orðið þverpólitískt og varla afgreitt fyrir vorið. Meðal þingmanna gætir eft- irvæntingar að skoða frumvarp- ið enda mikið stórmál á ferð. -JBP

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.