Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.03.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.03.1997, Blaðsíða 10
rr 10 - Þriðjudagur 11. mars 1997 jDagur-(Eínítun FA BIKARINN 8-liða úrslit Chesterfield-Wrexham 1:0 (Beaumont 58) Portsmouth-Chelsea 1:4 (Burton 82) (Hughes 25, Wise 43, 86, Zola 56) SheíT. Wed.-Wimbledon 0:2 (Earle 75, Holdsworth 90) Derby-Middlesbrough 0:2 (Juninho 39, Ravanelli 90) Dráttur í undanúrslit Wimbledon - Chelsea Middlesbrough - Chesterfield Leikirnir fara fram 13. apríl. Úrvalsdeild Úrslit Arsenal-Nottm. Forest 2:0 (Bergkamp 50, víti 79) Coventry-Leicester 0:0 Leeds-Everton 1:0 (Molenaar 28) Sunderland-Man. Utd. 2:1 (Gray 52, Mullin 76) (Melvilie sjm. 78) Slaðan Man. Utd. 29 16 Arsenal 3015 Livcrpool 28 15 Newcastle 2714 Aston Villa 2913 Shcff.Wed. 28 1112 Wimbledon 2712 8 Chelsea 27 1110 Leeds 29 11 Leicester 2810 Tottcnham Everton Blackburn Derby Sunderland 29 Coventry 30 Nottm. For. 29 Southampt. 27 West Ham 27 Middlcsbr. 27 4 57:33 57 6 49:26 54 5 46:21 53 7 51:31 48 9 35:27 46 5 37:32 45 7 39:32 44 6 42:38 43 6 12 24:31 39 7 11 33:38 37 28 10 29 8 27 29 5 13 34:38 35 9 12 36:43 33 711 9 28:26 32 711 11 31:44 32 8 813 25:39 32 61212 26:39 30 6 914 24:45 27 6 7 14 37:46 25 6 7 14 24:37 25 6 714 37:49 22 • 3 stig tekin af Middlesbrough fyrir að mæta ekki til leiks. ATH! leik Newcastle og Liverpool var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. 1. deild Úrslit Birmingham-Southend Bolton-Swindon Bradford-Grimsby Charlton-C. Palace Man. City-Oldham Norwich-Port Vale Oxford-West Brom QPR-IIuddersfield Stokc-Ipswich Wolves-Tranmere Barnsley-Sheff. Utd. Staðan Bolton Wolves Barnsley ShelT. Utd. Norwich Ipswich C. Palace Port Vale Stoke Tranmere Portsmouth Swindon QPR Oxford Charlton Man. City West Brom Huddersf. 37 21 3619 35 17 3616 37 15 3614 35 14 37 12 3514 35 14 35 14 3714 3612 3613 35 13 3413 37 10 37 11 12 4 8 9 11 7 1010 1012 13 9 11 10 1510 912 8 13 8 13 7 16 11 13 7 16 7 15 6 15 1413 11 15 2:1 7:0 3:4 2:1 1:0 1:1 1:0 2:0 0:1 3:2 2:0 80:46 75 52:35 65 59:42 62 61:42 58 55:56 55 51:44 55 65:38 53 44:43 51 43:45 51 48:46 50 42:39 50 50:54 49 47:48 47 48:48 46 43:50 46 44:45 45 58:62 44 41:52 44 Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080 KNATTSPYRNA • England Óvænt tap hjá Man. United Dennis Bergkamp, sem er til hægri á myndinni, skoraði bæði mörk Arsenal gegn Nottingham Forest. Manchester United tapaði óvænt fyrir Sunderland á útivelli um helgina og missti þar af dýrmætum stigum. Leikið var í 8 liða úrslitum FA bikarsins og þar tryggðu Midd- lesbrough, Chelsea, Wimbledon og Chesterfield, sér sæti í und- anúrslitum. Manchester United er enn efst í úrvalsdeildinni en spenn- an jókst til muna á toppnum. Leik Newcastle og Liverpool var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Alex Fe’rguson, stjóri United, ákvað að hvíla nokkra lykilmenn eftir Evrópuleikinn gegn Portó og það var honum dýrkeypt. Gary Pallister var ekki í hópnum og Andy Cole, Ryan Giggs og Ole Gunnar Solskjær fengu að verma bekk- inn en í þeirra stað komu Phil Neville, Karel Poborsky og Jordi Cruyff. Leikmenn tóku þennan hroka sem hvatningu og lögðu sig alla í leikinn og sigurinn var sanngjarn, 2:1. Þess má geta að United hefur fengið ísraelska varnarmann- inn Gadi Bromer (23) til reynslu en félag hans, Maccabi Tel Aviv metur hann á 2 milljónir punda. Arsenal sigraði Nottingham Forest auðveldlega með tveim- ur mörkum frá Dennis Berg- kamp. Forest er í vondum mál- um og um helgina samdi félagið við Celtic um kaup á hollenska markahróknum Pierre van Hooijdonk fyrir 4,5 milljónir punda en búist var við að hann skrifaði undir samninga í gær. Leeds lagði Everton á Elland Road með marki frá hollenska miðverðinum Robert Molenaar, sem skallaði inn eftir horn- spyrnu. Everton verður að fara að stoppa í gatið í vörninni og um helgina stóðu yfir samn- ingaviðræður við Slaven Bilic, miðvörð West Ham, og talið að kaupverðið verði um 5 milljónir punda. í 1. deild er Bolton langefst eins og áður og liðið var aldeilis á skotskónum gegn Swindon. Bolton sigraði 7:0 og Guðni Bergsson skoraði tvö markanna á síðustu tíu mínútunum. Landsliðsfyrirliðinn brá sér í sóknina og skoraði tvö glæsileg mörk, hvorugt með skalla. Wimbledon þjösnast áfram í FA bikarnum var leikið í 8-liða úrshtum og var mesta spennan í kringum leik Sheffield Wed- nesday og Wimbledon. Leik- mönnum liðann gekk illa fram- an við mörkin og allt virtist stefna í markalaust jafntefli þegar Robbie Earle sýndi enn og aftur hversu lunkinn hann er í vítateignum. Dean Holdsw- orth bætti síðan öðru marki við í lokin og Wimbledon leikur gegn nágrönnum sínum í Chelsea í undanúrslitum. Chelsea heimsótti Port- smouth og vann auðveldan sig- ur, 4:1. Mark Hughes fékk óblíðar viðtökur af varnar- mönnum en hann kann að svara fyrir sig og kom Chelsea á bragðið. Dennis Wise (2) og ítalski snillingurinn Gianfranco Zola gulltryggðu sigurinn en Deon Burton náði að klóra í bakkann. Chelsea þykir nú sig- urstranglegast í bikarnum. Middlesbrough gengur afleit- lega í deildinni en liðið er á miklu skriði í bikarkeppnunum og á laugardag lagði Boro heimamenn í Derby í síðasta bikarleiknum á Baseball Gro- und en Derby flytur á nýjan völl á næsta tímabili. Brasilíski töframaðurinn Juninho var maðurinn á bakvið sigurinn en hann skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara sem Ra- vanelli skoraði. Mótherji Middlesbrough í undanúrslitum verður 2. deild- arlið Chesterfield, sem sigraði Wrexham 1:0 með marki frá Chris Beaumont. HANDBOLTI Drammen vill fá Þorbjöm til sin Norska liðið Drammen, sem um helgina tryggði sér Noregsmeistaratitil- inn, hefur lýst yfir áhuga á því að fá Þorbjörn Jensson, lands- liðsþjálfara, sem þjálfara á næsta keppnistímabili. Tæpur mánuður er síðan norska liðið setti sig fyrst í samband við Þorbjörn, en hann segist ætla að hugsa málið. „Pað eru mörg spennandi verkefni framundan hjá norska liðinu, en mér finnst það heið- arlegast að HSÍ fái tækifæri til að ræða við mig á undan. Ég geri ráð fyrir því að gefa for- ráðamönnum Drammen svar, um hvort ég telji vera grundvöll fyrir samningagerð í lok þess- arar viku, eða í byrjun þeirrar næstu," sagði Þorbjörn þegar rætt var við hann um helgina. Engar formlegar samninga- viðræður hafa farið fram á milli aðilanna, en norska liðið mun hafa fjögurra ára samning í huga. Tveggja ára samningur Þorbjörns við HSÍ rennur út 26. maí og hann mun að minnsta kosti stýra hðinu framyfir HM í Japan. HANDBOLTI Stjarnan og Fram áfram Stjarnan og Fram tryggðu sér um helgina þátttökuréttinn í 4- liða úrslitum íslandsmótsins. Stjarnan lagði ÍBV í síðari leik Uð- anna í Eyjum, 24:30, á laugar- daginn og Fram vann þriðju við- ureign sína gegn Víkingi, í Víkinni 20:22. FH og Haukar mætast í undanúrslitum keppninnar og Stjarnan leikur við Fram. KNATTSPYRNA TapgegnDönum s Islenska kvennalandsliðið mátti þola tap gegn Dönum, 4:1 þegar liðin mættust á Alþjóðlegu móti sem nú stendur yfir í Algarve í Portúgal. Sigrún Óttarsdóttir skoraði mark íslands. Þorbjörn Jensson hefur undanfarið átt í viðræðum við Noregsmeistar- ana, Drammen. BLAK • 1. deild karla Þróttur deildarmeistari Fjórir leikir fóru fram um helgina og úrslit réðust bæði á toppi og botni. Þróttur Reykjavík sigraði KA, 3:1, í hörkuleik á föstudags- kvöldið og þá var ljóst að Þrótt- ur úr Reykjavík stæði uppi sem deildarmeistari, eftir 3:0 sigur Stúdenta á Þrótti Neskaupstað, en viðureignin tók aðeins 50 mínútur. Norðanmenn úr KA mættu til leiks eftir átta tíma ferðalag með langferðabfl, en það virtist ekki hafa nein áhrif á leik iiðs- ins og Sigurður Arnar Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði að líklega hefði Akureyrarliðið leikið sinn besta leik í vetur, gegn Þrótti. Það dugði KA-mönnum þó ekki til sigurs, en þeir stóðu svo sannarlega uppi í hárinu á Þrótturum. „Við áttum að vinna þennan leik, við vorum yfir 10:3 og 12:8 í þriðju hrinunni og í þeirri fjórðu vorum við komnir í 14:3 en töpuðum samt. Það má kannski segja að við höfum hálfbrætt úr okkur í þessum leik, því við vorum ekki nándar nærri eins öflugir gegn Stjörn- unni,“ sagði Sigurður Arnar, en Akureyrarliðið mátti þola 3:0 tap í Garðabænum og Stjarnan tryggði sér þar með fjórða sætið og pláss í úrslitakeppninni. Leikmenn 1. deildarinnar í blaki héldu lokahóf sitt um helgina. Stigahæsti maður 1. deildarinnar, Áki Thoroddsen, sem leikur sem miðjumaður með Þrótti Reykjavík, var val- inn besti leikmaður deildarinn- ar og Róbert Hlöðvarsson, kantsmassari úr Stjörnunni var valinn sá efnilegasti. Úrslit leikja um helgina: Þróttur R-KA 3:1 (16:14,11:15,15:13,16:14). ÍS-Þróttur N 3:0 (15:2, 17:16, 15:0). Stjarnan-KA 3:0 (15:10, 15:13, 15:7). Þróttur R-Þróttur N 3:0 (15:7, 15:6, 15:10). Lokastaðan: Þróttur R 1613 3 42:17 42 Þróttur N 1611 5 34:22 34 ÍS 16 6 10 28:36 28 Stjarnan 16 5 11 26:37 26 KA 16 5 11 21:39 21 Stúdentar tryggðu sér deildar- meistaratitilinn í kvennafiokki, með 3:0 sigri í uppgjörinu gegn Þrótti Neskaupstað. Hrinunum lyktaði 15:7, 15:10 og 15:10. ÍS hlaut 33 stig, Þróttur N hlaut 31 stig, Víkingur var með 17 stig og KA með 3 stig.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.