Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.05.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.05.1997, Blaðsíða 1
Húsavík Fiskiðjusam- lagið kaupir Pétur Jónsson Fiskiðjusamlag Húsavíkur hefur keypt togskipið Pétur Jónsson RE af Pétri Stefánssyni. Skipið er sérstaklega búið til vinnslu og frystingar á rækju og tekur 2000 tonn og er 59 metr- ar að lengd. Með kaupunum aukast sóknarfæri FH og eru kaupin liður í að endur- skipuleggja fyrirtækið og treysta rekstrarstöðu. Einar Svansson, framkvæmdastjóri FH, segir skipið eitt besta og öflugasta skip flotans og bendir á að skipið sé eitt af fáum ís- ienskum sem hafi náð veruieg- um árangri á Dohrnbankamið- um. BÞ Þröskuldar Sjálfsbjörg og ungliðahreyfing samtakanna efndu til átaksdags við Þjóðleikhúsið í gær. Þjóðleik- hússtjóra var afhent Sjálfsbjargar- ádrepan Þrándur í Götu númer 3 vegna lélegs aðgengis hreyfi- hamlaðra að húsinu. Mynd: E.ÓI. Reykjavík Fréttir og þjóðmál Skipulagstillaga Hálendið hólfað niður Gert ráð fyrir miklum framkvæmdum á sér- stökum mannvirkja- beltum en önnur svæði tekin frá til náttúruverndar. Stjórnsýsla sveitar- félaga framlengd inn á hálendið? Miðhálendi íslands verð- ur skipt upp í verndar- svæði annars vegar og mannvirkjabelti hinsvegar, samkvæmt skipulagstillögu sem kynnt verður formlega síðdegis í dag. Tillagan byggir á vinnu samvinnunefndar um svæða- skipulag. Gert er ráð fyrir tveimur megin mannvirkjabeit- um sem liggja þvert yfir há- lendið með N-S stefnu um Sprengisand og Kjöl. Á þessum beltum er gert ráð fyrir raflín- um, lónum, orkumannvirkjum, og vegum þeirra vegna. Þar verða einnig helstu mannvirki sem tengjast þjónustu ferða- manna. Verndarsvæðin verða þrjú: austur-, mið- og vesturbelti. Þessi svæði fylgja einkum gos- beltunum. Að austan tengist beltið við Vatnajökul, en vest- ara gosbeitið og Langjökuil tengjast og ná um Arnarvatns- heiði og Tvídægru. Verndarsvæði með gistiskálum Skipulagstiiiagan gerir ráð fyrir að á verndarsvæðum sé mann- virkjagerð haldið í lágmarki, en þar eru mikilvægustu útivistar- svæðin með gistiskálum, tjald- svæðum, gönguleiðum og reið- leiðum. Þar sem verndarsvæði og mannvirkjasvæði mætast er gert ráð fyrir að þjónustumið- stöðvar ferðamanna rísi. Ferðamennska Skipuiagstillagan gerir ráð fyrir fjórum tegundum þjónustu- staða fyrir ferðamenn, jaðar- miðstöðvum (stórar mið- stöðvar efst í byggð), hálend- ismiðstöðvum (við aðalfjall- vegi), skálum og fjallaseljum. Til- lagan gerir ráð fyrir að fimm jaðarmiðstöðvar verði byggðar, sex hálendis- miðstöðvar, 28 skálar, og 87 fjallasel. Umtalsverðar framkvæmdir Á mannvirkjabeltum er gert ráð fyrir umtalsverðum fram- kvæmdum. Af fyrirhuguðum orkuvinnslusvæðum er gert ráð fyrir Jökulsá á Brú, Tungná, Vatnsfellsvirkjun, Efri Þjórsá og Fljótsdalsvirkjun. Fyrir utan þetta er í tiilögunni talað rnn hugsanleg orkuvinnslusvæði s.s. Vestari- og Austari-Jökulsá í Skagafirði, Skjálfandafljót og Skaftárveitu. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir deiliskipulagi á bygginga- svæðum sem og heilbrigðiseftir- liti af ýmsu tagi. Athygli vekur að svo virðist sem gert sé ráð fyrir að stjórn- sýsluyfirráð sveitarfélaganna sem liggja að miðhálendinu framlengist inn á hálendið. Sér- stök undirnefnd um stjórnsýslu á miðhálendinu starfaði til hlið- ar við samvinnunefndina um svæðisskipulagið og hefur hún náð að leysa nær allar deilur um stjórnsýslumörk. Eftir því sem blaðið kemst næst er það aðeins Þórsmörk og tvær markadeilur á Norðurlandi sem enn standa út af. Lífðð í landinu Bls. 9 Kerfíð efcir á meðal- mennsku ÉÍÉÉlfeÉ. BUCKSlDECKER! Hondverkfæri SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.