Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1982. FÉLAGS- LEGAR ÍBÚÐIR Menning Menning Vor viö ströndina, 1967nr. 5 SHLBROT Um þessar mundir stendur yfir að Kjarvalsstöðum sýning á málverkum eftir Sigurð K. Árnason. Þetta er 7. einkasýning listamannsins, en hann hefur auk þess tekið þátt í samsýning- um bæði hér heima og erlendis. Sig- urður var sæmdur gullmedalíu Accademia Italia delle Arti e del lavoro 4. mars 1980. Sýning Sigurðar hefur að geyma 63 verk, máluð á síðastliðnum 25 árum. Hér er um að ræða hóflega yfirlits- sýningu, sem gefur áhorfendum dálitla innsýn í feril Iistamannsins. Stílbrot Þegar litið er yfir sýninguna, kemuF i ljós að listamaðurinn hefur unnið í ólíkum stílgerðum. Svo eru nokkrar myndir frá árunum 1966 og 1967, sem gefa til kynna að Sigurður hefur viljað notfæra sér formgerð kúbismans. í þessum myndum tjáir listamaðurinn sína náttúrusýn í geometrískum formum, en heldur sér þó annars fast við hina hefðbundnu myndbyggingu, sjónarhorn og rými. (Sjá myndir: Vor við ströndina, I%7 og Ströndin 1966) Hér er því ekki um að ræða eiginlegan kúbisma (sem samkvæmt Picasso og Braque fjallar um fjórðu víddina, og brýtur upp venjubundna sýn), heldur málar lista- maðurinn upp hina ytri formgerð kúbismans eftir sjónrænni reynslu og minni. En þrátt fyrir allt eru þetta athyglisverðar formrannsóknir og leitt að Sigurður hafi ekki unnið frekar úr þessum myndverkum. Landslag Meirihluti verkanna á sýningunni sýnir okkur að listamaðurinn hefur umfram allt lagt sig fram við að túlka náttúru landsins. Síðastliðinn áratug hefur listamaðurinn hrúgað upp Myndlist GunnarB. Kvaran fjölda landslagsverka, þar sem hann notar formgerð og pensilskrift expressionismans. Lögð er áherzla á efnisverkun litarins, sem lagður er þykkt á léreftið. Myndirnar bera þess vitni að vera mikið og nostur- samlega unnar. En þó er lítt um frumlegheit eða persónulega drætti. Listamaðurinn notar margþvældar fyrirmyndir (fjallasýn, haf) án þess þó að gefa viðfangsefninu breytt sjónarhorn eða persónulega umfjöll- un. Hér gefur að lítaþokkalegt.lands- lag. (Sjá myndir Gjáin 1970 nr. 19; Á Gróttutöngum 1981 nr. 25; Vífil- fell 1978n;r. 30). Mannamyndir En veiki punkturinn í myndverki Sigurðar kemur sérlega fram í mannamyndunum. Þær vitna greini- lega um litla teiknikunnáttu og lítt öguð vinnubrögð, Þetta er einkum áberandi í mynd likt og „Bræðurnir” 1975 nr. 33. Þegar bornar eru saman landslags- myndirnar og mannamyndirnar er greinilegt að listamanninum tekst mun betur í náttúruumfjölluninni þegar liturinn yfirvinnur mótífið. Þá reynir ekki lengur á teiknimennt og listamaðurinn getur rótað áferða- mikið yfir myndfíötinn. Við sjáum í myndinni ,,Hraumhóll,’.l965”'nir. 38 hvernig liturinn fær tækifæri til að róta i landslaginu. Náttúra Eins og fram hefur komið yrkir listamaðurinn um náttúru landsins. Hraun og mosi eru þýdd með þykkum lit og kvikri pensilskrift. Myndirnar lýsa hógværðí inntaki og efni. Þær eru I takt við ákveðna myndlistarhefð hér á landi, sem vitnar fyrst og fremst um mikinn vilja og ánægju af að skrá íslenzka náttúru á léreft. -GBK. Að undanförnu hefur mjög verið rætt um húsnæðisskort í höfuðborg- inni. Því miður virðast pólitískir ráða- menn borgarinnar leggja meiri áherslu á hverjum skuli um kenna en að ræða hvernig úr skuli bæta. Ýmsar tölur hafa verið hafðar uppi um þann fjölda sem býr sem sakir standa við neyðar- ástand í húsnæðismálum. Tölur frá 600 til 1500 einstaklingar hafa heyrst og mun hærri talan vera miðuð við þann fjölda, sem er á skrá hjá félagsmálastofnun borgarinnar og hjá leigjendasamtökum. Þess virðist ekki gætt að til er og fjöldi fólks sem hvorki vill skrá sig hjá félagsmálastofnun vegna stimpilsins, ,,að vera þá á bænum” og svo hitt að Leigjendasamtökinbúa í sóðalegri skrif- stofu sem er fjarri því að vera traustsvekjandi. Á skrifstofuLeigjendasamtakanna er ríkjandi sóðaskapur, ryk og sandur þekja þar gólf og bekki og reiðhjól er m.a. eitt húsgagnanna. Sá húsnæðis- eigandi sem kemur í þennan stað og samt sem áður felur þessari „stofnun” að annast leigu sins húsnæðis, hann hefur tæplega að bjóða vandað og snyrtilegt húsnæði og allavega hefur hann ekki auga fyrir snyrtilegri um- gengni. Þegar þetta hvort tveggja er hafi í huga, skíturinnhjáLeigjendasam- tökunum og ,,að vera á bænum,” stimpillinn hjá félagsmálastofnun, þá mætti og ætti mönnum að vera Ijóst að til eru miklu fleiri einstaklingar í húsnæðisvandræðum en þeir sem á skrá kunna að vera hjá fyrrnefndum stofnunum. Sjáffs tæðismannaþá ttur Sjálfstæðismenn í Reykjavík og jafn- vel víðar hafa af oftrú á einstaklings- framtakið lagst gegn ibúðabyggingum á svokölluðum félagslegum grundvelli. Afleiðing þess óraunsæis hefur svo orðið sú að láglaunafólk, ekki síst á Reykjavíkursvæðinu hefur átt í erfið- leikum með að komast í öruggt húsa- skjól. Það er staðreynd að sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa staðið gegn félagsleg- um íbúðarbyggingum, íbúðum byggðum af borginni til leigu og gegn byggingu verkamannabústaða. Sjálf- stæðismenn hafa þarna gleymt lág- launafólkinu í verslunarstétt, í Iðju, Sókn og Dagsbrún svo eitthvað sé nefnt. Sjálfstæðismenn hafa ekki séð að þetta láglaunafólk sem þarf að vinna alla tiltæka og hugsanlega yfirvinnu, aðeins til þess að skrimta, þetta fólk hafði engan, alls engan möguleika á að bæta auk þess á sig þeirri gífurlegu vinnu sem fylgir þvi að koma yfir sig húsnæði á eigin vegum. Fyrir þetta fólk gildir aðeins að komast í það að leigja á félagslegum grundvelli eða að komast í það að kaupa íbúð, byggða á félagslegum grundvelli. Þessu fólki gleymdu sjálf- stæðismenn og vissulega verður að geta þess að framsóknarmenn drusluðust á sömu línu án þess að vita í hvora löpp- ina þeir áttu að stíga. Kommar og kratar Þessum aðilum til hróss verður að viðurkenna að úr þeirra herbúðum er helst að vænta aðgerða til lausnar húsnæðisvanda láglaunafólks. Þó að kannski sé full seint í rassinn gripið, þá er Reykjavíkurborg nú komin af stað með byggingu leiguíbúðarhúsnæðis á ný eftir áralanga stöðnun. í því efni vinna saman kratar, kommar og framsóknarmenn, þó svo virðist að framsóknarmenn séu fremur mótfallnir leiguhúsnæði, þó þeir druslistmeð. Bygging nýrra leiguíbúða á félags- legum grundvelli er m.ö. o. komin af stað þrátt fyrir andstöðu sjálfstæðis- manna og hálfvelgju framsóknar- manna, og er það vel. Nýjar hugmyndir Segja má að með verkamanna- bústaðakerfinu eins og það er i dag, þá Kjallarinn Kristinn Snæland sé svo komið málum að flestir eigi að hafa tök á að eignast viðunandi íbúð, með tiltölulega auðveldum hætti. Eftirspurn eftir íbúðum byggðum af samtökum verkalýðsins, verkamanna- bústöðum, er hinsvegar slík aö miklu færri fá en um sækja Þetta ætti að segja betur en mörg orð fá lýst, að verkamannabústaðakerfið er bæði vinsælt og árangursríkt í landi hér. Svo lengi sem fjöldi fjölskyldna er um hverja íbúð I verkamanna- bústöðum, þá er þörfin greinilega mikil. Sem betur fer hafa kommar og kratar og verkalýðshreyfingin komið því til leiðar að nú er æ meiri áhersla lögð á byggingu verkamannabússtaða, en auk þess er komin fram ný hugmynd sem mér er sagt að sé komin frá þeirri ágætu konu, Aðalheiði Bjarnfreðs- dóttur með stuðningi bæði krata og komma og hálfvelgju framsóknar. Hugmyndin er sú að verkalýðsfélögin styðji byggingu leiguhúsnæðis á vegum borgarinnar eða sveitarfélaga með tilteknu framlagi úr lífeyrissjóðum, en fái í staðinn úthlutunarrétt til leigu til sinna félagsmanna. Þetta gæti þýtt það að t.d. Reykja- víkurborg byggði blokk með 36 íbúðum en vegna framlags úr lífeyris- sjóðum hugsanlega þriggja, fjögurra cða fleiri verkalýðsfélaga, þá myndu leigjendurnir veljast úr þessum nefndu verkalýðsfélögum. Viðkomandi blokk yrði þá fyrst og Hraunhóii, 1965nr. 38 (Ljósmyndir GBK) ■ „Bygging nýrra leiguíbúða á félagslegum grundvelli er með öðrum orðum komin af stað þrátt fyrir andstöðu sjálfstæðismanna og hálfvelgju framsóknarmanna, og er það vel,” segir Kristinn Snæland í grein sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.