Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982. 17 16 DAGBLAÐIÐ & VtSIR. LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982. Viðtal: Kristjana Gunnarsdóttir Myndir: Gísli Sigurösson nokkuO vel7 Ég hef náttúrlega hitt allmarga. Þegar ég kom hingaö fyrst fyrir tuttugu og fimm árum, þá var töluvert eftir af ioiki sem tilheyrði fyrstu kynslóð Manitóba-íslendinga og Dakóta- íslendinga. Það sem mig furðaði mest á þegar ég kom hingað fyrst var hvað margir höfðu náð hér háum aldri, enda þótt þeir ættu ekki tiltakanlega gott i æsku. Ef ég ætti að nefna eitthvert dæmi, þá er mér ákafiega minnisstæð kona sem ég hitti suður í Norður- Dakóta rétt eftir að ég kom hingað. Guðriður hét hún, Þorfinnsson. Hún var skagfirzk og þess vegna hittumst við. Hún var ákaflega fegin þegar við hittumst og sagöist hafa hlakkað til þess því hún hafði þekkt föður minn ágæta vel. En þetta reyndist náttúrlega hafa verið langafí minn með sama nafni. Hún hljóp þarna yfir nokkrar kynslóðir, sem ekki var ótítt um fólk i þá daga, svo ég gerðist svo djarfur að spyrja hana um aldur. Hún var þá 98 ára. Svo gamla konu hafði ég aldrei hitt fyrr. En mér er þó enn minnisstæðara þegar ég kvaddi þessa konu, þá baö, hún að heilsa systrum sínum tveim hérna iWinnipeg.og ég spuröi hvað þær væru gamlar, og hún sagði ,,Já, þær eru báðar eldri en ég,” sem var rétt. önnur þeirra var þá 103 ára og hin 101, og það var sá aldur sem Guðriður náði. En yngstur þessara systkina, og tiltölu- lega ungur þá, var Barði Skúlason, konsúll Islendinga í Portlandi, Oregon, og hann var þá einn af eldri starfandi lögfræðingum i Bandaríkjunum, því hann var þá 94. Það fannst þeim systrum fremur ungt. En þetta fólk mundi öll ósköpin sem uröu í Nýja Islandi fyrstu árin, bólufaraldurinn og svo framvegis. Hún sagði mér, Guð- ríður, að þá hefðu yngstu systkinin dáið, en þessar þrjár systur og einn bróðir lifðu bóluveikina af. Nú, hér var kona í Gimli þegar ég kom, og hún var systir Símonar Dalaskálds, og það var dálítið svipað því að vera systir ein- hvers fornmanns. Ég skrifaði föður mínum um þetta, og hann sagði það gæti alls ekki staðizt, en þetta var nú samt rétt. Þetta fanst mér undarlegt, hvað langlíiið var hér mikið. Hvers vegna heldur þú að fólk nái hér svo háum aldri? Gísli heitinn Jónsson, vinur minn og meðritstjóri, sem ætlaði að gefa út ljóðabók á hundrað ára afmælinu, en dó nú rúmi árið áöur en hann náði þeim aldri, hann sagöi að það væri vegna þess að þetta fólk hefði soltið heilu eða hálfu hungri í æsku, hefði sem sagt ekki borðað neina óholla fæðu. Nei, ég veit ekki hvort þess konar skýring er tækileg eða ekki, en hann hafði skýringu á þessu. En þetta fólk hafði náttúrlega aldrei af íslandi farið. Það var enn á íslandi, en á allt öðru Islandi heldur en ég þekkti. Höfundur Vö/uspár mættur! Þú hefur þá fenglð margt að vita um landnámstið hér vestanhafs gegnum þessl kynni þín? Þetta fólk mundi náttúrlega ekki ein- ungis bara landnámið hér, heldur var það langminnugt á ýmislegt sem skeð hafði á íslandi. Ég gleymi því ekki, svo ég vitni nú aftur í Islendinga í Norður- Dakóta, og það var og er nú ein af helztu byggðum vestan hafsins, byggðin i kringum Mountain. Þar hitti ég mann sem fór með þjóðlög og rímur og spuröi mig að síðustu hvort ég vissi það að „Völuspá” væri ekki öll í Eddu, það vantaði í hana, og fór með vísu sem mun vera í Konungsbók Sæmundareddu. (Þaö vildi svo tii að Jón Helgason prófessOr hafði þá nýlega lesið úr þessari vísu). En gamli maðurinn kvaðst hafa lært hana af ömmu sinni á Vestfjörðum. Þá datt mér í hug að þetta kynni bara að vera höfundur „Völuspár” sjálfur. Þetta var dálítið einkennilegt. Fólk virtist muna íslenzka fornöld, og hafði í fórum sinum ýmsar minjar um hana. Svo ég taki dæmi, þá fann ég handrit af Ólafs sögu Tryggvasonar vestur í Saskatchewan. Það var skrifað eftir prentaðri bók sem hafði komið út um 1690, en samt var þetta handrit frá 1728. Svo fann ég líka handrit af Snorra Eddu í banka i Wynyard í Saskatchewan, pappírshandrit frá fyrsta hluta átjándu aldar, sem hefur að geyma merkiiegar myndir eftir ein- hvern ónefndan listamann. Þetta hand- rit hefur nú verið lánað til Islands og sjálfsagt verður rannsakað þar til fulln- ustu. /s/enskir „menning- arpokar" Hafa þá varðveitzt eins konar „menningarpokar” tslendinga hér fyrlr vestan? Jú, það er enginn efi á því að til dæmis íslenzka var og er að nokkru leyti enn aðalmál í vissum sveitahér- uðum, bæði í Manitóba og Saskatche- wan, og á ég þar náttúrlega við Nýja Island og Vatnabyggðirnar i Saskatche- wan, og svo umhverfis Mountain í Norður-Dakóta. Þar urðu byggðir nægilega stórar og mannmargar, og í sumum tilvikum einangraðar, til þess að halda vissum menningarein- kennum, og þá aöallega málfari, furðu- lega lengi. Þetta á sérstaklega við um Nýja ísland, sem hafði sérstaka ný- lendustjórn með alíslenzkri stjórnar- skrá sem gilti að nokkru leyti á annan áratug. Stjórnarlögin gengu í giidi þegar þau voru prentuð í Framfara 1877, og glötuðu að mestu mætti sínum þegar Nýja ísland varð hluti af Mani- tóba. Þessi lög voru ekki samin af þjóðrækni, fólkið varð að stjórna sinni nýlendu, því yfirstjórn þess var í Ott- awa. Nýja Island var ekki hluti af Manitóba, og í þá daga var nánast sagt samgöngulaust við Ottawa, og stjórnin í Ottawa var því dálitið svipuð heilagri þrenningu eða Guði á himninum. Nýja Island minnir mig svolitið á hreppana íslenzku sem er ákaflega sérkennilegt fyrirbæri. Þá má búast við að má/ið sé að syngfa sitt síðasta ... Hvernig hefur islenzk tungu aðlagazt nýja umhverfinu? Það sem maður tekur fyrst eftir er orðaforðinn. Það er að segja, töku- orðafjöldinn, þá einkaniega nafnorð log sagnir sem eru tekin beint úr ensk- ! unni. Þetta virðist hafa orðið strax þegar fyrsta kynslóðin var á sviðinu, og verið mjög aigengt. Það þarf ekki annað en að lesa, til dæmis, greinar eftir Jóhann Magnús Bjarnason, sem skrifaði í Winnipegblöðin einhvern timann um 1890. Þar gefur hann mörg dæmi um það að fólk sé farið að blanda málum ákaflega. Vilhjálmur Stefánsson, sem var lærður mannfræð- ingur, gerði merkilegar rannsóknir á íslenzkunni í Norður-Dakóta um 1903. Fann hann þar geysilegan fjölda af tökuorðum sem fólk notaði dags- daglega og virtist alltaf aðlaga islenzku málkerfi. Þessi aðlögun hefur fengið á sig fastara mót eftir því sem árin liðu. Þær athuganir sem ég hef gert benda til þess, og þetta hafa sagt mér líka gamlir menn eins og Guttormur Guttormsson. Hann sagði mér að fyrsta kynslóðin hefði verið alveg varnarlaus gegn ensk- unni. Enskan var mál sem fólk kunni ekki en varð að reyna að bjarga sér á og neyddist til þess að nota. En það má náttúrlega taka upp ný orð og aðlaga þau endalaust án þess að málfræðin beri nokkurn teljandi hnekki við slikt. Þegar menn fara að nota framsöguhátt í staðinn fyrir viðtengingarhátt og rugla föllum, láta nefnifallið duga fyrir hin, þá má nú búast við að málið sé að syngja sitt síðasta. Þegar málfræðin fer að bila, þá er allt saman komið á ioka- stig. Að öðrum þræði er vestur- íslenzkan mjög íhaldssöm, þannig að hér rekur maður sig á málnotkun sem örugglega tilheyrir nítjándu öldinni. Getur þaö verið að islendingar og kanadiskir indiánar eigi einhver sam- eiginleg einkenni? Maður getur, eftir nýrri málvísinda- kenningu, fullyrt það að indíanamál séu nákvæmlega eins og isleiv kan í djúpgerð, en lengra get ég ekki farið með þetta. Nema Guttormur Gutt- ormsson skáld, sem lærði mál Cree indíána, gerði þá merkilegu athugun að lengsta orðið í Cree væri nákvæmlega jafnlangt og lengsta orðið í islenzku og skrifaði um þetta. Hu/dufó/k indíána og islendinga Þú hefur ekld rekizt á, til dæmis, cin- hvern samanburð á islenzkum þjóð- háttum og indiánaþjóðháttum? Ja, ég þekki indíána sem hafa sagt mér þjóðsögur vegna þess að þeir héldu því fram að þær væru töluvert líkar vissum tegundum islenzkra þjóðsagna. Eins hefur þvi verið haldíð fram áð huldufólk væri nokkuð svipaö hja cree indíánum, en þá er maður kominn i nánd við tungumálið. Ætli þjóðtrúin sé ekki alltaf söm í djúpgerð. Yfirborðið villir um fyrir manni. Það er bara að ftnna djúpgerðina og vita hvað djúp hún er, það er þyngri þrautin. Hvar ólst þú upp, Haraldur? Ég ólst upp í Skagafirði. Það er náttúrlega ónákvæm staðarákvörðun þegar maður situr hér í Winnipeg, en ég ætlast til að það viti allir hvar Skaga- fjörður er, þó að kanadíska póstþjón- ustan viti það ekki, því að ég skrifaði einu sinni föður mínum bréf og skrifaði „Bessi Gísiason, Kýrholti,. Skagafirði,” og setti svo „air mail” utan á bréfið. Það var endursent. Páll Árdai, vinur minn og fyrrverandi kenn- ari, prófessor í heimspeki, var á skrif- stofunni hjá mér þegar ég fékk bréfið endursent, og hann sá þetta, þótti þetta firnamerkilegt og sagði „þarna er ykkur rétt lýst, Skagfirðingunum.” Þetta hefur líklega verið gleymska, en mér hefur oft fundizt að af maður kennir fólk við Skagafjörð, þá sé óþarft að vera að hnýta islandi þar aftaní. En úr því að þú minnist á Skagafjörðinn, þá get ég sagt þér þessa sögu, sem er alveg sönn og hún komst á kreik heima. Ég hef heyrt ýmsar geröir af henni, en ég fór hér fyrir allmörgum árum í smáferð norður til Nýja Islands með Einari Ólafi Sveinssyni og konu hans. Við hittum indíána á leiðinni sem „svo hann reff kistuna og byggði úr henni skáp. Ég sá skápinn' Hann skrifaði merki/egar land- nemabókmenntir Flnnst þér að þessir rithöfundar hafl brugöið upp raunverulegrl mynd af sléttunni eða fannstu það sem þú hafðlr búlzt við? Þeir höfðu náttúrlega brugðið upp mynd af tíma sem var iöngu liðinn þegar ég kom því Jóhann Magnús Bjarnason, svo við tökum dæmi, var i aðalatriðum nítjándu aldar maður og tilheyrði landnemakynsióð og skrifaði alveg í samræmi við það. Hann skrif- aði merkilegar landnemabókmenntir. Hann fluttist hingað vestur og skrifaði, til að mynda, bækur eins og Elrik Hansson og t Rauöárdalnum, sem gerist hér alveg. Hann átti heima i mörg „— enda varþessiindíáni uppalinn af Skagfirðingum" „Ég ætlast tilaðailt ■ viti hvar Skaga■ fjörðurer,f Haraldur Bessason prófessor í Winnipeg íhelgarviötali ár i Nýja-Skotlandi og skrifaði um þá fyrstu byggð sem þar varð, því þar námu Islendingar land áður en þeir komu hingað. Það landnám entist tölu- vert lengi. Það var sagt að það hefði enzt bara i sjö ár en það var nú fólk þar eftir samt, og dálitill siangur af Islend- ingum á þessum slóðum lengi, allt fram i undir þennan dag. Hvaða álit hefur þú á Jóhanni | Magnúsl Bjarnasyni sem rithöfundi? Hann var í miklu áliti þegar ég var unglingur. Hann var mikið lesinn á itslandi. Ég sé það einnig að það eru margir sem hafa áhuga á hans verkum núna, ég held það sé aðallega vegna þess að Laxness hefur talað mjög lof- samiega um hann i síðari bókum sínum. Þú hefur ferðast um allar islenzku nýlendurnar og hefur heyrt og séð margt um árin, Haraldur. Hefurðu ekld kynnzt Vestur-íslendingum Við erum stödd hjá Haraldi Bessa-i syni, prófessor í islenzku við Manitóba- háskóia i Winnipeg. Úti er 30 stiga frost og niðamyrkur yfir ísnum. Börnin raða handklæðum yfir allt stofugólfíð, hiaupa upp og niður stigann, og svarti kötturinn potar í kassettutækið sem ég kom með. Allir Vestur-Islendingar þekkja Harald, málfræðing og forn- bókmenntafræðing, ritstjóra, greina- höfund, kennara og snilling. Hann hefur greitt götu margra islenzkra nem- enda í Manitóba og eins gefið mörgum Vestur-Í slendingum lifskjarna úr gamla landinu. Við sem ráfum fram og aftur köUum hann „Godfather”. Hann situr rólegur í stofu sinni, talar hægt og hugsar djúpt með giampa i augunum. Ég spuröi hann nokkurra spuminga um 25 ára lífsreynslu í Vesturheimi. Hvernig voru vlðbrögöin þegar þú komst hingað út á sléttuna, 25 ára gamall? Ég hafði nokkuð skýrar hugmyndir um hvernig þetta mundi líta út. Ég hafði lesið töluvert um Kanada, og þar á meðal talsvert af bókmenntum islenzkum sem hér höfðu skapazt, einkaniega Jóhann Magnús Bjarnason sem ailir Isiendingar hafa lesið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.