Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1982, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER1982. 23 Íþrótíir íþróttir íþróttir íþróttir íslandsmeistarar skotnir 1 kaf 1 Hafnarfiroi! zsmr- Það verður gaman að fylgjast með ungu strákunum bans Geirs Hall- steinssonar í FH í handknattleiknum í vetur. Á laugardag unnu þeir stórsigur á ísiandsmeisturum Vikings i íþrótta- húsinu í Hafnarfirði í 1. deild íslands- mótsins, sigruðu með tíu marka mun 27—17. Léku sér að meisturunum og sýndu oft skínandi góðan handknatt- leik eins og tölurnar gefa til kynna. Mjög sterkt lið bæði í sókn og vörn. Það sama verður hins vegar ekki sagt um Víkingsliðið. Það var slakt þó auðvitað sé það staðreynd að ekkert lið leikur betur en mótherjarnir leyfa. Það er þó svo sem ekkert nýtt að Vikingsliðið undir stjórn Bogdán Kowalczyk tapi stórt i byrjun keppnistímabils, þó það sé hins vegar nýtt i 1. deildinni. Mikill f jöldi áhorfenda sá leikinn og fékk FH- liðið gífurlegan stuðning frá þeim. Áhorfendur i Hafnarfirði eru hreint einstakir. Já, það var gaman að sjá til FH-liðs- ins. Það er að springa út undir stjóm Geirs. Ákaflega vel samsett. Stórskytt- urnar Kristján Arason og Hans Guð- mundsson mjög ógnandi, homa- mennirnir Pálmi Jónsson og Guð- mundur Magnússon kunna sitt fag, og Þorgils Ottar Mathiesen frábær á lín- unni. En þó var vöm og markvarsla aðall liðsins gegn Víkingi. Varnarleikurinn small saman strax í byrjun en það var þó fyrst og fremst markvarsla Haralds Ragnarssonar ifyrsta stundarfjórðunginn, sem lagði grunn aö stórsigrinum. Markvarsla jhans var á stundum hreint undraverð og eftir aðeins 16 mín. var staðan orö- jin 9—2 fyrir FH. Víkingsliðinu tókst aldrei að brúa það bil þó að það minnk- aöi muninn niður í tvö mörk mn tíma. Síðan seig aftur á ógæfuhliðina hjá því. Þungir Víkingar j Víkingsliðið var langt frá sínu besta í iþessum leik, stundum óþekkjanlegt. Vömin léleg, einkum framan af og jmarkvarslan eftir því. Hins vegar lag- aðist markvarslan mjög eftir því, sem á leikinn leið. Greinilegt að leikmenn 'Víkings eru komnir í þá æfingu, sem til þarf í fjóra leiki á rétt rúmum fimm sólarhringum. Þreyta í liöinu eftir hina ierfiðu leiki við KR og Val í úrslita- keppni Reykjavíkurmótsins fyrr í vik- unni. FH náði strax góöum tökum á leikn- íum. Eftir tíu min. var staðan orðin 5—1 og jókst síöan í 9—2 eftir 16 min. Þá var séð í hvaö stefni. FH tók tvo leikmenn Víkings úr umferð, Þorberg Aðal- steinsson og Pál Björgvinsson, og þeg- ar þeir vora ekkiinniá, einhverja tvo 'aðra. Þetta heppnaðist en er ákaflega ítvíeggjaö gegn Uði eins og Víkings, sem hefur stórskyttu í nær hverri stöðu. Skotmönnum Víkings tókst ekki að færa sér í nyt það aukið rúm, sem leikaðferð FH gaf. Sóknarleikurinn ráðleysislegur. i Munurinn minnkar Eftir þessa stórbyrjun FH fóru jVíkingar aðeins að klóra í bakkann. Þeirskoraðu fjögur mörk í röð, 9—6, og jþegar fimm mín. voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan 10—8. En þar með var viðnám Víkings þrotið. FH jskoraði tvö síöustu mörkin í hálfleikn- um. Staðan 12—8 í hálfleik. Nokkuö 'jafnræði framan af síðari hálfleiknum, minnsti munur 13—10. Síöan komst FH jí 19—12 og lokakaflann aðeins spuming hve FH sigurinn yrði stór. Og hann var stórílokin,27—17. Þorgils Úttar Mathiesen, línumaðurinn snjalli I FH-liðinu, sendir knöttinn í markið hjá Ellert Vigfússyni, Víkingsmarkmanni í fyrri hálfleiknum. Pálmi Jónsson, Hörður Harðarson og Þorbergur Aðalsteinsson fylgjast með svo og hluti áhorfendaf jöldans. DV-mynd Einar Ólason. Bjarni skoraði sex mörk —■ þegar Nettelstedt vann Hiittenberg Bjarai Guðmundsson, landsliðs- maður í handknattleik úr Val, átti mjög góðan leik með Nettelstedt í 1. deildarkeppninni í handknattleik í V- Þýskalandi þegar félagið vann sigur 23:21 yfir Hiittenberg. Bjarni skoraði sex af mörkum liðsins. Sigurður Sveinsson — vinstrihandarskytta úr Þrótti, skoraði ekkert mark, þar sem hann fékk Iítið að spreyta sig. Axel Axelsson skoraði fimm mörk fyrir Dankersen. Ekki dugði það félag- inu til sigurs, því að Dankersen tapaði 16—21 fyrir Grosswallstedt á útiveúi. Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrum þjálfari KR-liðsins og strákamir hans hjá Kiel, máttu þola tap — 21—25 fyrir Giinsburg. Hofweier tapaði stórt fyrir Gummersbach — 11—21 á heimavelli og Hannover og Dietzenbach gerðu jafntefli 13—13. -SOS. Bjarni Guðmundsson. Mörk FH í leiknum skoruðu Pálmi 7, Kristján Arason 7/3, Guðmundur Magnússon 4, Hans 4, Þorgils Ottar 4 og Sveinn Bragason 1. Mörk Víkings. Guðmundur Guömundsson 3, Hörður Harðarson 3/2, Páll Björgvinsson 3/2, Steinar Birgisson 2, Viggó Sigurðsson 2, Hilmar Sigurgíslason 1, Magnús Guömundsson 1, Oskar Þorsteinsson 1 og Þorbergur 1/1. Dómarar Gunnlaugur Hjálmarsson og Oli Olsen. FH fékk fjögur vítaköst. Nýtti þrjú, Ellert Vigfússon varði eitt frá Krístjáni. Víkingur fékk sex víta- köst. Nýtti fimm. Þorbergur skaut yfir úr einu. Sæmundi Stefánssyni, var tví- vegis vikið af velli hjá FH og Þorgils: Ottari í tvær mín. Tveimur Víkingum var vikið af velli, Steinari og Viggó. hsim. Brotalamir í Firðinum Það kom í ljós í fyrsta leiknum á íslandsmótinu í handknatt- leiknum, leik FH og Vikings í íþróttahúsinu i Hafnarfirði, að ástæða er tU fyrír handknattleikssambandið að skipa eftiríits- dómara með tímavörðum hússins. Leikmenn voru lengur utan vallar eftir brottrekstur en vera átti eða öfugt. Þetta var mjög áberandi. Fyrir nokkrum árum komu upp svipuð dæmi í íþróttahúsinu í Hafnarfirði en lagaðist eftir að skrifað var um það. Áreiðanlegt að leikmenn FH og þjálfari kæra sig ekki um að verið sé að hygla þeim á slíkan hátt. Þá kom mjög á óvart, að Gunnlaugur Hjálmarsson, sem er þjálfari 1. deUdarliðs ÍR, var dómari í leiknum. Hvernig það dæmi á að ganga upp að þjálfari 1. deildariiðs sé jafnframt dóm- ari í 1. deildar-Ieikjum fær undirritaður ekki séð. h adidas ^ íþróttavörur í stórkostlegu úrvali adidas ^ hettupeysur íþróttaskór íþróttagallar Fimleikaskór Fimleikafatnaður Handboltar Körfuboltar Fótboltar Sundfatnaður Regnfatnaður Úlpur barna-, unglinga og fullorðinsstærðir. 12024

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.