Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 14
14 BREIÐHOLTI //Ll SÍMI 76225 1 Fersi k blóm di ÖC/M MIKLATORGI LKX/—N-S SÍMI 22822 iglega. Lán úr lífeyris- sjóði ASB og BSFÍ Stjóm sjóðsins hefur ákveðið að veita lán úr sjóðnum til sjóðs- félaga. Umsóknir veröa að berast fyrir 15. mars nk. Umsóknareyðublöö eru afhent á skrifstofu sjóösins að Suður- landsbraut 30 kl. 10—16, sími 84399. SÓL-SAUNA-SNYRTING Komið í Ijós i okkar frábæru Silver Super sólarbekki (eínnig með háfjallasól) og fáið á ykkur fallegan brúnan lit og losnið við alla streitu. Sauna og góð hvildaraðstaða. úll almenn snyrting: and- litsböð, húðhreinsun, hand- og fótsnyrting o.fl. Jafnt fyrir konur sem karla. xOCO sfrfi Heilsuræktin, Þingiióisbraut 19, Kópavogi, simi 43332. Bóka mark aóirrn Góöar bækur Gamalt ggs veró ’ •'jZ? Mánudaginn 7. mars kl. 9-18 Þriðjudaginn 8. mars kl. 9-18 Miðvikudaginn 9. mars kl. 9-18 Fimmtudaginn 10. mars kl. 9-22 Föstudaginn 11. mars kl. 9-19 Laugardaginn 12. mars kl. 9-18 Bókamarkaóurinn HÚSGAGNAHÖLLINNI, ÁRTÚNSHÖFÐA DV. MÁNUDAGUR7. MARS1983. Lausnin er einfold: einn maður -eitt atkvæði Sú var tíðin, að ekki þóttu aðrir eiga aö hafa kosningarétt en þeir sem eignamenn töldust eða eitthvaö áttu undir sér í þjóðfélaginu. Eitt sinn var það líka svo, að konur þóttu ekki þess verðar að hafa kosninga- rétt. Hvort tveggja er, sem betur fer, löngu liðin tíð. En hugsunarháttur- inn, sem aö baki bjó, sýnist samt ekki með öllu horfinn. Nú er því aö vísu ekki lengur fram haldið aö flokka eigi menn eftir eignum eða kynferði i þessu tilliti. Þess í stað á að flokka landsmenn eftir búsetu. Þeir sem búa úti á landi eiga að sumra hyggju að hafa kosningarétt umfram þá sem búa í þéttbýlinu suð- vestanlands. Allir réttsýnir menn hljóta þó að sjá, að þetta fær ekki staðist fremur en sú firra aö skammta mönnum at- kvæðisrétt eftir eignum og kynferði. Langvinn barátta fyrir réttlæti Lengi vel var þungt fyrir fæti í bar- áttunni fyrir þvi, að atkvæðamis- vægið yrði leiðrétt. Og raunar er svo enn eins og sjá má af þeim umræðum sem fram hafa farið um þessi mál að undanfömu. Frumvaipið, sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi í kjölfar for- mannaviðræðnanna svonefndu, er þó ekki annað en tiltölulega lítiö skref í réttlætisátt. Þar er eftir sem áður gert ráð fyrir verulegu misvægi í at- kvæðisrétti manna eftir búsetu. Allt og sumt, sem íbúum á Suðvestur- landi er boðið upp á, er, aö þeir skuli settir í svipuð spor og 1959. Samt sem áður rísa á fætur þingmenn úr öllum flokkum og mótmæla — og segja, aö verið sé að ganga á hlut landsbyggð- arinnar. Rökin eru þau, að svo miklu bág- ara sé á allan hátt að búa úti á landi en á suðvesturhorninu. Að vissu leyti má því segja, að hér sé verið aö snúa viö þeim rökum sem fyrr á tíð voru notuð til þess að rökstyðja, að þeir einir skyldu hafa kosningarétt, sem ættu nokkuð undir sér. Er landsbyggðin táradalur og suðvestur- hornið paradís? Mér til efs, að landsbyggðin sé sá táradalur sem ætla mætti, þegar sumir landsbyggöarþingmanna tala um þetta mál. Hér á landi er það einnig svo, að hverjum manni er heimilt aö setjast þar að, sem hann sjálfur kýs. Sjálfviljugir gerast menn til dæmis bændur fyrir norðan eöa austan. Þá er þeim auðvitað ljóst, að þeir geta ekki brugðið sér í Þjóðleikhúsið hvenær sem er, svo aö dæmi sé tekið. En í staöinn fyrir þaö, og annað sem nefna mætti af lysti- semdum Suðvesturlandsins, telja þeir sig öðlast eitthvað annað, sem þeir meta meira. Ella heföu þeir ekki valið búskapinn. Þeir njóta þess að vera eigin húsbændur og nábýlis við náttúruna, svo að eitthvað sé nefnt af því sem ímynda má sér, að bóndinn telji starfi sínu til gildis. Og suðvesturhomið er áreiöanlega ekki sú paradís valdsins og forrétt- indanna, sem stundum er látið í veðri vaka. Hitt er auðvitað ljóst, að hvarvetna á landinu er við að etja staöbundin vandamál af ýmsu tagi. Vandamálin úti á landi eru vafalaust mikil og margvísleg og hafa veriö tíunduð óspart. En hafa menn þá á móti hugsað út i, hvað það kostar marga íbúa suðvestanlands að kom- ast til og frá vinnu, svo að nefnt sé eittlitið dæmi. Kjallarinn Þingmenn eiga yfirleitt ekki að sinna öðru en því sem þeir eru til kjömir — og það er löggjafarstarf. Þær þjóðir, sem við teljum helst til stjómarfarslegs og menningarlegs skyldleika við, hafa í heiðri þá meginreglu, að atkvæðisréttur þegn- anna skuli vera jafn. Sums staðar er þetta stjómarskrárbundið. Þegar við svo ætlum að taka eitt lítiö skref í jafnaðarátt, rísa sumir fulltrúar minnihluta þjóöarinnar upp á Alþingi og mótmæla — og leyfa sér að bera sér í munn oröið mannrétt- indi! Með hvaða rökum fær slíkt staöist með þjóð, sem telur lýðræðis- lega meirihlutastjórn meginreglu i stjómskipun sinni? Þjóðin á aðráða Margir mánuðir hafa farið í þref og útreikninga í viðræðum formanna flokkanna um kjördæmamálið. Þar sýnist því miður fremur hafa verið tekiö mið af meintum hagsmunum flokkanna og jafnvel einstakra þing- manna en réttindum fólksins. Eftir þá málsmeðferö er eitt alveg ljóst. Þingmenn eiga ekki einir sam- an aö fjalla um þessi mál framvegis. Síst af öllu, þegar þannig er í pottinn búið, að á Alþingi eru í meirihluta „Allir réttsýnir menn hljóta þó að sjá, að þetta fær ekki staðist fremur en sú firra að skammta mönnum atkvæðisrétt eftir eign- um eða kynferði.. En slík vandamál á auðvitað að leysa eftir bestu getu hvert í sínu samhengi, en ekki hræra þeim sam- an við alls óskyld mál á borð við at- kvæðisrétt. Hvimieið fyrir- greiðslusjónarmið En hvað leynist á bak við allt þetta tal sumra um misjafna aðstöðu manna eftir búsetu? Þaö skyldi þó ekki vera, að þar byggi að baki sú hugsun hjá einhverjum, að starf alþingismanna eigi, aöminnsta kosti öðrum þræði, að vera fólgið í fýrir- greiðslu og alls kyns hagsmunapoti, sem henni tengist? Gallinn á því hugarfari er einfald- lega sá, aö menn eru alls ekki k jömir á þing til þess. Þingmenn eiga að vinna að því að setja landsmönnum lög. Þeir eiga ekki aö verja tíma sín- um í alls kyns fyrirgreiðslu, sem oft á tíðum er ekki annað en atkvæða- kaup og þaö venjulega atkvæðakaup fyrir fé almennings. Þingmenn eiga ekki að sitja í bankaráðum viðskiptabankanna. Þingmenn eiga ekki að sitja í stjórn Framkvæmdastofnunar. Þeir eiga ekki að vera að vasast í sjóöakerfinu. Þeir eiga ekki að stunda hrossakaup. fulltrúar minnihluta þjóðarinnar, sem gerst hafa berir aö því að vilja meina meirihluta þjóðarinnar að njóta sjálfsagðs réttar síns. Þjóðin á framvegis að ráða þessu. Til þess eru ýmsar leiðir. Bera má undir hana í allsherjaratkvæða- greiðslu hvaða skipan hún vildi á þessu hafa. Einnig mætti hugsa sér, að efnt yrði til sérstaks stjómlaga- þings. Það hefur komið glögglega í ljós í umræðum að undanfömu, að ein- stakir þingmenn virðast ööm fremur taka mið af því, hvort þeirra eigið þingsæti kunni að vera í hættu vegna breytinga á kjördæmamálinu. Slíkt kann að vera mannlegt, þótt ekki sé það stórmannlegt. En það sýnir lika nauðsyn þess, að alþingismenn f jalli ekki einir um þetta og spyrji þjóðina einskis. Formannafrumvarpið í kjördæma- málinu er betra en ekki, úr því sem komið er, en þaö er þó aðeins skref í rétta átt. Endanleg lausn kjördæmamálsins svokallaöa, hvaö atkvæöisréttinn varðar, er aðeins ein og hún er ein- föld: Einnmaöur —eittatkvæöi. Helgi H. Jónsson fréttamaður. Itij ii ll iiíiiíi íiíiir II 'IIIII# «111111 Kfltii llf II! II MlkMlliJi II tiiiiifli H iiiiii.'j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.