Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 3
DV.F0STUDAGUR18. MARS1983 3 ^HIæjumaö þessaril auglýsingu þeirra'* ■ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastióri Farskips, um hina umtöluðu viðmiðunarauglýsingu Flugleiða ... . „Þarna er ckki um neina nyja I auglýsingatækni að ræða," sagöi l Marinó Einarsson auglýsingastjóri 1 Flugleiöa er við spurðum hann um þetta. „Við notum ýmsa tækni við auglýsingar okkar. t'að er þessi núna og eitthvaö annað næst Heilsiöuauglýsing Flugleiða blöðum aö unilanförnu. þar sem gcrður er samanburður a veröi i þotustól um borð i Ms. Eddu td Bremerhaven og haUandi þotustól meö Flugleiðum tU I.uxeinborgar og heim aftur, hefur vakið nokkurt umtal og athygli. Vissir þú aö 4ra manna fjölskylda getur flogió til Luxemborgar og ferðast ðtakmarkaó um Evrópu í bílaleigubíl i tvær vikur fyrir aóeins 24.604 krónur? Það sem við erum að gera mcð þess- ari auglýsingu er að við erum aö I upplýsa neytendur um það hvaö það | kostar að fcrðast til útlanda. Þaðhcfur enginn gert athugasemd við þessa auglýsingu eða texta hennar og viö erumánægð meðhana,” sagði Marinó. „Við hlæjum nú að þessari auglýs- I ingu þeirra og vonum aö aörar deildir I hjá Flugleiðum séu betur reknar en sú I sem scr um auglýsingarnar," sagði Einar Herntannsson framkvæmda- stjóri Farskips er við spurðum hann , um þessa auglýsingu. Þeir kunna ekki cinu sinni að leggja rétt -saman. ] Tölurnar þrjár sem þeir taka hjá okkur eru réttar en þær cru ckki lagðar rétt saman. Þaö munar 800 krónum á að útkoman s< Þessi auglýsing þeirra fellur ekki alfarið inn i þær siðareglur sem hcfur veriö unnið eftir í viðskiptum hér á landi til þessa. En örvæntingin drifur menn út i ýmislegt og þctta staöfesUr I velgengni okkar og að þeir hja Flug- leiðum cru dauðhræddir viö sam- keppnina scm við veitum þeim." -Up- J Frétt DV um auglýsingu Flugleiða sem nú hefur verið bönnuð. Flugleiða- auglýsingin — brýturíbága við siðareglur Alþjóða- verslunarráðsins Siðanefnd Sambands íslenskra aug- lýsingastofa telur að hin umtalaða auglýsing Flugleiða, þar sem gerður var samanburður á verði á ferðum með Flugleiðum og ms. Eddu, brjóti í bága við siðareglur Alþjóöaverslunar- ráðsins. Auglýsingastofan Gylmir kæröi þessa auglýsingu fyrir hönd eigenda ms. Eddu, Farskips hf., á þeim for- sendum að hún samræmdist ekki siða- reglum verslunarráðsins. Auglýsingin var unnin af auglýsingastofunni Olafur Stephensen, auglýsingar—al- menningstengsl. I framhaldi af ályktun sinni óskaði siðanefndin eftir því við Farskip og Flugleiðir að félögin virtu gildandi siðareglur í auglýsingum sínum í framtíðinni og var þaö samþykkt af beggjahálfu. -klp- Þörf á reglum um veitingar dómara- embætta „Dómarafélag Islands er ekki um- sagnaraðili um veitingu embætta,” segir Ármann Snævarr hæstaréttar- dómari, formaður Dómarafélags Is- lands, er hann er spuröur um álit fé- lagsins á veitingu í embætti sýslu- manns og bæjarfógeta á Isafirði. Stöðuveiting þessi hefur, sem kunnugt er, mælst misjafnlega fyrir. „Hins vegar hefur það verið ákaf- lega mikið rætt innan félagsins að setja nánari reglur um veitingu embættanna. Dómarafélagið hefur reyndar lýst því yfir aö þaö telji aö þaö sé þörf á að setja reglur um veitingu dómaraembætta. Slíkar reglur þyrfti að lögfesta,” segir Ármann Snævarr. -SþS Albína kaupir aðra þyrlu Langlánanefnd hefur heimilaö Albínu Thordarson arkitekt töku er- lends láns vegna kaupa á nýrri þyrlu. „Ég ætla að kaupa Hughes 500D þyrlu, sem er eins og minni þyrla Landhelgis- gæslunnar,” sagði Albína í samtali við DV. Þessi þyrla Albínu kemur í stað þyrlunnar sem hlekktist á við sjón- varpshúsið. Sú var minni en nýja þyrl- an, Hughes 300C. Samkvæmt gögnum langlánanefnd- ar er áætlað kaupverð nýju þyrlunnar 350 þúsund dollarar eða 6,1 miiljón króna á áætluöu meðalgengi krónunn- ar í ár. Af því má Albína taka að láni erlendis 5,5 milljónir. „Þetta verður vinnutæki, eins og gamla þyrlan,” sagöi Albina, „sér- staklega við mælingar og rannsóknir hérogþarálandinu.” HERB Heilsuhæli í Krísuvíkurskóla Stofnun heilsuhælis með nýju sniði er nú í undirbúningi og hefur verið sótt um leigu á Krísuvíkurskóla til þeirra nota. Skólinn hefursem kunnugterverið ónotaður um margra ára skeið. Að sögn Hilmars Helgasonar, sem vinn- ur að undirbúningi málsins, býður staðurinn upp á mikla möguleika til útivistar og notkunar á jaröhita sem þar er að finna. Sótt var um leigu á skólanum í janúar síðastliðnum til nefndar á vegum Samtaka sveitarfé- laga í Reykjanesumdæmi en svar hefur ekki borist enn. Hilmar Helgason sagði aö hug- myndin væri að koma upp alhliöa heilsuhæh, þar sem jafnt væri sinnt andlegum sem líkamlegum þörfum fólks. Þar ætti að vera hægt að að- stoða fólk sem þjáðist af offitu eða þyrfti að endurhæfa sig eftir slysfar- ir, við heilsurækt, likamlega endur- hæfingu, ráðleggja því um mataræði og við að endurskoða lífsstíl sinn. Einnig á að aöstoða fólk sem á við andlega erfiðleika að stríða viö að taka á vandamálum sínum. Söngvakeppni sjónvarpsins: Búist við 20-30 keppendum „Það hafa 15 eða 16 umsóknir bor- ist. En margir hafa haft samband og beðið um frest á að skiia inn umsókn af því aö þeir vissu ekki hvort þeir kæmust til að taka þátt í lokakeppn- inni 30. apríl ef þeir yrðu valdir í hana,” sagði Tage Ammendrup dag- skrárgerðarmaöur hjá sjónvarpinu. Tage hefur umsjón meö söngva- keppni sjónvarpsins. Frestur til að skila inn umsóknumrann út á þriðju- daginn var. Undanúrslit fara fram núna í næstu viku. Verða þá valdir 6 úr hópnum sem taka munu þátt í sjálfum úrslitunum. Sú keppni fer fram í beinni sjónvarpsútsendingu þann 30. apríl. Fimm manna dóm- nefnd velur þá hinn endanlega sigur- vegara sem keppa mun fyrir islands hönd í söngvakeppni í Cardiff í Wales. „Þaö verður ekkert sýnt af undan- úrslitunum. Okkur þótti það ekki rétt vegna þess að búast má við því að þeir sem ekki komast áfram séu við- kvæmir fyrir slíku. En þeir sex sem komast áfram ættu ekki að þurfa að skammast sín fyrir aö sjást í sjón- varpi,”sagði Tage. Hver keppandi leggur fram tvær dagskrár meö þrem verkum hvora. Önnur dagskráin er fyrir undanúr- slitin en hin fyrir úrslitakeppnina. Flestir hafa einnig sótt um að fá með sér sérstakan píanóleikara í undan- úrshtum. Sinfóníuhljómsveit islands leikur hins vegar undir í úrslita- keppninni. Sett hafa verið þau skiiy rði að þátt- takendur í keppninni séu á aldrinum 18—35 ára. Ég spurði Tage að því hvort einhver skilyröi hefðu veriö sett um það að ekki mættu atvinnu- söngvarar taka þátt í keppninni. „Nei, enda er erfitt að setja þau skil- yrði að menn megi ekki vera of góðir. En hins vegar hefur verið hugaö að því að biðja menn sem eru meö fast- an samning við óperuhús aö taka ekki þátt. Um fólk með lausan samn- ing gildir ööru máli. Líka þarf að huga að því að við þurfum að hafa sterkan mann til að keppa fyrir okk- urúti,”sagðiTage. DS Eagle 4x4 er bíll fyrir þá sem vi/ja komast allra sinna ferða í ófærð, hvort heldur i snjó og hálku eða uppi á heiðum landsins í veiðiferðum eða ferðalögum. Eagle 4x4 er með afturdrifi, en með einu handtæki er bíllinn fjórhjóladrifinn torfærubíll. Eagle er með styrktum undirvagni. Eagie ermeð 6 strokka vól258"cc, vökva- og veltistýri, 3 þrepa sjálfskiptingu, aflhemlum og Delux innréttingu. Eagle með útlit og þægindi fólksbíls en torfæru-eiginleika jeppans. ALLT Á SAMA STAÐ FIAT EINKAUMBOÐ A ÍSLANDI OA m S/GURÐSSON hf SMIÐJUVEGI 4, KÓPAVOGI, SÍMI 77202 Opið laugardag kl. 10—16 sunnudagkl. 13- 16 \ SIMAR 77202 - 77200 - 77720. EGILL VILHJÁLMSS0N SMIÐJUVEGI 4 KÓP. SÍMAR 77200-77720. YHrburðabíll ótrúlegu verðí riAMC RWD Eagle

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.