Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 32
40 DV. FÖSTUDAGUR18. MARS1983 Lánum til orkuspar andi aðgerða hefur fækkað stórlega — umsóknir mun færri á síðasta ári en árið 1981 Lánum til orkusparandi viögeröa á húsum fækkaöi verulega á síöasta ári. Ariö 1981 voru veitt 189 slík lán en í fyrra aöeins 104. Umsóknum um þessi lán hefur fækkaö í hlutfalli viö lánveit- ingarnar því aö flestir þeir sem sækja umlánin fáþaufyrreöasíöar. Helgi Guömundsson, deildarstjóri hjá Húsnæöisstjóm ríkisins, sagöi aö meöallán í fyrra heföi verið 52.200 krónur. Á árinu 1981 var þaö hins veg- ar 31.500 krónur. Lánaö er til þess sem metiö er aö kosti aö framkvæma helm- inginn af þeirri viðgerö sem gera þarf. Ekki sagðist Helgi geta sagt til um þaö hví áhugi manna á lánunum hefði minnkaö svo mjög. I grein sem Sigurö- ur Tómasson, starfsmaöur Orkuspam- aöarnefndar, skrifaöi á neytendasíðu DV í fyrradag segir aö þessi fækkun á umsóknum skjóti mjög skökku viö þeg- ar lesnar em í dagblööum fréttir af óhófseyðslu á orku. Lætur hann meö þessu að því liggja aö áhugi manna á því aö spara orkuna sé kannski meiri í oröi en verki. Þaö sem af er þessu ári hafa aöeins 3 umsóknir borist um lán til orkuspar- andi aðgerða. Sex slíkar umsóknir bár- ust á síðasta ársfjóröungi síöasta árs. Þessi tímabil hafa þótt köld og hefði því kannski veriö ástæöa til orkusparn- aöar. Lánin skiptust þannig eftir lands- fjórðungum: Á Vesturland fóm 10 (29 árið áöur), á Vestfirði 20 ( 57 áriö áö- ur), Noröurland vestra 8 (13 áriö áöur), Noröurland eystra 5 (17 áriö áð- ur), Austurland 46 (54 árið áöur), Suöurland 13 (17 áriö áöur) og á Reykjanes fóm 2 lán, sama tala og áriö 1981. Rétt til lána eiga þeir, sem búa viö olíukyndingu, rafhitun og tvær hitaveitur, á Egilsstöðum og Suður- eyri. Athygli vekur eftir fréttir í sjón- varpi á föstudaginn um mikinn upphit- unarkostnaö á Egilsstöðum aö engin umsókn hefur borist þaöan. Annaö mál er að lán til alhliöa endur- bóta á húsum hafa aukist mjög. Þar inni í em eflaust miklar úrbætur í orkueyðslu. Slík lán era veitt til þeirra, sem ætla út i endurbætur, sem kosta yfir 217 þúsund og búa í 20 ára húsum eöa eldri. DS Trjákvoðuverksmiðja á Húsavík: Viðunandi arðsemi Finnska verkfræðifyrirtækiö Ekono hefur nú skilaö skýrslu til iönaöarráöu- neytisins um hagkvæmni og arðsemi trjákvoöuframleiöslu hér á landi. I skýrslunni segir að niöurstöður arösemiútreikninga séu viðunandi, en þó þyrfti aö lækka framleiðslukostnaö frá því sem áætlaö hafi veriö til aö bæta arðsemi og samkeppnisstööu verksmiðjunnar. Afkastavextir eru áætlaöir 12,2% miðað viö full afköst. Stofnkostnaöur verksmiðjunnar er áætlaður rúmir tveir milljarðar króna, án vaxta á byggingartíma og rekstrar- fjármagns, en þar af em 255 milljónir áætlaöar í hafnarmannvirki á Húsa- vík. Viö þaö hefur veriö miðað að verk- smiðjan rísi á Húsavík ef af fram- kvæmdum verður, en staðarvalsnefnd iönaöarráöuneytisins vinnur þó enn aö athugun á þeim þætti. 1 skýrslunni er gert ráö fyrir að verk- smiöjan myndi framleiða um 150 tonn af trjákvoðu, sem nota mætti viö vinnslu á dagblaöapappír og pappírs-! þurrkum, en þaö er svipuð afkastageta og hjá stærstu verksmiðjum í þessari iöngrein. Flytja þyrfti inn um 300 þús- und tonn af viðarbolum á ári, sem hrá- efni til verksmiðjunnar, og benda athuganir til aö hagkvæmast væri aö kaupa þaö frá Kanada. Gert er ráð fyr- ir því aö meirihluti framleiöslunnar myndi fara á markað í Vestur-Evrópu eöa allt aö 65% og um 20% til Banda- rikjanna. Starfsmannafjöldi verk- smiðjunnar er áætlaöur 133 menn. Ýmsar athuganir þurfa aö fara fram áöur en hægt verður aö taka afstööu til hvort ráöist verður í framkvæmdir. Kanna þarf frekar hvernig staöiö verð- ur aö hráefnisöflun, markaðsmál og væntanlegt söluverö afuröa. Þá mun þurfa að fara fram tilraunavinnsla til aö ganga úr skugga um hvort hráefnið stenst gæðakröfur. Ef af framkvæmd- um verður er reiknaö meö að erlendir aðilar eigi hlutdeild í verksmiðjunni til aö tryggja langtímasamninga um kaup á vemlegu magni afuröanna. ÓEF; Áhugameim um jafnrétti nilli landsMuta: Telja kjördæma- málið of lítið rætt Hópur áhugamanna úr Vesturlands- kjördæmi um jahirétti milli landshluta hélt fund í Borgarnesi þann 8. mars síöastliðinn. Urðu menn sammála um að umræða um jöfnun atkvæðisréttar hefði verið mjög einhliða og veigamikl- ir þættir hefðu gleymst. Má þar nefna ýmiss konar misrétti, sem dreifbýlisbúar veröa aö þola, svo sem í verölagningu orku og símaþjón- ustu. Fundurinn álítur að ef umræðan um jafnrétti íbúa landshlutanna á aö vera marktæk, hljóti hún aö taka til at- riða sem þessara. Fundarmenn ákváöu aö vinna sam- an aö raunverulegu jafnrétti allra landsmanna og heitir fundurinn á þing- menn kjördæmisins að halda vöku sinni í þessummálum. Pétur Valdimarsson kom frá Akur- eyri og kynnti stofnun og starfsemi hliðstæöra samtaka á Akureyri. Bráöabirgöastjórn skipa: Þorvaldur H. Þóröarson Stykkishólmi, Kristinn Jónsson Búöardal og Ríkharð BrynjólfssonHvanneyri. PÁ LOKAÐ Sædýrasafnið i Hafnarfirði hefur aldrei náð að verða sá unaðsreitur sem margir dýragarðar erlendis eru. Þeir, sem að safninu standa, segja fjárskort vera ástæðuna en ekki eru aiiir á sama máii. En hver sem ástæðan er — safnið er lokað og hefur verið það i tvö ár. Samband dýraverndunarfélags íslands með áskorun til menntamálaráðherra: Dýrín í Sædýra- safninu verði flutt burt þaðan Samband dýraverndunarfélaga Is- lands hefur nýveriö sent áskorun til menntamálaráöherra um að láta flytja þau dýr, sem enn lifa í Sædýra- safninu í Hafnarfirði, í önnur söfn erlendis eöa lóga þeim ella. I áskoruninni er sagt frá því að rúm tvö ár séu liðin síöan Sædýra- safninu var lokaö almenningi vegna mikils f járskorts. I maí 1982 hafi for- ráðamenn safnsins sótt um heimild til aö opna þaö aftur en þaö leyfi hafi ekki verið veitt. Rétt sé að geta þess aö safnið hafi alltaf veriö rekiö meö undanþágu en ekki fullu rekstrar- leyfi, þar sem þaö hafi hvergi nærri fullnægt kröfum um dýragaröa. Síö- an segir: „I sambandi viö umsókn um opnun safnsins í maí 1982 var lögö fram mikil áætlun um aukna starfsemi í safninu og nam áætlaður stofnkostnaöur kr. 25.000.000,- — tuttugu og fimm milljónum króna. Ekki var gert ráö fyrir að ein króna af þessum kostnaði færi í aö bæta aö- búnað þeirra dýra sem fyrir em í safninu. Hefur þó ástand safnsins og vanbúnaöur verið stanslaust vanda- mál sbr. bréf Páls A. Pálssonar, yfir- dýralæknis, dags. 23.2. 1977 o.fl. Augljóst er aö framangreindar skýjaborgir hafa einungis veriö ætl- aðar til aö slá ryki í augu þeirra aöila, sem forráöamenn safnsins hafa reynt að ná framlögum frá til rekstrar safninu. Þessar blekkingar hafa ekki náö tilgangi sínum, þvi aö illa gengur aö tryggja safninu fram- lag frá opinberum aðilum.” Vitnað er í skýrslu sem Hagvangur geröi í apríl 1982 um arðsemi yfir- byggðs skemmtigarös. Þar kemur fram að á ámnum 1977—1981 hafi hagnaður safnsins af hvalveiðum, framreiknað til verölags í april 1982, ásamt styrkjum, veriö 21545.000 krónur. Sú staðhæfing að bygging hvallaugar hafi reynst fjárhag safnsins ofviöa, dns og forráöamenn safnsins hafi boriö við, standist því ekki. „Þaö er öldungis óskiljanlegt og ósæmilegt aö liða þaö,” segir í áskorun Sambands dýravemdunar- félaga Islands til menntamálaráö- herra, „aö þessi dýr séu misnotuð á þennan hátt, til aö forstöðumaður safnsins og samstarfsmenn hans geti stundað hvalveiöar og selt hvali til annarra þjóða, sjálfum sér til fram- dráttar en ekki þeim dýrum, sem nú eru í safninu, í skjóli þess að þeir reki dýragarö á Islandi og að þaöan komi hvalirnir.” jgjj Höfum beðið í tvö ár eftir rekstrarleyfi — segir Hörður Zóphaníasson, st jórnarf ormaður Sædýrasafnsins „Sædýrasafniö hefur beöiö eftir svari viö beiðni um rekstrarleyfi í tvö ár og þaö væri löngu búið aö gera á því andlitslyftingu og opna þaö al- menningi ef rekstrarleyfi hefði veriö fyrir hendi.” Þetta sagöi Höröur Zóphaníasson skólastjóri, sem er stjórnarformaður Sædýrasafnsins í Hafnarfiröi, vegna áskomnar Sam- bands dýravemdunarfélaga Islands til menntamálaráðherra. I ööm lagi hefur stjóm safnsins margsinnis ít- rekað þann möguleika aö hætta rekstri safnsins og leggja þaö niöur, en fjölmargir aöilar hefðu látið þá skoðun í ljós aö reyna ætti aö bæta rekstrargrundvöll fyrirtækisins og halda rekstrinum áfram. I þeim hópi vom meöal annarra bæjarráö Hafnarfjaröar og þingmenn Reykja- neskjördæmis. Meöal annars þess vegna hafi safninu veriö haldiö gang- andi þó að þaö hafi ekki veriö opiö al- menningi i langan tíma. Höröur sagöi aö stjórn safnsins hefði látið teikna framtíðarhús fyrir meginstarfsemi safnsins. Sædýra- safniö hafi greitt af þessu allan kostnaö enda líti stjómin svo á að teikningamar og áætlun sem Hag- vangur geröi í fyrra um starfsemi safnsins sé undirstöðuatriði þegar tekin er ákvöröun um f ramtíö þess. I áskomn Sambands dýravemdun- arfélaga, sem Jórann Sörensen skrif- ar undir, er sagt frá því aö henni og fulltrúa sambandsins í dýravernd- amefnd ríkisins hafi veriö bannaöur aðgangur að Sædýrasafninu þann 22. janúar, daginn eftir brunann, sem varö í ljónahúsi safnsins. Um þaö sagöi Hörður aö vegna langrar og leiðinlegrar reynslu af rangfærslum og ósanngirni þeirra Jómnnar Sörensen og Sigríðar Ásgeirsdóttur, um málefni Sædýrasafnsins, hafi for- stöðumaöur neitað þeim aðgangi aö safninu, enda hafi það ekki verið opiö almenningi. Hins vegar hafi tveir lögreglumenn gert skýrslu um ástand safnsins um þetta leyti og þar hafi komiö fram meöal annars, aö annaö hafi ekki verið að sjá en allt hafi verið í lagi með dýrin. Ennfrem- ur sagði Höröur aö strax eftir bmn- ann hafi veriö ákveðið að gera gagn- gerar breytingar viö endumýjun á apa- og ljónahúsinu. Miövikudaginn 9. mars hafi byggingamefnd Hafnar- fjaröar samþykkt nýjar og breyttar teikningar aö sliku húsL Varöandi þau ummæli Jórunnarað forstöðumaöur Sædýrasa&isins stundi hvalveiöar, sjálfum sér til framdráttar, en ekki til að bæta aö- stööu dýranna í safninu, vildi Höröur ekki segja annaö en aö hann mót- mælti því. Taldi hann þetta ærumeið- andi ummæli og myndi forstööu- maöurinn liklega leita réttar síns. JBH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.