Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVKUDAGUR 23. MARS1983. #% GRÁFELDUR ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur „í raun eru margir hlutir sem viö getum verið án” Rætt við verðlaunahafa í heimilisbókhaldi DV, Steinunni Gfsladóttur og Jón Magnússon „Við höfum stundum spilaö í happdrættum og þá með veika vinningsvon í huga, en aldrei unnið neitt. Ekki datt okkur í hug að verð- launin í heimilisbókhaldinu kæmu í okkar hlut, en það var óvæntur glaðningur.” Við erum á tali við Steinunni Gísladóttur og Jón Magnússon verðlaunahafa í heimilisbókhaldi DV í desember. Vinningsupphæðin er þrjú þúsund krónur og þau Steinunn og Jón ákváöu að verja peningunum til kaupa á Kenwood hrærivél. Hræri- vélin, ásamt nokkrum góðum fylgi- hlutum, kostaöi meira en verðlauna- upphæðinni nam, en um afganginn sáu þau Steinunn og Jón. I verslun- inni Heklu við Laugaveg áttum við stefnumót í síðustu viku. Þar var hrærivélin afhent og spjallað um stund um heimilisbókhald og lífs- baráttuna. Steinunn og Jón eiga tvo drengi, Magnús Kára sem er tæplega fjögurra ára gamall, og Gísla Þór, aðeins níu mánaöa. Þau búa í eigin íbúð í Árbæjarhverfi. Steinunn er kennari og kennir hálfan daginn í Laugamesskóla og Jón vinnur hjá Heklu hf. í varahlutaversluninni. Hvernig gengur svo þessari fjög- urra manna fjölskyldu að ná endum saman í sínum búskap? Geri verðsamanburð „Það gengur ef maður passar vel upp á hlutina, en lítið getur maöur leyft sér fyrir utan brýnustu nauð- synjar,” svarar Steinunn. „Það er margt sem hjálpast að, veröbólgan, fjölskyldan hefur stækkað og ég hef minnkaö við mig vinnu þar af leið- andi. I dag hugsum við okkur vel um áður en viö kaupum einhverja hluti og sérstaklega í matarinnkaupum því hjá þeim verður ekki komist. Eg geri verðsamanburð í verslunum, sleppi því að kaupa kex og jafnvel til- búinn mat, sem ég leyfði mér áður. Þaö eru margir hlutir sem maður getur í raun verið án og þá sleppum viðaðkaupaidag.” „Við kaupum miklu minna til heimilisins í dag, engin húsgögn eða heimilistæki,” segir Jón, „en þaö leyföum við okkur í upphafi búskap- arins. Þá unnum við líka bæði fullan vinnudag. Mér finnst áberandi í dag hve mikið af heildartekjunum fer í skatta.” „Það er svo langt síðan ég hef farið í verslanir til fatakaupa að ég geri mér varla grein fyrir hvað föt kosta í dag. Og ekki hafði ég tök á því að fara á útsölur, hafði ekki tíma til þess.” Þessu svarar Steinunn, þegar spurt var um hvemig gangi að sjá um fatakost á fjölskylduna af heim- ilistekjunum, „og lítið sauma ég eða prjóna,” bætti hún við. Það kemur fram í viöræðum okkar að Jón er „bókhaldari” heimilisins. Þau hafa haldið reikningum saman um nokkurt skeið, fyrst var byrjað á því að skrifa niður öll útgjöld varð- andi matarinnkaup. Síðar varð þróunin sú að öll gjöld voru bókfærð og allartekjur. Jón átti hugmyndina Fyrsta upplýsingaseöil í heimilis- bókhaldi DV sendu þau inn fyrir nóvembermánuð. .. „Jón átti hug- myndina að því,” skýtur Stenunn inn í. Taliö berst að fleiri kostnaðariið- um til dæmis rekstri eigin bifreiðar. „Yfir vetrarmánuðina, eða nú síðustu mánuði, höfum við farið með rúmar tvö þúsund krónur á mánuði í bensín á bílinn,” segir Jón. „Minna er keyrt á erfiðri færð, en við förum oft í bíltúra og viðrum okkur með bömin. Á sumrin förum við nokkuð út á landsbyggðina, enda eigum við bæði ættingja úti á landi. Eg reikna með að bensínreikningurinn á ári sé um þrjátíu þúsund krónur.” Jón varö fyrir vinnuslysi á togara fyrir nokkrum árum, slasaðist á fæti, og er bíllinn honum nauðsynlegt tæki til aö komast á milli staöa. Þrátt fýrir byl og éljagang utan dyra er komiö fram á vorjafndægur og sumariö framundan. Steinunn og Jón em spurð hvort þau sjái fram á langferð í sumarieyfinu, hvort einhverjar afgangstekjur leyfi slíkt? „Nei,” svarar Steinunn, „við veröum aö bíða eftír stóra vinningn- um í happdrætti nú til að komast saman til dæmis í utanlandsferö. Við fömm í heimsókn til ættingja úti á landi í sumar og er það ágætis sumarfrí.” Viðtalið fór fram á vinnustað Jóns í Heklu. Hér var tali slitið. Jón hélt áfram vinnu sinni og Steinunn hélt í Arbæjarhverfið, drengirnir biðu, sá eldri í leikskóla og yngri sonurinn í gæslu hjá dagmömmu. Fjöl- skyldunni óskum við til hamingju með nýju hrærivélina og biöjum hanavelaönjóta. -ÞG Jód Magnússon og Steinunn Gísladóttir með Kenwood hrærivélina sem þau keyptu fyrir verðlaunapeningana. Þrjú þúsund krónur fengu þau fyrir þátttöku í heimilisbókhaldi DV í desember. DV-mynd GVA utill hlutur en gagnlegur „Reynið nú að geta ykkur til, stúlk- ur minar, til hvers þessi hlutur er notaður,” sagði Guðlaug Guðjóns- dóttir einn af „stuöningsmönnum” neytendasíðunnar, er hún fékk sér sæti í aðalstöðvum neytendasíðunn- ar. „Stúlkurnar” spreyttu sig hvaö af tók og nefndulok á könnu eða glas og öskubakka. Lengra náði hug- myndaflugið ekki. Hluturinn, sem Guðlaug lagöi á borðið, er úr stáli, hringlaga (gæti verið lok!) og með upphleyptri rauf. „Mér áskotnaðist svona hiutur fyrir einum tólf árum og hef haft mikið gagn af honum síðan í mínum búskap,” sagði Guðlaug. Nú var for- vitni okkar komin í hámark og Guð- laug varö að leysa þrautina. „Þetta er ólgustillir. Eg læt hann á botninn í til dæmis fiskpottinn, þegar ég sýð fisk. Þegar suðan kemur upp, fer ólgustillirinn aö skrölta í pottinum. Þetta er mjög gagnlegur hlutur og aldrei sýöur upp úr pottinum hjá mér þegar ég nota ólgustillinn.” Sem fyrr segir hefur Guðlaug notað ólgustilli viö suöustörf í mörg ár. Nýlega rakst hún á svona hlut í verslun Ofna- smiðjunnar og komst að því að þaðan er hann upprunninn. Við höfðum samband við Jón Helga Eiðsson, afgreiðslumann í Smiðjubúðinni, og spurðum nánar um ólgustillinn. „Okkur minnir að það hafi verið í kringum 1960 sem ólgustillirinn var fyrst framleiddur Lítill, gagnlegur hlutur úr stóll — Ólgustillir. DV-mynd GVA. hér. Hluturinn er fundinn upp af Sveinbirni Jónssyni, stofnanda og fyrrum forstjóra Ofnasmiöjunnar. En þessi hlutur hefur lítið selst und- anfarin ár. Við eigum nokkur stykki til af gömlum lager. Þegar fólk hefur spurt um þetta höfum við annað- hvort gefið ólgustillinneðaselt fyrir tíu eða tuttugu krónur. ” Jón Helgi Eiðsson var spurður hvort einhver fyrirstaða væri á framleiöslu á ólgustilli í dag. „Nei, mér hefur skilist á mönnum hér að það sé ekkert vandamál að fram- leiða hlutinn í dag, ef fólk hefur áhuga á að eignast hann.” Þetta er lítill, gagnlegur hlutur, en mikið hugvit á bak viö smíði hans. Við þökkum Guðlaugu „stuðnings- manni” fyrir ábendinguna. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.