Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VISIR 71. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 25. MARS 1983. Engin skyndisókn fyrir kosningar — „í mesta lagi einhverjar flugeldasýningar” Skyndisókn gegn veröbólgunni með 10% niðurfærslu launa, niður- færslu verðlags og gengishækkun verður ekki hafin fyrir kosningar. Þetta hraðaupphlaup er úr sögunni sem slíkt í bili. „Það verða í mesta lagi einhverjar flugeldasýningar,” sagði einn af ráðgjöfum ríkis- stjómarinnar um aðgerðir í efna- hagsmálum fyrir kosningarnar. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra kvað „unnið af fullum krafti að athugunum á þeim úrræöum sem til greinakoma.” „Það er ómögulegt að segja til um niðurstöðurnar, ” sagði Gunnar og vildi ekki ræða málið frekar. Aðrir ráðherrar úr Sjálfstæöis- flokknum eru í framboði fyrir flokk- inn og augljóst að þeir geta ekki staðiö að stefnumótandi aðgerðum í efnahagsmálum nú nema í fullu samráði við flokkinn. En hann er ekki með í ráðum um efnahags- úrræðin. Ráðherrar úr röðum alþýðubanda- lags- og framsóknarmanna, sem DV ræddi við, töldu af og frá að umtals- verðar efnahagsaðgerðir kæmu til fyrirkosningar. Steingrímur Hermannsson sagði: „Við höfum ekki komið okkur saman um þessi mál hingað til eftir þriggja ára tilraunir. Og þaö bendir ekkert til þess aö við náum saman nú í skyndingu þegar við erum að hætta. Tæknilega er útilokað að gera nokkuð fyrir 1. apríl. Og svona aðgerðir verður að binda við mánaðamót. 1. maí verður umboð okkar úr sögunni og ef til vill komin ný ríkisstjóm.” Nokkrir ráðherranna hafa lýst því að ríkisstjómin eigi að segja af sér strax eftir kosningar. Þótt hún kunni að sitja sem starfsstjóm meðan myndun annarrar stjómar stendur hefur hún ekki eftir afsögn heimild til útgáf u bráöabirgðalaga. Fram að kosningum er hins vegar von á tilfæringum í einstaka málum. Það kalla þeir flugeldasýningar. -HERB. Skyggnir, jarðstöðin í Mosfellssveit, hefurnú eignast félaga. Um er að ræða stöð sem Póstur og simi er að reisa til að taka á móti sjón- varpsmerkjum frá gervitungli. Þau eru send frá miðstöð ameríska Póstur og sími hefur gert fimm ára samning við yfirvöld á Kefla- víkurflugvelli um þessa þjónustu. DV-mynd: Loftur Nýttálvergæti borgaðþrefalt fyrirrafmagnið — sjá fréttábls.5 Draumurínn rætist sjá vinsældar- listana á bls. 35 DVreiðubúiðí upplagseftiriit — sjá frétt á bls. 3 Z; ' ; Verulegurhalli fjórðaáriðíröð — sjá frétt um Flugleiðirá bls.2 DV heldur stjórnmálafund Fulltrúum allra lista boðið til fundaríHáskólabíói I tilefni komandi kosninga til Alþingis hefur Dagblaðið-Vísir ákveðið að efna til stjórnmálafundar í Háskólabíói mánudagskvöldið 18. apríl næstkomandi. Þar munu flokksformenn eða aðrir forystu- menn þeirra lista sem bjóða fram kynna helstu stefnumál framboða sinna og svara fyrirspurnum fundar- manna. Til þátttöku er boðið Alþýðu- flokki, Framsóknarflokki, Sjálf- stæðisflokki, Alþýðubandalagi, Bandalagi jafnaðarmanna og Kvennalista og tilnefnir hver listi einn mann sem fulltrúa á fundinn. Fundarstjóri verður Magnús Bjarnfreðsson fréttamaður, sem um langt skeið hefur ritað greinar um stjómmál í DV. Hefst fundurinn klukkan 20.30 en fyrir fundinn mun Lúðrasveit Reykjavíkur leika frá klukkan 20. Fyrirkomulag fundarins verður þannig að talsmenn framboðslist- anna halda framsöguræður, um tíu mínútur að lengd, og er gert ráð fyrir einni klukkustund í þennan dag- skrárlið. Að því loknu ber fundar- stjóri upp fyrirspurnir sem berast skriflega frá fundarmönniun og tek- ur þessi dagskráriiður 30—60 mín- útur. Fundinum lýkur síðan með stuttu ávarpi hvers framsögumanns sem stendur allt að f imm mínútum. Það er von blaðsins að þessi fundur geti orðiö til gagns fyrir kjósendur, jafnframt því sem framboðslistarnir fá gott tækifæri til að kynna sjónar- mið sín þeim sem fundinn sitja og hinum f jölmörgu lesendum blaðsins í öllum kjördæmum landsins. -PÁ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.