Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 12
12 DV. LAUGARDAGUR 21. MAl 1983. DV. LAUGARDAGUR 21. MAI1983. 13 A leið niður skipastigann. Siglt milh þrepa i stiganum. Það var mikil umferð á skurðinum og oft voru margir bátar samferða iskipastiganum. Áætlunarferðir eru um skurðinn frá Gautaborg til Stokkhólms. Hér er eitt skipið, Sandön, með ferða- menn innanborðs. „Hún rekst í,” hrópaði maöurinn og skipaði konu sinni að ýta skútunni frá hrjúfum steinveggnum. Konan rauk upp til handa og fóta og ýtti í vegginn og sparkaði. Hún notaði útlimi sína eins og fríholt, sem eiga annars að verja skútur hnjaski við bryggjur ef með þarf. Vatnið fossaöi inn í skipastigann svo maðurinn varð að öskra á konu sína, vegna hávaðans, að verja farkostinn. Það var greinilegt að hann hafði átt konuna miklu lengur en skútuna og því fannst honum ekkert tiltökumál þótt hún rispaði sig á höndum og fótum, bara ef skútan bjargaðist frá því aö rekastívegginn. Eg var á skútu eins og þessi hjón og við áttum það sameiginlegt að vera á ferðalagi á Gautakanal. Svíar eru mjög stoltir af þessum skipaskurði sín- um og hafa í gegnum tíðina oft nefnt hann eitt af undrum veraldar, nánar tiltekið undur númer átta. Eftir honum er hægt að sigla frá Gautaborg, yfir þvera Svíþjóö til Stokkhólms, eöa frá Kattegati í vestri til Eystrasalts í austri. Það er ekkert einsdæmi að sjá atvik eins og lýst er hér á undan á Gautakanal. Það þarf kunnáttu og öryggi til að koma farkostinum klakklaust um skuröinn og þá sérstaklega að fara skipastigana. Hæöarmunur er oft mik- ffl mffli þrepanna í stiganum og vatnið fossar af miklum krafti í þrepin, þannig að það tekur ekki nema stutta stund að komast á milli þeirra. Einnig þarf áhöfnin að vera slarkfær í lang- stökki og jafnvel hástökki, því í hvert sinn sem komiö er að þrepi í stiganum og beðiö er eftir því að vatnsborðið verkum sænska málarans Bruno Lilje- fors. Hann málaði undurfallegar myndir og sótti viðfangsefni sín í nátt- úruna. En við höfðum ekki mátt vera seinniað sjá myndir Liljefors, því dag- inn eftir lásum við um það í blöðunum að verðmætustu myndum hans hefði verið stolið úr höllinni. Þær voru skorn- ar úr römmunum og þegar gæslumenn komu á staðinn, héngu rammamir einir eftir á veggjunum. Þjófarnir höfðu leynst í höllinni um nóttina,'enda víst enginn vandi því í henni eru mörg hundruð herbergi. Þeir höfðu komist undan með því að renna sér mörg hundmð metra niður eftir hallarveggj- unum á kaðli sem hékk út úr einum glugganum. En þeir höföu myndimar ekki lengi undir höndum, því þeir voru gómaðir stuttu síðar. Myndimar sem þeir stálu vom metnar á tugi þúsunda sænskra króna, enda Liljefors einn þekktasti listamaður þeirra Svía. Það er eins og maður sé kominn langt aftur í aldir, þegar maður heim- sækir Lacköhöll. Það eina sem minnir mann á nútímann er maturinn á veitingastaönum í höllinni, en staður- inn sjálfur er nákvæmlega eins og veitingasalir vom á miðöldum, hús- gögnin, tjöldin á veggjunum, sem eru grófir og hvítkalkaðir. 150 ára gamall skipaskurður Eftir nokkurra daga siglingu á Van- em var stefnan tekin í austur og siglt til Sjötorp, sem er bær við Gautakanal, þann hluta sem siglt er um til Vattem. I þorpinu blöktu þjóðfánar hinna ýmsu landa við hún. Þegar við renndum að bryggju, þá kom til okkar maöur og Mikill hæðarmunur er milli þrepanna. Hér sést gamall, hlaðinn veggur í einu þrepinu, en hann er um 150 ára gamall. ÁTTUNDA UJYDUR VERALDAR 'nækki, þarf að stökkva í land með land- festar og binda bátinn. Þá er einnig nauösynlegt að kunna nokkra hnúta, því ekki þýðir að binda bátinn þannig að ekki sé auðvelt að losa hann. Það hefur komiö fyrir aö ferðalangar í skurðinum hafa lent í því að binda bát- inn vel og vandlega í skipastiganum á niöurleiö, þannig að þegar vatnsborðið lækkar, þá dinglar farkosturinn í lausu lofti, ef ekki eruhöfðsnörhandtök. Þá kalla gárungamir skuröinn oft skilnaöarskurðinn. Þegar álagið er of mikið á áhöfninni, endar skemmti- ferðin oft með miklu rifrildi, þannig að skipherrann situr einn eftir og konan og börnin, eða aðrir í áhöfn, hafa tekið sér f ar með næstu lest heim til sín. Sigftá málverkasýningu Skútan okkar, sem hafði verið gefið hið rammíslenska nafn Hekla, á heimahöfn í Mariestad. Bærinn er við suð-austur homið á Vanern. Þaöan var lagt upp í siglingu um vatnið, áður en haldið var í Gautakanal. Stefnan var tekin í vestur og siglt um Ekens skerja- garðinn. Þar eru ótal litlar eyjar, sem hægt er aö varpa akkerum við og fara í rannsóknarleiöangra um. I skerja- garðinum er mjög skemmtileg skútu- höfn við Lacköhöll. Hluti hallarinnar var byggður á 13. öld og þar bjuggu greifar og fyrirfólk allt fram á 20. öld. Höllin er nú hið skemmtilegasta sýnis- horn um það hvemig aðallinn í Svíþjóð bjó fyrr á öldum. Hún er mjög glæsileg með turnum sínum og ótal herbergj- um, sem eru búin glæstum húsbúnaði, mörg hundruö ára gömlum. I höllinni er nú ýmsar listsýningar og þegar við heimsóttum hana stóð yfir sýning á var afskaplega leiður yfir því að eiga ekki íslenska fánann til að draga að húni, en hann sagði að þessu yrðum við að bæta úr og útvega sér fána, sem var gert. Nú skyldi lagt í skuröinn og við sigld- um inn í fyrsta þrepið í skipastiganum. Það var einmitt þar sem aumingja konan, sem ég sagði frá hér í upphafi, barðist viö að halda skútunni frá hrjúf- um steinveggnum, þegar vatnið foss- aði inn í stigann og lyfti skútunum upp í næstaþrep. Það er engin furða þó Svíar segi að skurðurinn sé eitt af undrum veraldar. Hami er samtals rúmlega 190 kíló- metra langur og það eru 150 ár síðan hann var vígöur, en það gerði Karl XIV., Jóhann, konungur árið 1832. Byrjað var að huga að framkvæmdum við skurðinn áriö 1800, en verkið hófst tíu árum síðar. Stjómandi þess var Baltazar von Platen, en hann var skip- stjóri og hafði siglt um heimsins höf og fræðst ýmislegt um skipaskurði á ferð- um sínum. Verkið hófst við þann hluta skuröarins, sem tengir Vanem við Kattegat. Alls em þrepin í skurðinum 64 talsins. Hæstur er hann við Haj- storp, sem er bær milli Vanern og Vatt- em, tæplega 92 metrar yfir sjávar- máli. Þau rúmlega 20 ár sem framkvæmd- ir við skurðinn stóðu yfir unnu um 60 þúsund manns við hann og skiluðu samtals 7 milljónum dagsverka. Um 8 milljón kúbikmetrar af jarðvegi voru grafnir upp, en einnig þurfti að sprengja leið gegnum klappir, gera hafnir, stíflur og byggja skipastiga. Vanem er í um 40 metra hæð yfir sjávarmáli, en til þess að komast yfir í Váttem þurftum við að fara enn hærra, því þar emm við í um 90 metra hæð yfir sjávarmáli. I þeim hluta Gautakanal, sem tengir þessi tvö stærstu vötn Svíþjóðar eru því mörg þrep í skipaskurðinum, alls 21, en þessi hluti skurðarins er um 66 kílómetra langur. Fyrstu tíu kílómetrana var í mörg hom að líta, því þá þurfti að fara í gegnum 8 þrep í skurðinum. Þegar Krakkarnir i Karlsborg eru hér að koma seglskútunum sinum á flot, en krökkt er af svona skútum meðfram öllum skurðinum. Texti og myndir: Kutriii l'nlsdóttir Stökkið í land undirbúið og kaðallinn tilbúinn til að binda með skútuna. skútan rann inn í þrep í stiganum, var stokkið í land og hún bundin, þannig aö nú þurfti aö grípa til langstökks og jafnvel hástökks, því vatnsborðið í þrepunum var ekki alltaf í ákjósan- legri hæð, miöaö viö bakkann. En það em ekki bara þrepin í skipa- stiganum, sem verða á leið skútufólks- ins I Gautakanal. Fjöldinn allur af brúm er á leiðinni, og þær þarf að opna fyrir umferðinni í skurðinum, sem hef- ur forgang fram yfir bílana. Hrað- brautin milli Gautaborgar og Stokk- hólms liggur yfir skurðinn við bæinn Lyrestad. Þar þurftu óþolinmóðir bíl- stjórar aö bíða eftir því að skútumar fæm í gegn, áður en hraðakstur gæti haldið áfram miffl þessara tveggja borga. Meðfram öllum skurðinum eru ótal gestahafnir. Þar er aðstaða mjög góð og hægt er aö fá alls konar fyrir- greiðslu. Hafnirnar em allar við litla notalega bæi, sem eru meðfram skurðinum, sumir eru á stærð við Akureyri. Þama er hægt aö skreppa í land, kaupa sér í kvöldmatinn, fara í bíó, leikhús, eða bara sitja úti á kaffi- húsum og skoða mannlíf iö. Á kvöldin sigldu skúturnar ein af annarri inn í gestahafnimar. Það er al- veg bráðsniðugt, hvað skútueigendur hugsa mikið um hvar skútumar þeirra eru framleiddar. Þegar Hekla kom í höfn, þá var yfirleitt móttökunefnd á hafnarbakkanum til að heilsa upp á Is- lendingana, sem höfðu komið alla þessa löngu leið yfir hafið. Sérstaklega voru þeir glaðbeittir á svip, sem áttu eins skútu og Hekluna, en hún er smið- uö í Finnlandi og er af gerðinni Sun- wind. Við þurftum bókstaflega ekkert að gera, bara sigldum upp að og svo tóku aðrir viö og bundu farkostinn. Svo komu spumingamar, hvaö við hefðum eiginlega verið lengi á leiðinni frá Is- landi og hvort við hefðum fengið vont í sjóinn. En þegar sannleikurinn kom í ljós, aö við hefðum lagt upp frá Marie- stad, þá urðum við ekki eins merkileg fyrir bragðið og Sunwind eigendur ekki einsstoltirásvip. En þaö er fjörugt líf í gestahöfnun- um. Þar er grillað á þiljum á kvöldin, fólki boöið í heimsókn í næstu skútu, skrafaö og skemmt sér. En það er ekki sama hvort þú ert á hraðbát eða skútu. Það er eins og skútueigendur haldi saman og vilji sem minnst við hrað- •bátaeigendur tala. Við urðum vör við þetta strax í skurðinum. Þá var veifað til okkar úr öllum skútum og auðvitað veifuðum viö til baka, en við kunnum ekki reglurnar, við veifuöum öllum, bæði hraðbátum og skútum og hrað- bátafólkið var stund að átta sig á þessu, en þegar það sá íslenska fán- ann, þá hefur það auðvitað haldið að Islendingar væru sérstaklega vingjarnlegtfólk. Siglingí sveitasælu Það er skemmtileg tilfinning aö sigla eftir skurðinum, eftir að hafa verið nokkra daga á siglingu um Vanern, þetta stærsta vatn Svíþjóðar. Uti á miðju vatninu sést ekki til lands og það er alveg eins og maður sé úti á rúmsjó. Viðbrigðin eru því mikil að sigla eftir skuröinum og vera í kompaníi með kúm og öðrum húsdýrum, sem eru á beit á bökkunum. Maður siglir um í sveitasælu, í gegnum akra, skóga og lítil þorp. Upphaflega var það ákveöið að við sigldum eftir Gautakanal alla leið til Stokkhólms. En við vorum fljót að breyta áætlun, völdum heldur að fara rólega og stoppa sem víðast, þannig að við komumst ekki lengra en til Karls- borgar, sem er bær við Vattem. Það var ekki nokkur leið aö vera á hraðferð þarna í sveitasælunni. Skerjagaröam- ir í vötnunum eru einnig stórkostlegir, ég tala nú ekki um í blíðskaparveðri og glaða sólskini, og þaö er einnig hægt að renna fyrir fisk í vötnunum. I Karlsborg við Váttem er nokkuð merkilegt virki. Það á sér skringilega sögu. Karlsborgarvirki var ætlað mikilvægt hlutverk í varnarkerfi Svía þegar það var byggt. Svíar vildu efla vamir sínar eftir að hafa farið hrak- farir fyrir Rússum og misst Finnland í hendur þeirra árið 1809. Rússar höfðu mikinn flota á Eystrasalti og Svíar sáu sitt óvænna og vildu efla varnir sínar. 1 stað þess að hafa hersveitir við landa- mæri ríkisins og strandir, var sú ákvörðun tekin að leggja áherslu á varnir þess landsvæðis, sem er í -■ Karlsborgarvirkið er mikið og rammgert, enda átti það að vera óvinnandi, þegar það var gert á sinum tima, með margföldum virkisveggjum. kringum vötnin tvö. Þar skyldi byggja mikið virki og auðvitað átti að nota Gautakanal sem samgönguæð og verja hana vel. Tekin var ákvörðun um það árið 1819 að hefjast handa við bygg- ingu Karlsborgarvirkis. Þar átti að hafa mikla vopnageymslu og mikið herlið og virkið skyldi óvinnandi. Ein- mitt á þessum ámm var verið að byggja Gautakanal og hann var for- sendan fyrir því að Karlsborgarvirki var byggt. Með því að hafa skurðinn og virkið, var Svíþjóð óvinnandi fyrir óvininn úr austri. En þessar miklu framkvæmdir tóku langan tíma og þegar virkið var f ullgert árið 1909 hafði margt breyst og það var orðið úrelt. Svíar höfðu flutt varnir sínar út að ströndum landsins og að landamærum. Það var erfitt fyrir menn í þá daga að ímynda sér þá tækni og miklu breytingar sem áttu eftir að breyta svo miklu. Virkið og skurðurinn, þessi miklu mannvirki, uröu því úrelt um það leyti sem þau vom fuUgerö. Gauta- kanaU varð fljótt aUt of mjór og UtUl og Karlsborgarvirkið varð allt of stórt og óþarft. Það má með sanni segja aö maður sigli ekki aöeins í sveitasælu á Gauta- kanal, heldur sigUr maöur einnig í gegnum söguna. Ef áhugi er fyrir hendi er hægt aö kynnast landi og þjóö mjög vel á svona ferðalagi. I hverri höfn eru merkilegir hlutir að skoða, jafnt fyrir þá sem hafa áhuga á sögu og menningu Svíþjóðar og einnig fyrir þá sem hafa áhuga á nútímanum. Hægt er að hverfa margar aldir aftur í tímann t.d. í LacköhöU og Karls- borgarvirki, eða skoða glæsilegar vör- ur í verslunum, kristal, fatnað og hús- gögn, svo eitthvað sé nefnt. En skemmtUegast er að komast aUra sinna ferða á skútu og kynnast skútu- fólkinu, sem þama er á f erð um vötnin og skurðinn frá næstum öUum heims- hornum. Margir og ólUcir fánar blakta við hún á þeim skútum og bátum sem fara þarna um. sölumet fleiri litir Góðir iitir gleðja augað. Falleg áferð og frábær ending Hrauns, húsamálningarinnar frá Málningu h.f., hefur stuðiað að vinsæidum hennar. Enda margfaldaðist salan á s.l. ári. Hraun hefur sýnt og sannað fram- úrskarandi eiginleika; — við höf- um dæmi um rúmlega 10 ára end- ingu. Hraun er sendin akrýlplast- málning, sem sparar vinnu: Betri ending og færri umferðir. Ein um- ferð af Hrauni jafngildir þrem um- ferðum af venjulegri plastmáln- ingu. Nú bjóðum við ennþá meira litaúr- val í Hrauni en áður. Lítið á lita- kortið og fáið allar upplýsingar hjá umboðsmönnum okkar. HRAUN SENDIN AKRÝLPLASTMÁLNING máíning'lf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.