Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVISIR 37. TBL. — 74. og 10. ARG. —MANUDAGUR 13. FEBRUAR 1984. Flapsar og vænghemlar ennþá alveg niðri, enda drap flugstjórinn á öllu um leið og þotan staðnæmdist. Menn frá Oliufélaginu unnu að þvi að dæla 16 tonnum af eldsneyti úr þotunni, starfsmenn Flugleiða unnu að affermingu vöru sem átti að verða eftir hér og slökkviliðið hélt vakt við vélina. DV-mynd S. „Hér þarf aö svara mörgum spumingum” Hér er eitt af flugbrautar- ijósunum sem þotan braut niður á leið sinni fram af braut- arenda, en þar sem hún stöðvaðist átti hún skammt i hærri Ijós. DV-mynd S. ta með 236 manns segir Ðaníel Pétursson fíugstjóri um orsakimar, engan sakaði og farþegarrómuðu frammistöðu áhafnar DC-8 þota frá Flugleiðum, með 228 farþega og átta manna áhöfn innanborðs, rann fram af flugbraut á Keflavíkurflugvelli um kl. 16.35 í gær- dag. Engan um borð sakaði og þotan skemmdist ekki. ,,Skyggni var mjög gott ogaðflugið gekk alveg eölilega fyrir sig. Vélin lenti nákvæmlega á réttum stað, reverse (hreyflarnir látnir snúast öfugt til að hægja á ferð) gekk með eðlilegum hætti en þegar vélin var komin niður í þá ferð að óhætt er að beita hjólabremsunum, skeði ekki neittí Vélin rann áfram og ferðin minnkaði sáralítið. Eg varö ekki einu sinni var við smáhnykk, eins og hefði fundist hefði eitthvert hjólanna náð aö grípa í einhverja festu. Hjólin fengu fyrst festu þegar vélin var komin út af brautarendanum. t>að hefði engu máli ■ skipt þótt brautin hefði veriö nokkur hundruð metrum lengri, ég hefði samt sem áður farið fram af henni við þess- ar aðstæður,” sagði Daníel Pétursson flugstjóri á vettvangi í gær þegar rannsóknarnefnd flugslysa var að hefja rannsókn málsins. Strax og vélin hafði numið staðar rauf Daníel allan rafstraum og olíuflæöi til hreyflanna, auk annarra ráöstafana, til að koma í veg fyrir aö eldur brytist hugsanlega út. „Eg talaði strax við farþegana og sagöi þeim hvers kyns væri og til öryggis lét ég opna tvær hurðir og setja þar út neyðarlandganga. Svo biðu alUr rólegir þar til tröppubílar og rútur komu að sækja fólkið. Eg varð aldrei var við neinn æsing um borð, fólk sat rólegt í sætum sínum og beiö.” Nokkru áður en til lendingar kæmi bað Daníel um upplýsingar um bremsuskilyrði á brautinni og var tjáð að þau væru góö. En þar sem hemlar flugvélarinnar virtust í fullkomnu lagi, sem best sést af því að þeir stöðvuðu hana á aðeins 30 metrum eftir að brautinni sleppti og hraungrýtismöl tók viö, virðist brautin þrátt fyrir allt hafa verið flughál. „Eg spurði aftur um bremsuskilyrði eftir að við vorum :lentir og fékk þá þær upplýsingar að þau væru slæm. Hér þarf að svara mörgum spumingum,” sagði Daníel. Vélin var að koma frá Lúxemborg á leiö sinni til Baltimore í Bandaríkjun- um og átti önnur áhöfn að taka 'við henni í Keflavík. -GS. Blaðamaður DV og flugstjóri þotunnar á vettvangi í gær. sjá viðtöl við farþega á baksíðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.