Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 87. TBL: —74.og10. ÁRG. —MIPVIKUDAGUR ll.APRÍL 1984. 37.000EINTÖK PRENTUÐÍ DAG. AUGLYSINGAROGA ÐSLA SIMI 27022 Þorsteinn Pálsson og Albert Guðmundsson um lokun fjárlagagatsins: VIUA FALLAST Á NÝ ERLEND LÁN Þeir Albert Guömundsson f jármála- ráöherra og Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæöisflokksins, eru sam- mála um aö fjárlagagatinu verði lokaö meö erlendum iánum. Þorsteinn legg- ur þó áherslu á að þaö geti ekki oröið uppistaöan í úrlausninni og ennfremur aö einhverjar nýjar álögur séu óhjá- kvæmilegar. Þeim tveim ásamt Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra var enn faliö á ríkisstjórnarfundi í gær aö marka tillögur til þingflokka stjómar- liða, sem halda fundi um fjárlagagatiö í dag. Tillaga forsætisráðherra um 6% flatan niðurskurð á fjárlögunum, eöa um 1,1 milljarð, mætti mikilli andstööu ogerúrsögunni. „Náist skekkjan í fjárlögunum niður í 5—6% meö spamaði og tilfærslum nú er ég ánægður. Það væri stórkostlegur árangur ef hægt yrði aö komast um leið hjá nýjum álögum. Þann halla mætti rétta af aö mestu á næsta ári meö áframhaldandi þróun í sparnaði. Eg vil heldur taka erlend lán til þess aö ná þessum árangri en leggja á nýja skatta, þótt erlend lán séu eitur í mínum beinum,” sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra i morgun. „Eg álít að rikisstjórnin verði aö leysa úr þessum vanda í öllum meginatriðum, annað væri uppgjöf. I fyrsta lagi með sparnaði, ööm lagi með nýjum tekjum, í þriðja lagi með því að taka auknar greiðslur fyrir opin- bera þjónustu og í fjórða lagi með tak- mörkuðum erlendum lántökum,” sagði Þorsteinn Pálsson. „öll frestun á vandanum er ávísun á erlend lán, sem koma siöan í höfuöiö á fólki, þótt með öðrum hætti verði en beinar álögur. Erlend lán nú geta því ekki orðiö uppistaöan í úrlausn vand- ans,” sagði Þorsteinn. HERB VigdísfórtilFinn- landsímorgun Forseti Íslands, Vigdis Finnbogadóttir, lagði af stað i opinbera heimsókn tH Finnlands í morgun. Heimsókn forsetans lýkur um hádegisbilið á laugar- dag. JGH/DV-mynd GVA. Rainbow Navigation byrjar íslandssiglingar 30. apríl: Býst við varnarliðs- f lutningum í fyrstu ferð „Fyrsta skipið fer frá Bandaríkjunum þann 30. april og ég á allt eins von á aö hluti farmsins verði fyrir varnarliðið. Við erum að auglýsa þessa þjónustu upp og byrjum að bóka í fyrsta skipið í næstu viku,” sagði Mark Yonge, forstjóri Rainbow Navigation skipa- félagsins, sem hefur í hyggju að yfir- taka flutninga fyrir vamarliðið úr höndum Eimskips og Hafskips, er DV ræddi við hann í Reykjavík í morgun. segir Mark Yonge, forstjóri félagsins „Afangastaður á Islandi verður Keflavík en við getum líka siglt til annarra hafna eftir vörum út ef þannig stendur á. Við ætlum að bjóða Islendingum upp á alla almenna þjónustu meö okkar skipum, bæði hvað varðar flutning héðan og út og að utan hingaö og á morgun göngum við væntanlega frá því hver verður umboðsmaður okkar hér,” sagði Yonge. Hann sagði að Rainbow Navi- gation byði varnarliðinu flutningana á sama veröi og Hafskip og Eimskip bjóða en hvað varðaði flutninga fyrir Islendinga þá yrði það samningsat- riði hverju sinni. I dag mun hann funda með ýmsum aðilum málsins og kvaðst hann ekki geta gefið skýr- ari mynd fyrr en að þeim fundahöld- um loknum. -GS Flugleiðir selja ekki hlutabréfín íAmarfíugi Stjóm Flugleiða ræddi á fundi sínum í gær ósk starfsmanna Amarflugs um kaup á hlutabréfum Flugleiöa í Amarflugi. Stjórnin ákvað að selja bréf in ekki að sinni. I ársreikningum Flugleiða fyrir 1983 er 40 prósent eignarhluti í Arnarflugi að nafnvirði um 3,1 milljón króna afskrifaður og ekki talinn til verðs. -KMU. Mondale sigraðií . -.msylvaníu — sjá erlendar fréttir bls. 8 Hnnaríslenskur giirgegn rökkum bls. 8og23 Alþjóðlega hílasýningin -sjábls. 19-22 Rækjuverð feliurog hhvftiraukast rjwaí a ui VæðÍ umbjórinn yrðisamþykkt áAlþingi narsKipmugar púðurflutninga — sjábls.2 Verðurnæsta JamesBond myndtekin áíslandi? -sjábls.5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.