Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 88. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 12. APRÍL1984. Sendibflstjórarkomnirístrið við leigubflstjóra: Ætia aö aka fólki ókeypis heim af skemmtistöðum! „Viö erum aö spá í aö fjölmenna eina helgina fyrir utan skemmtistaöi og keyra fólk ókeypis heim. Við ætlum aö sýna leigubílstjórunum hörku,” sagði Ellert Róbertsson, bíl- stjóri á sendibílastöðinni Þresti, í samtaliviöDV. Sendibílstjórar eru komnir í stríö viö leigubílstjóra. Þeir saka leigubíl- stjóra um aö fara inn á verksvið sendibílstjóra meö flutningi á pökk- um fyrir fyrirtæki. Nefnd eru dæmi um aö leigubílstjórar hafi samið um flutninga á blöðum og samlokum. „Þeir hafa rétt til aö flytja far- þega, frá einum og upp í átta, og farangur þeirra. Þeir hafa ekki rétt til aö fara í vöruflutninga,” sagöi Siguröur Jónsson, formaöur Trausta, félags sendibílstjóra. Félagið sjálft stendur ekki aö fyrirhuguöum aögerðum heldur nokkrir bílstjórar af stöövunum sem tekiö hafa sig saman. Ummæli formanns Frama, félags leigubílstjóra, viröast hafa átt þátt í aðmagna deiluna. „Úlfur Markússon sagöi að þaö væri í lagi aö leigubílstjórar kveiktu í sendiferöabílum og veltu þeim,” sagöi Siguröur Jónsson. Ummæli þessi sagöi Siguröur hafa fallið í framhaldi af ásökunum um aö sendibílstjórar væru aö flytja far- þega. Viöurkenndi Sigurður að tvö dæmi væru um slíkt. -KMU. „Þeir sem eru tilbúnir i aðgerðir gegn ieigubiistjórum við skemmtistaði borgarinnar skrifi sig hér, " stendur á plagginu sem sendiferðabiistjórinn er að skrifa nafn sitt undir. Siikir iistar hanga nú uppi á sendibiiastöðvum i Reykjavik. DV-mynd: Einar Frá heimsókn forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, er tekin i morgun i finnska þjóðþinginu i Helsinki. Með henni á myndinni eru Erkki Tystynen, forseti þingsins, Geir Hallgrímsson utanrikisráðherra og þá sér í vangann á Halldóri Reynissyni forsetaritara. -JGH/DV-símamynd: Loftur. Verðkönnuná páskaeggjum — sjá bls.6-7 íþróttirfatlaðra — sjá bls. 42-43 Fréttaskot hitta ímark — sjá bls. 3 • Úryggismál við Reykjavíkur- flugvöllekki semskyldi — sjá bls. 22 Dasaðaren ánægðar íslenskar landsliðskonur — sjá íþróttir . 24-25 Lítibgagn i vindmylhmni íGrímsey? — sjá bls. 38 Forsætisráðherra íDV-yfirheyrslu: Orðinn hundleiðurá fjáiiagagatinu — sjábls. 10 Lögreglumennimir sýknaðir íSkaftamálinu: Enn óvíst um f ramhaldið Lögreglumenn þeir sem ákæröir voru fyrir ólögmæta handtöku og harö- ræöi í Skaftamálinu voru allir sýknaöir af öllum kröfum ákæruvaldsins í Saka- dómi Reykjavíkur. Ennfremur á allur sakakostnaður aö greiðast úr ríkis- sjóöi, 18.000 kr. til hvors verjanda lög- reglumannanna. „Þetta sýnir þaö eitt, sem ég heföi ekki trúaö fyrirfram, aö ekki er hægt að fara í mál viö lögregluna. Ég skil ekki þessa niöurstööu. Hvers vegna ætti ég aö ljúga upp á lögregluna? Það hefur aldrei hvarflað aö mér,” sagöi Skafti Jónsson blaöamaöur um niöur- stööu dómsins. „Þetta er þaö sem við bjuggumst viö aö yrði. Þaö er mikilvægt aö menn £ari út í svona málarekstur ef hann á viö rök aö styöjast en þaö er mjög alvar- legt mál ef menn fara út í hann án þess aö hafa rök fyrir því,” sagði Jóhann Valbjörn Olafsson, einn af lögreglu- mönnunum sem ákæröir voru, í sam- taliviöDV. Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari sagöi í samtali viö DV að ákvöröun um framhald málsins af þeirra hálfu lægi ekki fyrir fyrr en dómsgerðir málsins bærust embættinu sem yrði ööru hvoru megin viö pásk- ana. -FRI — Sjá nánarábls.3 Bjarni Ben.til Bíldudals: Ferá rækjuveiðar Samningar um Ieigu á togaranum Bjarna Benediktssyni frá Bæjarútgerð Reykjavíkur til Rækjuvers á Bíldudal munu taka gildi í dag samkvæmt heim- ildum DV. Mun togarinn verða leigöur til rækjuveiða til fimm mánaöa meö allri áhöfninni. HÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.