Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR' 91. TBL.—74. og 10. ÁRG.—MÁNUDAGUR 16. APRÍL 1984. Verkföll skipstjóra og mjólkurfræðinga haf in: Skip stöövast og yfirvofandi mjólkurskortur Verkföll mjólkurfræðinga og skip- stjóra á farskipum hófust á miðnætti í nótt. Mjólkurfræðingar komu á sátta- fund hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í gærmorgun og skipstjórar á far- skipum klukkan 14 og stóðu fundir þessir enn er blaðið fór i prentun laust fyrir hádegi. Nokkuð hafði dregið saman með aðil- um í báðum þessum kjaradeilum en óvist er þó hvort samningar takist i dag. Verkfall mjólkurfræðinga er ótimabundið en skipstjóraverkfallið stendur fram á miðnætti aðfaranótt fimmtudags en þeir hafa síðan boðað verkfall aftur 24. til 27. þessa mánaðar. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari sagði í morgun að hann myndi halda áfram samningafundum í dag meðan enn væri von á samkomulagi. Verkfalls mjólkurfræðinga mun ekki gæta í dag en búast má við mjólkur- skorti á höfuðborgarsvæðinu á morgun ef verkfallið stendur þá enn, að sögn Odds Helgasonar, sölustjóra Mjólkur- samsölunnar. Hann sagði að þetta væri I þó háð þvi að fólk gripi ekki til þess aö hamstra mjólk í dag. Áhrifa skipstjóraverkfallsins er þegar farið að gæta því Herjólfur, Akraborg og flóabátarnir Baldur, Fagranes og Drangur sigldu ekki í morgun. Langá er í Reykjavíkurhöfn og sömuleiðis Uðafoss, Lagarfoss er í Straumsvík eða Gufunesi, Skeiðsfoss í Hafnarfirði og Goðafoss á einhverri Austfjarðarhö&i. Skaftá, Rangá og Eyrarfoss eru svo væntanleg til lands- ins á morgun. Heimilt er að vinna við lestun og losun farskipanna þrátt fyrir verkfallið. -ÖEF/GS. Heimsókn forseta Islands tH Finnlands er nú lokið. Hór kanna Mauno Koivisto og Vigdís Finnbogadó ttir heiðursvörðinn 6 flugvellinum í Helsinki við brottför Vigdísar á laugardaginn. DV-mynd Loftur. Leikhópurinn í „Enerny Mine” kominn til landsins: „Ég hef verið á kaldari stöðum” — segir Lou Gossettóskarsverðlaunahafi sem fer með eitt aðalhlutverkið ,,Eg hef verið á kaldari stöðum en hér. Ein af mínum fyrstu myndum var tekin í aðeins 200 km fjarlægð frá norðurpólnum. Þar voru bara ég, Warren Oates, Timothy Bottoms og 25 eskimóar,” sagði Lou Gossett, einn af aðalleikurum í myndinni Enemy Mine, í samtali við DV er hann kom með leikhópnum í mynd- inni tilVestmannaeyjaumhelgina. Lou Gossett er sennilega best þekktur fyrir hlutverk sitt í mynd- inni An officer and gentleman en fyrir þá mynd hlaut hann óskars- verðlaunin eftirsóttu. Mikill viðbúnaður er nú i Vest- mannaeyjum vegna töku myndar- innar Enemy Mine sem 20th Century Fox er að framleiða og er ástandinu kannski best lýst með orðum eins Vestmannaeyjabúa; „Það er gos- ástand núna íEyjum.” Leikhópurinn kom hingað til lands meö leiguflug- vél Flugleiða frá London en var síðan selfluttur ásamt útbúnaði sínum til Eyja frá Keflavíkurflug- velli. Fokker-vél hafði verið tekin á leigu til þessa en hún bilaöi eftir fyrstu ferð og varð að taka minni vél sem var í flutningunum alla helgina en áætlaö var að með Fokkemum hef ðu þetta aðeins verið 3 ferðir. -FRI. — sjá nánarábls.2 Lou Gossett við komuna til Vestmannaeyja. D V-mynd Guðmundur Sigfússon. KemurkkuMykt í vegfyrir kennsluá Skaganum? — sjá bhs.20 Sovétmenntil Egyptalands áný — sjá bls.9 Konarændá Sunnutorgi — sjá bls.4 Uppsagnirog deildum lokað áBorgar- spítalanum — sjá bls. 28 Víkingurvann FHílokaleik íslandsmótsins -sjábls. 22-231

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.