Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 92. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL1984. Sparnaðaraðgerðir á ríkisspítulunum: Deildum lokað og læknum fækkað „Viö munum þurfa að loka á öllum stðru deildunum, einni legudeild, læknum verður fækkað um sex, ráðningar á sumarafleysingafólki verða í algjöru lágmarki og sparað verður í innkaupum, þó ekki lyfjum, fyrst í stað, en það mun koma að því,” sagði Davíð Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri rikisspítaianna í samtali við DV, aðspurður til hvaða ráðstafana yrði gripið í framhaldi af sparnaðarráðstöfunum rikisstjórn- arinnar á heilbrigðisgeiranum. „Þetta þýðir einfaldlega þaö að fólk mun þurfa að bíða lengur eftir sjúkrahúsvist en áöur, svo og að sjúklingar munu liggja inni í skemmri tíma en verið hefur,” sagði Davíð. Hann sagði að ríkisspítalamir hygðust spara um 50 milljónir á þessu ári. Væri samdrátturinn á ÖU- um sviðum. Sagði hann aö þeir segðu fólki ekki beinlínis upp heldur væri ekki ráðið í þær stöður sem losnuðu, svo væri til dæmis um lækna- stöðumar sex. Með því fækkaði sér- fræðingum spítalans um tiu prósent en læknar með aðstoðarlæknum væm 120 talsins á rikisspítulunum. „Deildunum verður lokað yfir sumarleyfismánuðina,” sagði Davíð. „Hefjast lokanirnar í júní- byrjun og reynt verður að loka á mis- munandi timum. Sumum deildum verður lokað í fjórar vikur, öðrum í átta og til dæmis verður tveimur deildum á geðdeildum ríkis- spítalanna lokað í þrjá mánuði að minnsta kosti. Þá mun yfirvinna verða mjög tak- mörkuð, sparað verður í matar- innkaupum, orku- og hitanotkun og fleiru og fleiru,” sagði Davíð A. Gunnarsson. -KÞ. Óveiddur þorskur til sölu Nú er orðið eitthvað um það að þorskkvótar, einkum litlir slattar, gangi kaupum og sölum. Seljendur eru einkum þeir aðflar sem af ýmsum á- stæðum, svo sem litlum kvóta vegna annarra sérveiða, sjá sér ekki hag í að fara að skipta um veiðarfæri og búnað tfl að ná i einhvem smáslatta sem þeim hefur verið úthlutað. Þannig munn einhverjir loðnubátanna t.d. vera að selja kvóta sína nú. Verðið er þessa dagana á milli tvær og þrjár krónur fyrir kílóiö, en kaupendur fá svo 11 til 14 krónur fyrir kilóið eftir að hafa sótt það í sjóinn. Þær tölur eiga við um góðan þorsk. DV er ekki kunnugt um þess háttar sölur á milli norður- og suðursvæðis, algengastar eru þær innan sömu ver- stöðvar en lítils háttar mun ganga á milli verstöðva. Viðskipti þessi virðast ekki rekast á hagsmuní neinna þvi sjómenn á bátum, sem aðeins eiga litinn slatta, sjá sér engan hag í aö bíða eftir veiðar- færaskiptum i fleiri daga til að veiða eitthvað litilræði sem getur þó tekið drjúgan tíma. Engin kvörtun hefur borist Sjómannasambandi Islands vegna þessa. Sjómenn á þeim bátum sem kaupa kvóta, fá jafnmikið i hlut fyrir hvert kíló eftir sem áður, en telja þetta þó sanna að fiskverð í heild sé of lágt. -GS. MMUÍMÍa Brettingur Foss 121, sögðu sumir er þeir sáu þennan seglbrettamann taka dýfur á Fossvoginum í gærkvöldi. En brettamaðurinn var með allt sitt á þurru. Hann var í góðum þurrbúningi. Og þannig geta menn brunað þvers og kruss og velst um að vild. Sannarlega fjör við seglið hjá siglingakappanum. -JGH/DV-mynd S. STYTTISTIDV-FERDINA —þnrkostiriboði Nú styttist óðum í Vínarferð DV- áskrifenda. Lagt verður af stað 6. mai og komið heim 12. maL Þrenns konar ferðamöguleikar eru í boði, svo hver og einn ætti að geta fundið það sem honum hentar. Gisting á lúxushóteli með morgun- mat. kostar 18.400 krónur. Auk þess fylgir í þessu verði miði á óperuna og skoðunarferö um Vínarborg. Annar möguleikinn er sá að velja gistingu á ódýrara, heimilislegu hóteli. Þá kostar ferðin 15.900 og eru óperumið- inn og skoðunarferðin einnig innifal- inj þvi verði. Þriðji möguleikinn hentar þeim vel sem vilja vera sem mest á eigin vegum, flug og bíll fyrir 9.850 krónur. Vin skartar sínu fegursta vor- skrúði í maíbyrjun, mannlíf á götum og torgum í fullu fjöri og hver list- viðburðurinn rekur annan í borginni. Ferðaskrifstofan Atlantik hefur skipulagt DV-ferðina og tekur á móti pöntunum í sima 28388. FeUirkókó- mjólkin ríkisstjómina? — sjábls.4 Funduhassog hassplöntur — sjábls.2 Ómarfái starfslaun — sjá bls. 16 i Sáðastibóndinn farinn fráGufudal -sjábls.35 Albertvinur iitfubamanna — sjá bls. 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.