Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 2
 ff Viljum engan friðmeð þessi kjöri' -sagöiGuðmundurJ. Guðmundssoní ávarpisínu. Milli fimmtán og tuttugu þúsund manns á fundinum .. s : MIÐVJKJL ,,Fleiri munu kunna aö höggva stórt en þú einn,” sagði Guömundur J. Guömundsson, formaöur Verka- mannasambandsins, í ávarpi á Lækjartorgi í gær og geröi orö Njálu- höfundar aö sínum þegar hann sendi ríkisstjóminni tóninn vegna kjara- skeröingar hennar. Hann sagöi að ríkisstjómin heföi lækkaö vinnulaun um 25 prósent aö raungildi undanfarna mánuöi. „Dagsbrún mun rjúfa friöinn 1. september, ef okkur sýnist svo. Viö viljum engan friö meö þessi kjör.” Guðmundur sagöi ennfremur aö Verkamannasambandiö myndi nota fyrsta tækifæri til aö leggja til atlögu viö ríkisvaldiö. Hátiöahöldin fyrsta maí fóru mjög vel fram. „Þetta er fyrirmyndar- samkoma,” sagði lögreglumaöur einn, sem var áLækjartorgi.Og bætÚ því viö að ölvun væri óvenjulítil. Hann giskaöi á aö milli fimmtán og tuttugu þúsund manns heföu verið í miðbænum þegar mest var, enda var mikil veðurblíöa. Auk Guömundar tóku til máls á Lækjartorgi Sjöfn Ingólfsdóttir, BSRB, og Kristinn Einarsson, for- maöur INSI. Þá stóð til aðmaöur frá E1 Salvador tæki til máls á fundinum en honum var boöiö hingað á vegum Verkamannasambandsins. Hann komst hins vegar ekki til landsins en sendifundinumbaráttukveöjur. -KÞ Guömundur J. Guðmundsson flytur ávarp sitt. „Verkalýðsfélögin má ekki daga uppi eins og nátttröll, þess vegna verðum við öll að leggja okkur fram. Aðeins þá getum við sigrað,” sagði hann meðal annars. Mikið f jölmenni var við hátiðahöldin á Lækjartorgi í gær. Menn giskuðu á fimmtán, tuttugu þúsund manns, þegar mest var. (DV-myndir GVA) Ýmis samtök kvenna héldu sam- komu á Haliærisplaninu svokailaða. Einnig þar var margt um manninn. 1. MAIHÁTIÐAR- HÖLDIN Það var líf og fjör í miðbænum, enda veðrið gott. Þessir knáu strákar sýndu dans fyrir vegfarendur. Verslunarmannafélag Reykjavíkur tók fyrstu skóflustungu að íbúðum aldraðra félagsmanna í gær. Það var Andrés Bergmann sem tók fyrstu skóflustunguna. Magnús L. Sveinsson stendur hjá. Þá má sjá borgarstjórann, Davið Oddsson, í baksýn. FREI.S Húsnæðissamvinnuf élagið Búseti hvatti sína félagsmenn til að mæta á samkomuna og voru þeir mjög áberandi. Þeir voru ekki allir háir í loftinu, sem báru kröf uspjöld i tilefni dagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.