Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 105. TBL.—74. og 10. ÁRG.—ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ1984 RITSTJÓRNSÍMI 86611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIOSLA SÍMI 27022 SifSSSl 38.000 EINTÖK PRENTUÐ í DAG. Guðrún Á. Simonar söngkona i hinu gamla og óvistlega húsi í Blesugrófinni. DV-mynd Loftur. Ein ástsælasta söngkona landsins í húsnæðishraki: FREM SJÁLFSMORÐ FREKAR EN AÐ LÁTA DÝRIN FRÁ MÉR segir Guðrún Á. Símonar „Dýrin eru hluti af lífi mínu og ég læt þau ekki frá mér hvað sem hver segir,” segir Guðrún A. Símonar, sem missti leiguhúsnæöi sitt um sl. mánaðamót og hefur nú fyrir tilstilli borgaryfirvalda verið holaö niöur í gamalt og hálfónýtt hús í Blesugróf- inni sem á að rífa innan skamms. „Það vill enginn leigja fólki sem er með dýr en bærinn telur það ekki eftir sér að útvega alls konar fylli- byttum sómasamlegt húsnæðL Eg er farin að halda að vandamál mitt sé það að ég er ekki drykkjumanneskja en þykir aftur á móti vænt um dýr.” Guðrún býr ásamt syni sinum og dýrum í Blesugrófinni og neitar að taka upp úr kössunum. Segist ekki taka upp bara til þess að pakka niöur aftur. ,d5f á að láta mig hírast hér þá frem ég frekar sjálfsmorð,” segir þessi ástsæla söngkona sem skemmt hefur þjóðinni með söng frá 17 ára aldri, hlotið riddarakross fyrir störf sín, er heiðursborgari í Winnipeg og hefur komist á forsíöur helstu stór- blaða heims. „I fyrsta skipti á lífsleiðinni hefur það hvarflað að mér að losa mig við elsku dýrin min til þess að þóknast þessum háu herrum sem útvega fólki húsnæöi. En ég er hætt við það, frekar fer ég sjálf yfir móðuna miklu.” Hin nýju húsakynni Guðrúnar A. Símonar í Blesugrófinni eru ákaflega óvistleg. Sprungur og göt í veggjum, gólfteppi óhrein og leiðslur í baðher- bergi hriplekar. „Þaö eina góöa sem ég sé við þetta er að ég hef grennst vegna lystarleysis og get því smeygt mér á milli kassanna. En verra er að sonur minn þolir illa að vera hér og er að hugsa um aö flytja frá mér. Eg vissi ekki að það væri svona erfitt að láta sér þykja vænt um dýr,” sagði Guðrún. -EIR. A tök milli leigubílstjóra og farþega: Ók manni nauðugum og bardi á honum Til átaka kom milli leigubílstjóra og farþega hans aðfaranótt laugardags- ins og mun leigubílstjórinn hafa ekið með farþegann nauöugan dálítinn spöl og barið siðan á honum. Atburöur þessi mun hafa átt sér stað eftir að leigubílstjórinn tók fólk upp í bíl sinn fyrir utan eitt veitingahúsið. Er þrír farþeganna stigu út úr bílnum lokaði bilstjórinn öllum hurðum og neitaði aö hleypa f jórða farþeganum út með fyrrgreindum eftirleik. Að sögn Guðmundar Hermanns- sonar hjá rannsóknardeild Reykjavikurlögreglunnar kom maður- inn á lögreglustöðina og gaf skýrslu um þennan atburð og var honum síðan ráðlagt að leita læknis og fá hjá honum áverkavottorð. Guðmundur sagði ennfremur að þeir hefðu númer leigubílsins en ættu eftir að fá hlið bilstjórans á þessu máli. Málið væri sem sagt enn í rannsókn og orsakir atburðarins því ekki Ijósar enn. -FRI Vínarferð DV og Atlantik hófst á sunnudaginn. Ekki verður annað sagt en borgin hafi tekið ferðalöngum i DV-Atlantikferðinni og hópi Lionsmanna úr Lionsklúbbnum Ægi vel því sól og hiti hefur verið alla dagana. Myndin var tekin af ferðalöngunum við Fiugleiðavélina við komuna til Vinar. DV-mynd Einar Ólason. læknadeiid í vanda: Fjóröa árs nemar of margir veröur hluti þeirra sendur til útlanda? Læknadeild Háskóla Islands stendur frammi fyrir miklum vanda um þessar mundir. A fjórða ári í læknadeild eru nú 70 manns. Telur deildarforseti deildarinnar ekki hægt að kenna nema 45 þeirra á næsta ári svovelfari. „Það er um tvennt að ræða hjá okkur,” sagði Jónas Hallgrímsson, deildarforseti læknadeildar. „Annar kosturinn er að koma um tuttugu manns fyrir í læknaskólum erlendis. Hinn kosturinn er að kenna allt árið. Báðir kostirnir eru mjög dýrir í framkvæmd. Viö höfum skrifað öllum lækna- skólum á Norðurlöndum, sem eru þrettán talsins. Sumir hafa neitaö strax, aðrir hafa sagt málið í athug- un en enn aðrir hafa gefið jákvæð svör. Þeir eru skólinn í Þrándheimi, sem segist tilbúinn að taka tíu nemendur, skólinn í Umea segist hugsanlega geta tekið þrjá og lækna- skólinn í Lundi þrjá til fjóra. En málið er ekki þar með leyst. Námið í þessum skólum er ekki eins samansett og hjá okkur, svo skóla- yfirvöld eru ekki tilbúin að útskrifa þessa nemendur með læknapróf að tveimur árum liðnum. Svo koma auðvitað til málaörðugleikar, en við viljum alls ekki tefja neitt fyrir þessum nemendum. Sá kostur lítur því ekki vel útí augnablikinu. Þaö myndi einnig leysa þetta mál ef við tækjum upp kennslu allt árið. En það þýddi aukið starfslið á spítölunum auk ýmislegs annars kostnaðar.” — Þaö var talað um það um tíma að einhverjir nemendanna yrðu látn- ir fresta námi um eitt ár? „Það er alveg komiö út úr mynd- inni, því það myndi einungis vera verið að velta vandanum á undan sér. Það er alveg ljóst aö hér er við stórt vandamál að etja, sem veröur að leysa hið fyrsta. Helst fyrir lok þessa háskólaárs,” sagði Jónas Hallgrimsson. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.