Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Blaðsíða 1
5 STOR SPRENGIMOTTAI GEGNUM HÚSÞAK Frjálst, óháið dagblað DAGBLAOIÐ — VISIR m. TBL.—74. og 10. ARG.—ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1984. Lögreglan kannar verksummerki i morgun. Fyrir framan mennina er sprengimottan og fyrir ofan sést gatið á þakinu. Það var mál manna að hefði maður orðið undir hefði hann ekki lifað það af. DV-mynd EÓ. „Það varð feiknasprenging. Grjóti rigndi yfir stórt svæði. Svo þeyttist þessi sprengimotta hátt í loft upp, yfir rafmagnslínur og niður í gegnum þak á verksmiðjuhúsi Aðalbrautar,” sagði sjónvarvottur, sem staddur var við Eirhöfða í Ártúnshverfi um kvöld- matarleytið í gær. Það var um sexleytið að starfsmenn frá Loftorku voru við vinnu sína á Eir- höföa. Þar er unnið að gatnagerð þessa daga. Var vinnuflokkurinn að sprengja fyrir lögnum. „En eitthvað virðist sprengihleðslan hafa mistekist,” sagði lögreglumaður í samtali við DV, „því skyndilega sprakk allt í loft upp.” „Við það að sprengimottan fór hér niður í gegnum þakið brotnuðu tvær sperrur á húsinu,” sagði starfsmaður Aðalbrautar. „Það var mesta mildi að enginn skyldi vera í húsinu en viö vorum allir farnir heim. Þetta eru stórar mottur og mjög þungar, svo ekki er ólíklegt að menn hefðu slasast illa ef þeir hefðu orðið undir mott- unni.” En hvað gerðist þama? „Þetta er ekkert stórmál. Þetta ger- ist oft,” sagði starfsmaöur Loftorku og vildi ekki t já sig meira um málið. Að sögn lögreglunnar er veriö að skoða þetta mál og verður það sent áf ram til rannsóknar. -KÞ NEYÐARBILLINN GENGUR EKKI Sjúkraflutningar fara ekki fram í dag frá Borgarspítalanum og verður neyðarbíUinn ekki í förum. Hann er lokaður inn á slökkvistöðinni. Astæðan fyrir þessu er sú að sjúkraflutninga- menn em að mótmæla ýmsu varðandi rekstur bilsins. „Það er óánægja hér í sjúkra- flutningamönnum með samstarfið við ákveðna aðila á Borgarspítalanum og þá eru þeir að mótmæla því að engin staðfesting hefur komið á menntun þeirra frá heUbrigöisyfirvöldum eða viðurkenning frá borgaryfirvöldum vegna aukinnar menntunar þeirra, til dæmis í formi launahækkana.” Þetta sagði Rúnar Bjarnason slökkvUiðsstjóri í morgun. Hann sagði að í dag y rði því sama þjónusta veitt og á nóttinni og sunnudögum. SjúkrabUar færu í útköll frá slökkvistöðinni en neyðarbUUnnyröiekkiífömm. -JGH Leit haldið áfram „Við fundum tvo brúsa og fríholt, sem er örugglega úr bátnum,” sagði Guðbrandur Jóhannsson, formaður Björgunarsveitar Hornafjarðar, í morgun. „Þetta rak hér upp að um tvær mílur vestan við innsiglinguna.” Guöbrandur sagði að fjörur yrðu gengnarnæstudaga. Maðurinn sem fórst með Asrúnu GK á sunnudag hét Eiríkur Gíslason. Hann var 57 ára að aldri. -JGH Bondmynd á Vatnajökli Nýjasta James Bond-myndin, A view to kiU, verður tekin upp að hluta á VatnajökU í júní næstkom- andi. Þegar er farið að undirbúa komu kvikmyndafólksins en þeir fyrstu, 5 menn, koma til Horna- f jarðar eftir viku. „Við erum mjög ánægðir með allar aðstæður og náttúrufegurðin hér er með óUkindum. JökulUnn er stór- kostlegur,” sögöu Englendingarnir, Tony Wayne og Peter Bennett, frá Eom Prods Ltd. í samtali við DV á HótelHöfnígærdag. Eom Prods Ltd. hefur framleitt aUar James Bond-myndimar og þeir Tony og Peter hafa starfað við gerð nokkurra þeirra. „Myndin verður tekin ánokkr- um stööum í heiminum. Við vinnum í hópum og er kvikmyndað í nokkrum löndum á sama tíma. A Islandi ætlum við að taka um 35 prósent myndarinnar og öll atriðinveröa á jökUnum.” Tony er framkvæmdastjóri hópsins sem verður hér á landi og Peter er aðstoðarleikstjóri. ÞeU- félagar komu frá London á sunnudag og héldu rakleitt austur ásamt sex öörum frá Eom-fyrirtækinu. Þar á meðal voru svokaUaöir brellumenn. Þeir héldu að mestu tU á Fagurhóls- mýri. Hópurinn fer aftur út tU Eng- landsídag. „Við vonum að okkur takist að ljúka öllum tökum hér á landi í júní en vinnslu myndarinnar lýkur í janúar næstkomandi. Það er reiknað með að myndin verði komin í kvik- myndahús í j úní að ári. ” Þegar er farið að gera ráðstafanir tU að hýsa kvikmyndafólkið á Höfn. „Hópurinn sem verður hér í júní er um 35 manns og við erum farnir að auglýsa eftir herbergjum í bænum,” sagði Arni Stefánsson, hótelstjóri á Höfn, í gær. En fáum viö Islendingar að sjá hinn fræga Roger Moore á Horna- firðiísumar? „Nei,þvímiður,” — En myndin, verður hún jafn- skemmtileg og þær fyrri? „Þessi er sú besta, albesta,” svörðu þeir að bragði. -JGH. Bondmennirnir Tony Wayne og Peter Bennett fyrir utan Hótel Höfn í gærdag. Þeir hafa báflir komið við sögu i gerð Bondmynda. Sem dæmi má nefna að Peter vann að gerð Octopussy, Moonraker, For your eyes only, og nú er það A view to kill. DV-mynd: GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.