Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1984, Blaðsíða 1
SKOTINN HUNDURINN REIS ÚR GRÖF SINNI Bóndi nokkur í Amessýslu ákvaö fyrir skömmu að aflífa hund sinn. Skaut hann hundinn í höfuðiö og var ekki annað að sjá en aflífunin hefði tekist vel. Hundurinn féll til jarðar og var því næst grafinn við bæinn. En það ótrúlega gerðist að eftir 6 daga kom hundurinn sprelllifandi heim aö bæjardyrunum. Hann var risinn upp. Hörmulegt slys hafði orð- iö er hann var skotinn. Hann haföi rotast, en ekki hnigið dauður niður. Þegar var ákveðiö að fara með hundinn til dýralæknisins í Laugar- ási og þar var hundurinn aflífaður, læknirinn svæfði hann. „Eg get staðfest að ég fékk hund nýlega sem skotinn hafði verið í höfuðið. Far var eftir skotiö. Og eigandi hundsins sagði mér þá sögu sem þið emð að bera undir mig,” sagði Magnús Guðjónsson, dýra- læknir í Laugarási. Mangús sagöi að hann vildi minna alla þá sem eru að aflífa dýr sín á aö gera það á tryggilegan og sársauka- lausan hátt. „Eg vil eindregið skora á þá sem óvanir em að aflífa dýr að leita frek- ar til dýralækna og láta þá um að aflífadýrin.” Hvað varðar þann hund sem um ræðir, sagði Magnús að hundurinn hefði verið skotinn á réttan stað í höf- uðið. En skotið hefur geigað þrátt fyrir að ég hafi ekki kannaö skot- stefnuna sérstaklega.” „Það gerist á hverjum degi aö verið er að aflífa dýr. Það er ekkert óvenjulegt við það en ég vil aftur eindregið minna á að það sé gert á tryggilegan og sársaukalausan hátt.” -JGH. Þyrlan kemur með slasaða sjómanninn i morgun. DV-mynd H.S. Slasaður sjómaður sóttur á miðin vestur af Látrabjargi: FEKK HNIFIANDUTW Þyrla frá Varnarliöinu lenti við Borgarsjúkrahúsiö kl. 9.15 í morgun með slasaöan sjómann af togaranum Haraldi Böövarssyni. Aö sögn Hannesar Hafstein, fram- kvæmdastjóra SVFÍ, barst þeim hjálparbeiöni í gegnum sjúkrahúsið á Isafirði um kl. 5 í nótt. Var beöið um aö slasaður sjómaður yrði sóttur á togar- ann Harald Böðvarsson en skipið var þá statt á miðunum djúpt vestur af Látrabjargi. Hafði maðurinn fengið hníf í andlitið og hafði hnífurinn stung- ist djúpt í manninn. Hannes sagði að þeir heföu haft samband við Varnarliöið sem sendi þyrlu og eldsneytisvél og sagði Hannes að í upphafi hefði meiðsli mannsins variö talin mjög mikil, m.a. vegna mikils blóðmissis en í morgun hinsvegar var talið að meiðslin væru ekki eins alvarleg og á horföist í fyrstu. -FRI HOFMAN-LA- ROCHE: íHveragerði? — sjá bls.Xl .. HIIHIMMMIII Áframhaldandi kartöflu- innflutningur -sjábls.5 Rúmenar ætlaá ólympíuleikana — sjá erlendar frétfirábls.8og9 Tilboðin í skólatölvumar: Samningar við Radíó- buoma Akveðið hefur verið að ganga til samninga við Radíóbúðina á grund- velli tilboös þeirra í tölvur fyrir fram- haldsskóla landsins. Um er að ræða Appletölvur frá Radíóbúöinni en alls bárust 18 tilboð í skólatölvurnar. Að sögn Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Innkaupa- stofnunarinnar, var um að ræða þrjá valkosti í fjölda tölva í útboðinu, 40, 80 og 120, og var tilboð Radíóbúöarinnar taliö hagstæðast. Ekki liggur ljóst fyrir um hve mikinn fjölda tölva verður samið, sagði Ásgeir að þaö færi eftir hvaða ákvörðun yrði tekin um umfang tölvu- væðingarinnar. -FRI Nýrforstjóri Gutenberg Guömundur Kristjánsson, skrif- stofustjóri ríkisprentsmiöjunnar Gutenberg, var í dag ráðinn forstjóri fyrirtækisins. Guðmundur er prentari og viðskiptafræðingur að mennt. Hann hefur gegnt stöðu forstjóra frá því Ragnar Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Gutenberg, lést í janúar síðastliðnum. Þrír umsækjendur voru um stöð- una, Guömundur Kristjánsson, Hjörtur Hjartarson, starfsmaður Ferðaskrifstofu ríkisins, og einn um- sækjandi sem óskaði nafnleyndar. OEF ÁlvíðræðuríZiírich: ÞOKAST ÍÁTTINA „Það þokaðist í áttina og ég á von á að samningamenn komi sér saman um einhverja sameiginlega yfirlýsingu í dag,” sagði Sverrir Hennannsson iðnaðarráðherra í samtali viö DV í morgun aöspurður um gang álvið- ræðna sem hóf ust í Ziirich í Sviss í gær. Reiknað er með að viðræðum samninganefndar um stóriðju og full- trúa Alusuisse ljúki í dag en Sverrir Hennannsson mun' halda utan til frekari funda við forstjóra Alusuisse á sunnudag. Aðalefni viðræðnanna er nú hækkun raforkuverösins og stækkun álverksmiðjunnar í Straumsvík. Næsti fundur samninganefndanna verður væntanlega í Lundúnum strax upp úr hvítasunnu eða eftir rúman hálfan mánuð. OEF Fótboltalið skikkuð tilað útvega sjónvarp Mótanefnd Knattspymusambands Islands ákvað í gær að seinka 22 deildaleikjum á morgun, laugardag, vegna beinnar sjónvarpsútsendingar frá leik Stuttgart og Hamburger í vestur-þýska fótboltanum. Leikirnir hérlendis áttu flestir að hefjast klukkan 14. Mótanefnd færði þá aftur til klukkan 17, þar á meðal þrjá 1. deildar leiki. I skeyti sem mótanefnd hef ur sent 44 liðum vegna þessa segir að heimaliöi beri skylda til að sjá aðkomuliði og dómurum fyrir aðstöðu til að horfa á sjónvarp klukkan 13.15 á morgun séu viðkomandi komnir langan veg að heiman. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.