Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1984, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR 26. MAI1984. Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn BJór sem ekkl er bjór og éætar karí- öflur Ymislegt er undarlegt í íslensku samfélagi. Mætti þar nefna hið svo- kallaða kartöflumál og bjórinn. Éitt- hvaö hefur verið rýmkað á reglum varöandi innflutning á kartöflum, vonandi verður innflutningur á græn- meti gefinn frjáls sem fyrst Neytend- ur og kaupmenn viröast vera nær al- farið sammála um að núverandi ein- okunarkerfi samræmist ekki nútíma samfélagi. Einnig er það ótækt að það skuli vera hálfgerð einokun á innflutningi nauðsynjavara. Neyt- endur mega nú alls ekki sofna á verðinum — baráttan fyrir því að gott, nýtt grænmeti sé á markaðnum Nu eru humarveiðar hafnar og því hægt að fá nýjan humar. Takk fyrir fiskiim Þá er humarvertíðin byrjuð og nokkrir bátar famir ó snurvoð. Auð- velt er að tína blá- og öðuskel í f jör- unni. Eða með öðrum orðum, það er mikið úrval af góðum fiski og skel- fiski á markaönum. Það er því um að gera að borða nóg af fiski á meðan færi gefst. Lambakjötið er búið að liggja vetrarlangt í frysti og því hafa gæði þess rýrnað nokkuð. Það er því óhætt að draga nokkuð úr lamba- kjötsneyslunni í bili. Það má mat- reiöa fisk á ótal vegu. Ymsir veit- ingastaðir bjóða upp á stórgóða fisk- rétti. Verið óhrædd að biðja mat- reiðslumanninn um uppskriftina. Til eru margar ljómandi matreiðslu- bækur með skemmtilegum fiskrétt- um. Sælkerasíðan vill benda á eina íslenska og heitir hún: 220 gómsætir sjávarréttir eftir Kristínu Gests- dóttur en Sigurður Þorkelsson mynd- skreytti bókina. Hún fæst í flestum bókaverslunum. Um§jón: Sigmar B. Hauksson Liklegast finnst flestum það frekar ógeöfellt aö snæðan hráan fisk, þ.e.a.s. ekki soðinn eða steiktan. Við Islendingar borðum þó töluvert af fiski sem ekki er soðinn eöa steiktur, mætti þar nefna harð- fisk, graflax, síld og hákari. Japanir eru meö mestu fiskætum í heiminum og kunna þeir að matreiða fisk á ótal vegu. Algengast er að fiskurinn sé borðaður hrár með hrísgrjónum og sojasósu. Þessi réttur kallast sushi og er hann tilreiddur á marga vegu og í kringum þessa matreiöslu tíðk- ast ýmiskonar siöir og serimóníur. Þegar sushi er borið á borð skiptir höfuömáli að fiskurinn sé glænýr. Hann er skorinn í örþunnar sneiðar og yfirleitt er fisksneiöunum raöað ofan á hrísgrjónin sem áður hafa verið formuð á diskinum. Diskurinn eöa bakkinn er oft skreyttur með einskonar þangi eöa sjávargrasi. I verslunum sem selja japanskar mat- vörur má t.d. kaupa tegund sem heitir „nori” og „konpu”. Þegar f iskurinn er borðaður er honum fyrst dýft í sojasósuna og við það létt- marinerast hann. Fiskurinn er svo snæddur með hrísgrjónum. Þegar hrísgrjónin eru soðin er vatnið bragðbætt með hrísgrjónaediki eða hrísgrjónabrennivíni, salti og sykri. Ekki er þetta vandasöm matreiðsla — en sushi er þrátt fyrir allt ljóm- andi matur enda er þessi réttur mjög vinsæll víða um heim. Aðalatriðið er — eins og raunar áður hefur komiö fram — að fiskurinn sé nýr. Nota má flestallar fisktegundir, t.d. lúðu, karfa, síld,steinbít og silung, svo eitt- hvað sé nefnt. Mikilvægt er að aðeins sé notuð góð sojasósa og helst japönsk, t.d. sveppasojasósa. Soja- sósan má ekki vera of sölt. Japönsk matargerð er mjög merkileg bæði sakir hollustu og formfegurðar. Japanska eldhúsið er grunnur hinnar nýju línu í matar- gerð eða hinnar nýju frönsku línu. Japanskur matur er sérstaklega ein- faldur og hollur. Við Islendingar gætum lært óhemjumargt af Japön- um í matreiðslu á fiski. Hvemig væri að byrja á „sushi”. Matreiðslan getur ekki verið einfaldari. Tilvalið er aö bjóða „sushi” sem forrétt. Islendingar snæða einhvem ósköp af harðfiski og hákarli, sushi ætti því að falla okkur vel. til landsins, kaupa sér bjór svo og flug- og skipsáhafnir. Þá má selja styrktan pilsner á veitingastöðum og eru nú þegar komnar bjórkrár á nokkrum stööum á landinu. Bruggun í heimahúsum ku víst vera nokkuð algeng, þá brugga íslenskar ölgerðir ljómandi bjór. Þá hefur það verið sannað í skoðanakönnun að töluverð- ur meirihluti ungs fólks vill að sala á sterkum bjór verði leyfð. Einnig er rétt að það komi fram að reynslan af hinum svokölluðu bjórkrám hefur veriö góð. 011 rök hníga því að því að bjórinn veröi leyfður því staöreyndin er sú að nóg er af bjór á landinu. Það eina sem ekki er hægt er að kaupa bjór á venjulegan hátt eins og annað áfengi. Bjórmálið svokallaða var töluvert rætt á síöasta þingi en máliö fékkst ekki afgreitt. Fyrir því sáu afturhaldsöflin sem telja sig vera þess umkomin að hafa vit fyrir al- menningi. Rökleysa þessara þing- manna er slík að til að tefja fyrir málinu beittu þeir málþófi. Lýð- ræðisleg vinnubrögð eru ekki við- höfð. Er þetta fólk verðugir fulltrúar íslensku þjóðarinnar á því forsetans ári 1984? verður að halda áfram og reynslan hefur sýnt að heilbrigö samkeppni er aðeins til góös. Auðvitað er hægt að fá nóg af góðum kartöflum til lands- ins. Staðreyndin er sú aö það er í flestum tilvikum offramleiösla á grænmeti á meginlandi Evrópu. Það er raunar hálffyndið að hugsa til þess aö íslenskir neytendur skuli þurfa að krefjast þess með hörku aö fá ætar kartöflur. Annað mál, sem einnig er að verða hálffyndiö, svo ekki sé meira sagt, er hiö svokallaða bjórmál. Sem kunn- ugt er mega feröamenn, sem koma þorskur Islendingar viröast yfirleitt vera hrifnari af nýrri ýsu en nýjum þorski þó munu Norðlendingar vist vera meira fyrir þann gula en ýsuna. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þorskurinn er Ijómandi matfiskur enda er hér um okkar helsta nytja- fisk að ræða. Margir kvarta yfir því að mikið sé af hringormi í þorskin- um. Nú er víst kominn hringormur í flestar tegundir fiska en sem betur fer er ekki allur fiskur meö hring- orm. Hér kemur skemmtileg upp- skrift sem mun víst vera sænsk aö uppruna. Þorskurinn er matreiddur á svipaðan hátt og graflax. Nú — það sem þarf í réttinn er þetta: 1 kg þorskflök 2msk.sykur 11/2 msk. salt pipar úr kvöm 1 búnt dill Blandið saman salti, sykri og pip- ar. Skolið flökin í köldu vatni og þurrkið þau vel. Stráið kryddblönd- unni í fat og leggið flökin í fatið. Strá- ið svo kryddblöndunni og dillinu vel yfir flökin. Best er aö flökin liggi hvert ofan á öðra. Flökin eru nú geymd á köldum stað yfir nótt eöa í 12—16 tíma. Þurrkið þá kryddið og dillið af flökunum og léttsteikið þau á pönnu. Fiskurinn er svo borinn á borð með soðnum kartöflum og dill- sósu eöa graflaxsósu en auðvitað má svo sleppa sósunni. Ekki má gleyma grófa, góða kornbrauðinu frá hand- verksbakaranum. Þradgéður Japanir eru með mestu fiskætum íheimi. Við gætum lært margt af þeim varðandi matreiðslu á fiski. susm — japanskt góðgæti éá .ima- -taéé

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.